Lífið

Sterling segir byssuhúðflúrið skipta sig máli

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Húðflúrið hefur valdið nokkrum usla og hafa ensku götublöðin farið mikinn í gagnrýni sinni.
Húðflúrið hefur valdið nokkrum usla og hafa ensku götublöðin farið mikinn í gagnrýni sinni. instagram
Knattspyrnumaðurinn Raheem Sterling segir að nýtt húðflúr af byssu, sem hann lét teikna á hægri fótlegg sinn, hafi „dýpri merkingu“ en af er látið.

Andstæðingar byssueignar hafa gagnrýnt framherjann eftir að hann birti mynd af sér og nýja húðflúrinu á samfélagsmiðlum. Á myndinni sést glögglega hvernig M16-hríðskotariffill gægist upp úr sokk knattspyrnumannsins, sem var þá að æfa með enska landsliðinu í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í sumar.

Myndin umdeilda sem Raheem Sterling birti í gær.Instagram
Gagnrýnendur hafa sagt húðflúrið vera „fullkomlega óásættanlegt“ og „viðbjóðslegt,“ og þá hefur verið kallað eftir því að Sterling leiki ekki með landsliðinu fyrr en húðflúrið hefur verið fjarlægt.

Í færslu á Instagram brást Sterling við gagnrýninni og segir að byssan sé ekki til marks um aðdáun hans á skotvopnum. Þvert á móti sé hún til að minna sig á heit sem hann strengdi þegar faðir hans var skotinn bana.

Sterling segir að þá hafi hann lofað sjálfum sér að snerta aldrei byssu - en nota þess í stað hægri fótinn til að „skjóta“ boltanum.

Færslu Sterling má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×