Framkvæmdastjóri Sósíalista kallar fréttamann RÚV drullusokk eftir kappræður Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2018 23:09 Hér sjást þau Sigríður Hagalín og Einar Þorsteinsson til vinstri sem stjórnuðu kappræðum á RÚV í kvöld. Gunnar Smári, til hægri, er afar ósáttur við spurningu Einars til frambjóðanda Sósíalistaflokksins. RÚV/Vísir Forystumenn flokka sem bjóða fram í Reykjavíkurborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á morgun tókust á í kappræðum Sjónvarpsins í kvöld. Þar vakti athygli spurning sem Einar Þorsteinsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, beindi til Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Einar spurði Sönnu hvort þeir sem ætla sér að kjósa Sósíalistaflokkinn geti treyst framkvæmdastjóra flokksins, Gunnari Smára Egilssyni, sem Einar sagði hafa oftar en einu sinni skilið launafólk eftir kauplaust. Einar kallaði Gunnar Smára formann flokksins í fyrstu en Sanna benti Einari á að Gunnar væri ekki formaður flokksins heldur framkvæmdastjóri. Ítrekaði spurninguna Einar tók hins vegar fram að Gunnar Smári væri sá sem hefði drifið starf Sósíalistaflokksins áfram og endurtók spurninguna, hvort kjósendur gætu treyst sósíalískum flokki sem velur Gunnar Smára til forystu. „Hann er ekki í forystu flokksins. Það er ég, 26 ára gömul kona af blönduðum uppruna, ekki einhver fimmtugur karlmaður, eða ég veit ekki einu sinni hvað hann er gamall,“ sagði Sanna. Einar benti á að Gunnar Smári væri stofnandi flokksins en Sanna sagði að hún væri einnig einn af stofnendum flokksins og fleiri hefðu komið að borðinu. Sanna, oddviti Sósíalista, í kappræðum Stöðvar 2 fyrr í kvöld.Vísir/VilhelmSagðist berjast fyrir fátæku fólki Áfram ítrekaði Einar spurninguna, hvort fólk gæti treyst sósíalískum flokki sem væri með mann í brúnni sem hefði skilið starfsfólk eftir launalaust. „Hann er ekki formaðurinn, ég er oddvitinn. Ég er kona sem hef upplifað fátækt á eigin skinni. Ég þekki þetta. Ég berst fyrir því og allt annað fólk á lista. Hann er ekki einu sinni í framboði. Þannig að við erum upprisa hinna verst settu fyrir bættum kjörum. Við erum að koma fram með þessar raddir okkar í þessa umræðu og við ætlum að taka völdin, við ætlum að setjast við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Fólkið sem upplifir óréttlæti samfélagsins, það er að rísa upp og það er það sem framboðið okkar byggir á,“ sagði Sanna. Almannatengillinn Karen Kjartansdóttir sagði Sönnu hafa svarað þessari spurningu afar vel og vildi meina að hún hefði pakkað Einari snyrtilega saman og þar að auki svarið Gunnar Smára rækilega af sér. Sanna pakkaði Einari svo snyrtilega saman og sór Smára svo rækilega af sér. Mjög skemmtilegt. Bíð samt spennt eftir langlokureiðipósti GSE.— Karen Kjartansdottir (@karendrofn) May 25, 2018 Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sagði Sönnu hafa vissulega svarað vel en þótti fullmikið að segja að hún hafi pakkað Einari saman.Hún svaraði vissulega vel (dró athyglina að sér) en það er fullmikið að segja að hún hafi pakkað honum saman.— Gisli F. Valdorsson (@gislivaldorsson) May 25, 2018 Bæði biðu þau spennt eftir viðbrögðum frá Gunnari Smára sjálfum sem lét ekki bíða lengi eftir sér. Hann sagði Sönnu hafa flengt Einar Þorsteinsson og kallaði fréttamanninn spyril Sjálfstæðisflokksins. Vill Gunnar meina að Einar hafi reynt að fara í kosningabaráttu gegn sér og lýkur svo máli sínu með því að segja: „Hvílíkur drullusokkur þessi drengur,“ skrifar Gunnar Smári. Almannatengillinn Andrés Jónsson segir Sönnu hafa svarað þessari spurningu vel en vill ekki meina að spurningin hafi ekki átt rétt á sér. „Fréttamenn eiga að spyrja að því sem þeir halda að fólk heima í stofu fýsi að vita. Hlutverk GSE í þessu framboði sósíalista er klárlega þar á meðal,“ skrifar Andrés. Jú jú Sanna svaraði þessu vel en Einar Þorsteins er ekki þar með sagt réttnefndur sem forneskjuleg karlremba. Fréttamenn eiga að spyrja að því sem þeir halda að fólk heima í stofu fýsi að vita. Hlutverk GSE í þessu framboði sósíalista er klárlega þar á meðal :)— Andres Jonsson (@andresjons) May 25, 2018 Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hart sótt að Degi vegna húsnæðismála í kappræðum Stöðvar 2 Borgarstjóri sagði gagnrýnina koma úr harðri átt. 25. maí 2018 21:29 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Forystumenn flokka sem bjóða fram í Reykjavíkurborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á morgun tókust á í kappræðum Sjónvarpsins í kvöld. Þar vakti athygli spurning sem Einar Þorsteinsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, beindi til Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Einar spurði Sönnu hvort þeir sem ætla sér að kjósa Sósíalistaflokkinn geti treyst framkvæmdastjóra flokksins, Gunnari Smára Egilssyni, sem Einar sagði hafa oftar en einu sinni skilið launafólk eftir kauplaust. Einar kallaði Gunnar Smára formann flokksins í fyrstu en Sanna benti Einari á að Gunnar væri ekki formaður flokksins heldur framkvæmdastjóri. Ítrekaði spurninguna Einar tók hins vegar fram að Gunnar Smári væri sá sem hefði drifið starf Sósíalistaflokksins áfram og endurtók spurninguna, hvort kjósendur gætu treyst sósíalískum flokki sem velur Gunnar Smára til forystu. „Hann er ekki í forystu flokksins. Það er ég, 26 ára gömul kona af blönduðum uppruna, ekki einhver fimmtugur karlmaður, eða ég veit ekki einu sinni hvað hann er gamall,“ sagði Sanna. Einar benti á að Gunnar Smári væri stofnandi flokksins en Sanna sagði að hún væri einnig einn af stofnendum flokksins og fleiri hefðu komið að borðinu. Sanna, oddviti Sósíalista, í kappræðum Stöðvar 2 fyrr í kvöld.Vísir/VilhelmSagðist berjast fyrir fátæku fólki Áfram ítrekaði Einar spurninguna, hvort fólk gæti treyst sósíalískum flokki sem væri með mann í brúnni sem hefði skilið starfsfólk eftir launalaust. „Hann er ekki formaðurinn, ég er oddvitinn. Ég er kona sem hef upplifað fátækt á eigin skinni. Ég þekki þetta. Ég berst fyrir því og allt annað fólk á lista. Hann er ekki einu sinni í framboði. Þannig að við erum upprisa hinna verst settu fyrir bættum kjörum. Við erum að koma fram með þessar raddir okkar í þessa umræðu og við ætlum að taka völdin, við ætlum að setjast við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Fólkið sem upplifir óréttlæti samfélagsins, það er að rísa upp og það er það sem framboðið okkar byggir á,“ sagði Sanna. Almannatengillinn Karen Kjartansdóttir sagði Sönnu hafa svarað þessari spurningu afar vel og vildi meina að hún hefði pakkað Einari snyrtilega saman og þar að auki svarið Gunnar Smára rækilega af sér. Sanna pakkaði Einari svo snyrtilega saman og sór Smára svo rækilega af sér. Mjög skemmtilegt. Bíð samt spennt eftir langlokureiðipósti GSE.— Karen Kjartansdottir (@karendrofn) May 25, 2018 Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sagði Sönnu hafa vissulega svarað vel en þótti fullmikið að segja að hún hafi pakkað Einari saman.Hún svaraði vissulega vel (dró athyglina að sér) en það er fullmikið að segja að hún hafi pakkað honum saman.— Gisli F. Valdorsson (@gislivaldorsson) May 25, 2018 Bæði biðu þau spennt eftir viðbrögðum frá Gunnari Smára sjálfum sem lét ekki bíða lengi eftir sér. Hann sagði Sönnu hafa flengt Einar Þorsteinsson og kallaði fréttamanninn spyril Sjálfstæðisflokksins. Vill Gunnar meina að Einar hafi reynt að fara í kosningabaráttu gegn sér og lýkur svo máli sínu með því að segja: „Hvílíkur drullusokkur þessi drengur,“ skrifar Gunnar Smári. Almannatengillinn Andrés Jónsson segir Sönnu hafa svarað þessari spurningu vel en vill ekki meina að spurningin hafi ekki átt rétt á sér. „Fréttamenn eiga að spyrja að því sem þeir halda að fólk heima í stofu fýsi að vita. Hlutverk GSE í þessu framboði sósíalista er klárlega þar á meðal,“ skrifar Andrés. Jú jú Sanna svaraði þessu vel en Einar Þorsteins er ekki þar með sagt réttnefndur sem forneskjuleg karlremba. Fréttamenn eiga að spyrja að því sem þeir halda að fólk heima í stofu fýsi að vita. Hlutverk GSE í þessu framboði sósíalista er klárlega þar á meðal :)— Andres Jonsson (@andresjons) May 25, 2018
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hart sótt að Degi vegna húsnæðismála í kappræðum Stöðvar 2 Borgarstjóri sagði gagnrýnina koma úr harðri átt. 25. maí 2018 21:29 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Hart sótt að Degi vegna húsnæðismála í kappræðum Stöðvar 2 Borgarstjóri sagði gagnrýnina koma úr harðri átt. 25. maí 2018 21:29