Björn Bergmann: Held að enginn hafi búist við að ég myndi fara á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2018 16:00 Björn Bergmann Sigurðarson hress og kátur á landsliðsæfingu í dag. vísir/vilhelm Björn Bergmann Sigurðarson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var brosið eitt í sólinni á Laugardalsvelli í hádeginu í dag þegar að strákarnir okkar æfðu en undirbúningur fyrir HM 2018 er á byrjunarstigi hjá íslenska liðinu. Fjölmiðlar fjölmenntu, bæði íslenskir sem erlendir, enda spennan fyrir mótinu að aukast og áhugi erlendra fjölmiðla á strákunum okkar mikill. „Þetta er byrjað að vera svolítið spennandi. Nú erum við fyrst að koma saman að gera okkur klára fyrir HM. Spennan er að magnast,“ segir Björn Bergmann við Vísi. Strákarnir okkar verða lengi saman í aðdraganda HM sem Björn segir auðveldara en að eyða fleiri vikum með félagsliðum á undirbúningstímabili. „Hér er allt miklu léttara og manni líður betur hérna. Við erum náttúrlega allir Íslendingar og allir góðir félagar. Það er gaman að vera kominn heim og að æfa á þessum velli,“ segir hann og fagnar því að sjá sólina loksins á klakanum. „Svo er gott að fá loksins sól. Ég er búinn að vera á Íslandi núna í tíu daga og veðrið er búið að vera hræðilegt.“Björn Bergmann í landsleiknum gegn Perú í mars.vísir/gettyMikill léttir Landsliðshópurinn var tilkynntur ellefta maí og bjóst enginn við öðru en að Björn Bergmann væri í hópnum enda orðinn klár þriðji kostur á eftir Jóni Daða og Alfreð Finnbogasyni. „Þegar að maður vaknaði hugsaði maður um hvenær þetta yrði opinberað og hvenær við myndum fá að heyra þetta. Svo fékk ég sms klukkutíma áður en aðrir fengu að vita þetta,“ segir Björn. „Það var mjög mikill léttir að fá að heyra að maður sé í hóp og sé á leiðinni á HM. Þetta var góður dagur.“ Skagamaðurinn kom óvænt aftur inn í landsliðið í september 2016 en hann hafði þá ekki sést í blárri treyju A-landsliðsins í fimm ár, eða síðan hann þreytti frumraun sína á móti Kýpur haustið 2011.Eins og Vísir fjallaði um á þeim tíma benti fátt til þess að Björn Bergmann myndi spila fyrir íslenska landsliðið enda svaraði hann ekki einu sinni símtölum landsliðsþjálfaranna. Bjóst hann einhvern tíma við því á þessum tíma sem að hann var utan landsliðsins að hann myndi fara á HM með strákunum okkar? „Nei,“ svarar hann um hæl og brosir. „Ég held að enginn hafi búist við því.“Skagamaðurinn nýtur sín hjá Rostov.vísir/gettyVerður áfram í Rostov Björn Bergmann gekk í raðir rússneska liðsins Rostov í byrjun árs þar sem að hann skoraði eitt mark í sex leikjum. Hann er ánægður með fyrstu vikurnar í Rússlandi. „Þetta gekk bara mjög vel, sérstaklega hjá mér sjálfum þrátt fyrir að liðinu hafi ekki gengið alveg nógu vel. Ég fór aðeins úr axlarlið fyrir þremur vikum og var frá í þrjár til fjórar vikur en náði svo síðasta leiknum og er góður núna,“ segir Björn sem verður áfram í Rostov. „Ég er nýbúinn að skrifa undir og á þrjú ár eftir með Rostov. Ég fer aftur þangað. Það er bara þannig,“ segir Björn Bergmann Sigurðarson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00 „Látum drauminn verða að veruleika“ FIFA hefur opinberað slagorðið sem verður á liðsrútu íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi; "Látum drauminn verða að veruleika.“ 24. maí 2018 13:15 Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00 Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var brosið eitt í sólinni á Laugardalsvelli í hádeginu í dag þegar að strákarnir okkar æfðu en undirbúningur fyrir HM 2018 er á byrjunarstigi hjá íslenska liðinu. Fjölmiðlar fjölmenntu, bæði íslenskir sem erlendir, enda spennan fyrir mótinu að aukast og áhugi erlendra fjölmiðla á strákunum okkar mikill. „Þetta er byrjað að vera svolítið spennandi. Nú erum við fyrst að koma saman að gera okkur klára fyrir HM. Spennan er að magnast,“ segir Björn Bergmann við Vísi. Strákarnir okkar verða lengi saman í aðdraganda HM sem Björn segir auðveldara en að eyða fleiri vikum með félagsliðum á undirbúningstímabili. „Hér er allt miklu léttara og manni líður betur hérna. Við erum náttúrlega allir Íslendingar og allir góðir félagar. Það er gaman að vera kominn heim og að æfa á þessum velli,“ segir hann og fagnar því að sjá sólina loksins á klakanum. „Svo er gott að fá loksins sól. Ég er búinn að vera á Íslandi núna í tíu daga og veðrið er búið að vera hræðilegt.“Björn Bergmann í landsleiknum gegn Perú í mars.vísir/gettyMikill léttir Landsliðshópurinn var tilkynntur ellefta maí og bjóst enginn við öðru en að Björn Bergmann væri í hópnum enda orðinn klár þriðji kostur á eftir Jóni Daða og Alfreð Finnbogasyni. „Þegar að maður vaknaði hugsaði maður um hvenær þetta yrði opinberað og hvenær við myndum fá að heyra þetta. Svo fékk ég sms klukkutíma áður en aðrir fengu að vita þetta,“ segir Björn. „Það var mjög mikill léttir að fá að heyra að maður sé í hóp og sé á leiðinni á HM. Þetta var góður dagur.“ Skagamaðurinn kom óvænt aftur inn í landsliðið í september 2016 en hann hafði þá ekki sést í blárri treyju A-landsliðsins í fimm ár, eða síðan hann þreytti frumraun sína á móti Kýpur haustið 2011.Eins og Vísir fjallaði um á þeim tíma benti fátt til þess að Björn Bergmann myndi spila fyrir íslenska landsliðið enda svaraði hann ekki einu sinni símtölum landsliðsþjálfaranna. Bjóst hann einhvern tíma við því á þessum tíma sem að hann var utan landsliðsins að hann myndi fara á HM með strákunum okkar? „Nei,“ svarar hann um hæl og brosir. „Ég held að enginn hafi búist við því.“Skagamaðurinn nýtur sín hjá Rostov.vísir/gettyVerður áfram í Rostov Björn Bergmann gekk í raðir rússneska liðsins Rostov í byrjun árs þar sem að hann skoraði eitt mark í sex leikjum. Hann er ánægður með fyrstu vikurnar í Rússlandi. „Þetta gekk bara mjög vel, sérstaklega hjá mér sjálfum þrátt fyrir að liðinu hafi ekki gengið alveg nógu vel. Ég fór aðeins úr axlarlið fyrir þremur vikum og var frá í þrjár til fjórar vikur en náði svo síðasta leiknum og er góður núna,“ segir Björn sem verður áfram í Rostov. „Ég er nýbúinn að skrifa undir og á þrjú ár eftir með Rostov. Ég fer aftur þangað. Það er bara þannig,“ segir Björn Bergmann Sigurðarson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00 „Látum drauminn verða að veruleika“ FIFA hefur opinberað slagorðið sem verður á liðsrútu íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi; "Látum drauminn verða að veruleika.“ 24. maí 2018 13:15 Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00 Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Sjá meira
Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00
„Látum drauminn verða að veruleika“ FIFA hefur opinberað slagorðið sem verður á liðsrútu íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi; "Látum drauminn verða að veruleika.“ 24. maí 2018 13:15
Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00
Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59