Hefði getað dregið 26 milljónir til dauða Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. maí 2018 06:24 Frá blaðamannafundi lögreglunnar þar sem fundurinn var kynntur. NESTATEPATROL Lögreglan í Nebraska í Bandaríkjunum lagði hald á 54 kíló af verkjalyfinu Fentanýl á dögunum. Lyfið er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum en það er sagt vera hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín. Misnotkun Fentanýls hefur færst í aukana undanfarið og þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem rekja má hundruð dauðsfalla til notkunar lyfsins á síðustu árum. Fjöldi Íslendinga hefur að sama skapi látið lífið eftir neyslu Fentanýls. Umræðan um lyfið komst í hámæli þegar greint var frá því að poppstjarnan Prince hefði látist af ofneyslu Fentanýls í maí 2016. Haldlagning lögreglunnar í Nebraska í síðasta mánuði er sögð vera eins sú stærsta í sögu baráttunnar gegn fíkniefnum vestanhafs. Stjórnvöld þar áætla að styrkleiki Fentanýlkílóanna 54 hafi verið nógu mikill til að draga 26 milljónir manna til dauða, eins og greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins. Efnin eru sögð hafa fundist í falinni hirslu á flutningabíl. Ökumaður og farþegi bílsins hafa verið handteknir. Kolbeinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Lyfjastofnun, sagði í samtali við fréttastofu árið 2016, skömmu eftir að ungur maður fannst látinn í Reykjavík eftir neyslu Fentanýls, að lyfið væri öflugt en hefði hættulegar aukaverkanir. „Það getur valdið mikilli hömlun á öndun upp í heila. Við stóra skammta þá hreinlega hættir einstaklingurinn að anda og fer þar af leiðandi í hjartastopp,“ sagði Kolbeinn á sínum tíma.Breaking: The 118 pounds of opiates seized by troopers in April has been confirmed as the NSP Crime Lab as entirely fentanyl. The largest seizure of fentanyl in Nebraska history and one of the largest ever in the US. pic.twitter.com/kHrv3lnyGH— NEStatePatrol (@NEStatePatrol) May 24, 2018 Tengdar fréttir Fentanýl gengur kaupum og sölum á Facebook Umræða um lyfið fentanýl komst í hámæli eftir að ungur maður lést um síðustu helgi og annar missti meðvitund. Móðir manns sem lést vegna misnotkunar lyfsins árið 2013 segir Vog hafa brugðist. 27. ágúst 2016 08:00 Lýsti yfir hættuástandi í Bandaríkjunum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að faraldur útbreiddrar fíknar í sterk lyfseðilsskyld lyf væri þjóðarskömm Bandaríkjamanna. Forsetinn lýsti enn fremur yfir hættuástandi. 26. október 2017 23:02 Á sviðinu með Gísla Pálma fyrr um kvöldið Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund aðfaranótt sunnudags. Annar maður lést sama kvöld. Lögregla rannsakar hvort lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum málum. 26. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Lögreglan í Nebraska í Bandaríkjunum lagði hald á 54 kíló af verkjalyfinu Fentanýl á dögunum. Lyfið er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum en það er sagt vera hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín. Misnotkun Fentanýls hefur færst í aukana undanfarið og þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem rekja má hundruð dauðsfalla til notkunar lyfsins á síðustu árum. Fjöldi Íslendinga hefur að sama skapi látið lífið eftir neyslu Fentanýls. Umræðan um lyfið komst í hámæli þegar greint var frá því að poppstjarnan Prince hefði látist af ofneyslu Fentanýls í maí 2016. Haldlagning lögreglunnar í Nebraska í síðasta mánuði er sögð vera eins sú stærsta í sögu baráttunnar gegn fíkniefnum vestanhafs. Stjórnvöld þar áætla að styrkleiki Fentanýlkílóanna 54 hafi verið nógu mikill til að draga 26 milljónir manna til dauða, eins og greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins. Efnin eru sögð hafa fundist í falinni hirslu á flutningabíl. Ökumaður og farþegi bílsins hafa verið handteknir. Kolbeinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Lyfjastofnun, sagði í samtali við fréttastofu árið 2016, skömmu eftir að ungur maður fannst látinn í Reykjavík eftir neyslu Fentanýls, að lyfið væri öflugt en hefði hættulegar aukaverkanir. „Það getur valdið mikilli hömlun á öndun upp í heila. Við stóra skammta þá hreinlega hættir einstaklingurinn að anda og fer þar af leiðandi í hjartastopp,“ sagði Kolbeinn á sínum tíma.Breaking: The 118 pounds of opiates seized by troopers in April has been confirmed as the NSP Crime Lab as entirely fentanyl. The largest seizure of fentanyl in Nebraska history and one of the largest ever in the US. pic.twitter.com/kHrv3lnyGH— NEStatePatrol (@NEStatePatrol) May 24, 2018
Tengdar fréttir Fentanýl gengur kaupum og sölum á Facebook Umræða um lyfið fentanýl komst í hámæli eftir að ungur maður lést um síðustu helgi og annar missti meðvitund. Móðir manns sem lést vegna misnotkunar lyfsins árið 2013 segir Vog hafa brugðist. 27. ágúst 2016 08:00 Lýsti yfir hættuástandi í Bandaríkjunum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að faraldur útbreiddrar fíknar í sterk lyfseðilsskyld lyf væri þjóðarskömm Bandaríkjamanna. Forsetinn lýsti enn fremur yfir hættuástandi. 26. október 2017 23:02 Á sviðinu með Gísla Pálma fyrr um kvöldið Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund aðfaranótt sunnudags. Annar maður lést sama kvöld. Lögregla rannsakar hvort lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum málum. 26. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fentanýl gengur kaupum og sölum á Facebook Umræða um lyfið fentanýl komst í hámæli eftir að ungur maður lést um síðustu helgi og annar missti meðvitund. Móðir manns sem lést vegna misnotkunar lyfsins árið 2013 segir Vog hafa brugðist. 27. ágúst 2016 08:00
Lýsti yfir hættuástandi í Bandaríkjunum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að faraldur útbreiddrar fíknar í sterk lyfseðilsskyld lyf væri þjóðarskömm Bandaríkjamanna. Forsetinn lýsti enn fremur yfir hættuástandi. 26. október 2017 23:02
Á sviðinu með Gísla Pálma fyrr um kvöldið Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund aðfaranótt sunnudags. Annar maður lést sama kvöld. Lögregla rannsakar hvort lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum málum. 26. ágúst 2016 07:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“