Laxveiðin hefst á sunnudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 23. maí 2018 10:26 Frá opnun Þjórsár í fyrra. Mynd: Iceland Outfitters Sú var tíðin að veiðisumarið hófst með opnun Norðurár og Blöndu sem gerði kapphlaupið um fyrsta laxinn oft æði spennandi. Nú verður það þannig að fyrsti laxinn verður líklega dreginn á land úr Þjórsá, nánar tiltekið á svæðinu við Urriðafoss en það var langaflahæsta veiðisvæðið í fyrra þegar taldir eru laxar á stöng en samtals veiddust 765 laxar þar á aðeins tvær stangir. Það var því ekki að sökum að spyrja en veiðileyfin á svæðið hafa selst afskaplega vel og eru fáar stangir eftir. Þetta er feykna skemmtilegt svæði og veiðin ekkert annað en frábær þó það sé nokkuð krefjandi. Síðan er gaman að segja frá því að nú verður tilraunaveiði á hinum bakkanum við Þjórsártún en eins og veiðimenn muna var Urriðafoss ekkert annað en tilraunasvæði þegar það byrjaði og þess vegna er ansi spennandi að sjá hvernig veiðin verður á hinum bakkanum. Það eru Iceland Outfitters sem selja leyfi í Urriðafoss og Þjórsártún. Norðurá og Blanda opna síðan í byrjun júní en þegar hafa laxar sýnt sig í Norðurá svo það er ljóst að laxinn er mættur. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Sú var tíðin að veiðisumarið hófst með opnun Norðurár og Blöndu sem gerði kapphlaupið um fyrsta laxinn oft æði spennandi. Nú verður það þannig að fyrsti laxinn verður líklega dreginn á land úr Þjórsá, nánar tiltekið á svæðinu við Urriðafoss en það var langaflahæsta veiðisvæðið í fyrra þegar taldir eru laxar á stöng en samtals veiddust 765 laxar þar á aðeins tvær stangir. Það var því ekki að sökum að spyrja en veiðileyfin á svæðið hafa selst afskaplega vel og eru fáar stangir eftir. Þetta er feykna skemmtilegt svæði og veiðin ekkert annað en frábær þó það sé nokkuð krefjandi. Síðan er gaman að segja frá því að nú verður tilraunaveiði á hinum bakkanum við Þjórsártún en eins og veiðimenn muna var Urriðafoss ekkert annað en tilraunasvæði þegar það byrjaði og þess vegna er ansi spennandi að sjá hvernig veiðin verður á hinum bakkanum. Það eru Iceland Outfitters sem selja leyfi í Urriðafoss og Þjórsártún. Norðurá og Blanda opna síðan í byrjun júní en þegar hafa laxar sýnt sig í Norðurá svo það er ljóst að laxinn er mættur.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði