21 dagur í HM: Kraftaverkið í Bern Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. maí 2018 11:00 Vestur-Þjóðverjar fagna hér eftir ótrúlegan úrslitaleik. vísir/getty Merkilegt nokk þá er ofurþrenna Jóa Berg gegn Sviss ekki það merkilegasta sem hefur gerst á fótboltavelli í Bern. Í borginni fór nefnilega fram ótrúlegur úrslitaleikur á HM árið 1954. Þá mætti stórkostlegt lið Ungverja liði Vestur-Þjóðverja en ungverska liðið hafði ekki tapað landsleik er kom að úrslitaleiknum. Þessi lið mættust einnig í riðlakeppni mótsins og þá unnu Ungverjar ótrúlega öruggan sigur, 8-3. Það átti því enginn von á öðru en að Ungverjar myndu valta aftur yfir Þjóðverjana. Eftir átta mínútna leik benti fátt til annars en að Ungverjar myndu rúlla þessum leik. Goðsögnin Ferenc Puskas kom þeim yfir á 6. mínútu og Zoltan Czibor bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Þjóðverjar hafa aldrei verið þekktir fyrir að gefast upp og aðeins tíu mínútum síðar voru þeir búnir að jafna í 2-2. Fjögur mörk á fyrstu 18 mínútum leiksins. Þvílíkur úrslitaleikur. Síðari hálfleikur var eign Ungverja sem óðu í færum en tókst ekki að skora. Það var svo Helmut Rahn sem skoraði sigurmark Þjóðverja sex mínútum fyrir leikslok með glæsilegi langskoti og tryggði Þjóðverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Það var mikil dramatík í lok leiksins því Ungverjar skoruðu mark tveimur mínútum fyrir leikslok en það var dæmt af vegna rangstöðu. Þá höfðu dómari og línuvörður rætt málið í rúma mínútu. Ungverjar sturluðust og vildu meina að það hefði verið svindlað á þeim. Ungverjar sökuðu Þjóðverja líka um lyfjasvindl en þeir þóttu óeðlilega sprækir í síðari hálfleik. Því neituðu Þjóðverjar en í heimildarmynd árið 2004 greindi þýskur sagnfræðingur frá því að Þjóðverjar hefðu fengið sprautur með C-vítamíni í hálfleik. Þær voru af sovéskum uppruna. Samkvæmt rannsókn sem fór fram upp úr aldamótum er sagt að Þjóðverjar hafi líka fengið örvandi efni með vítamíninu. Þetta heimsmeistaramót var annars stórmerkilegt fyrir margra hluta sakir. Þetta var fyrsta HM sem var sýnt í sjónvarpi. Varnarleikur var heldur ekki í fyrirrúmi á mótinu enda sáust ótrúlegar tölur í leikjum mótsins. Mest var skorað í leik Sviss og Austurríkis eða tólf mörk. Það er HM-met. Leikurinn fór 7-5 fyrir Austurríki eftir að Sviss hafði komist í 3-0. Stærsti sigur HM kom líka á þessu móti er Ungverjar pökkuðu Suður-Kóreu saman, 9-0. Í heildina voru skoruð 5,38 mörk að meðaltali í leik á þessu móti og það markamet stendur enn og mun líklega seint falla. Ungverjar skoruðu 27 mörk á mótinu eða 5,4 mörk að meðaltali í leik. Það er sturluð tölfræði. Það var ekki eitt 0-0 jafntefli í öllu mótinu og aðeins tvö jafntefli í heildina. Á þessum tíma var boðið upp á framlengingu í leikjum í riðlakeppninni. Engin var þó þó vítakeppnin. Jafntefli kom því ekki fyrr en eftir 120 mínútna leik.60 þúsund manns troðfylltu völlinn.vísir/getty HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Merkilegt nokk þá er ofurþrenna Jóa Berg gegn Sviss ekki það merkilegasta sem hefur gerst á fótboltavelli í Bern. Í borginni fór nefnilega fram ótrúlegur úrslitaleikur á HM árið 1954. Þá mætti stórkostlegt lið Ungverja liði Vestur-Þjóðverja en ungverska liðið hafði ekki tapað landsleik er kom að úrslitaleiknum. Þessi lið mættust einnig í riðlakeppni mótsins og þá unnu Ungverjar ótrúlega öruggan sigur, 8-3. Það átti því enginn von á öðru en að Ungverjar myndu valta aftur yfir Þjóðverjana. Eftir átta mínútna leik benti fátt til annars en að Ungverjar myndu rúlla þessum leik. Goðsögnin Ferenc Puskas kom þeim yfir á 6. mínútu og Zoltan Czibor bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Þjóðverjar hafa aldrei verið þekktir fyrir að gefast upp og aðeins tíu mínútum síðar voru þeir búnir að jafna í 2-2. Fjögur mörk á fyrstu 18 mínútum leiksins. Þvílíkur úrslitaleikur. Síðari hálfleikur var eign Ungverja sem óðu í færum en tókst ekki að skora. Það var svo Helmut Rahn sem skoraði sigurmark Þjóðverja sex mínútum fyrir leikslok með glæsilegi langskoti og tryggði Þjóðverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Það var mikil dramatík í lok leiksins því Ungverjar skoruðu mark tveimur mínútum fyrir leikslok en það var dæmt af vegna rangstöðu. Þá höfðu dómari og línuvörður rætt málið í rúma mínútu. Ungverjar sturluðust og vildu meina að það hefði verið svindlað á þeim. Ungverjar sökuðu Þjóðverja líka um lyfjasvindl en þeir þóttu óeðlilega sprækir í síðari hálfleik. Því neituðu Þjóðverjar en í heimildarmynd árið 2004 greindi þýskur sagnfræðingur frá því að Þjóðverjar hefðu fengið sprautur með C-vítamíni í hálfleik. Þær voru af sovéskum uppruna. Samkvæmt rannsókn sem fór fram upp úr aldamótum er sagt að Þjóðverjar hafi líka fengið örvandi efni með vítamíninu. Þetta heimsmeistaramót var annars stórmerkilegt fyrir margra hluta sakir. Þetta var fyrsta HM sem var sýnt í sjónvarpi. Varnarleikur var heldur ekki í fyrirrúmi á mótinu enda sáust ótrúlegar tölur í leikjum mótsins. Mest var skorað í leik Sviss og Austurríkis eða tólf mörk. Það er HM-met. Leikurinn fór 7-5 fyrir Austurríki eftir að Sviss hafði komist í 3-0. Stærsti sigur HM kom líka á þessu móti er Ungverjar pökkuðu Suður-Kóreu saman, 9-0. Í heildina voru skoruð 5,38 mörk að meðaltali í leik á þessu móti og það markamet stendur enn og mun líklega seint falla. Ungverjar skoruðu 27 mörk á mótinu eða 5,4 mörk að meðaltali í leik. Það er sturluð tölfræði. Það var ekki eitt 0-0 jafntefli í öllu mótinu og aðeins tvö jafntefli í heildina. Á þessum tíma var boðið upp á framlengingu í leikjum í riðlakeppninni. Engin var þó þó vítakeppnin. Jafntefli kom því ekki fyrr en eftir 120 mínútna leik.60 þúsund manns troðfylltu völlinn.vísir/getty
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00
22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00
28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00
27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00