Besti maður Nígeríu í gær fékk hrísgrjónapoka og mótorhjól í verðlaun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2018 09:30 William Ekong. Samsett mynd Nígeríumenn eru á fullu að undirbúa sig fyrir slaginn á móti Íslendingum og hinum liðum riðilsins á HM í fótbolta í Rússlandi og þeir léku vináttuleik við Kongó í gærkvöldi. Það er greinilega mikið HM-æði gripið um sig í Nígeríu og áhuginn á liðinu er mikill. Nígeríumenn voru hlaðnir gjöfum í gærkvöldi þrátt fyrir ekkert alltof góð úrslit í fyrsta vináttuleik sínum. Nígería gerði þá 1-1 jafntefli við Kongó eftir að William Ekong hafði komið liðinu í 1-0 í fyrri hálfleik. Nígeríumenn mæta íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi í næsta mánuði en það verður annar leikur íslensku strákanna á heimsmeistaramótinu. Varnarmaðurinn William Ekong var valinn besti maður leiksins í Port Harcourt í gær og hann var hlaðinn verðlaunum í leikslok. William Ekong er 24 ára gamall og leikur með Bursaspor í Tyrklandi. Fyrir að vera valinn maður leiksins þá fékk hann milljón nairur (gjaldmiðillinn í Nígeríu) og tíu hrísgrjónapoka sem honum er ætlað að gefa góðu málefni. Þar með var ekki öll sagan sögð því Ekong fékk einnig glænýtt Apache TRT 1600 mótorhjól sem og nýtt þríhjól frá styrktaraðilum nígeríska sambandsins. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu nígeríska sambandsins. Nígeríska liðið náði aðeins 1-1 jafntefli í leiknum en þjálfarinn Gernot Rohr fékk einnig Apache TRT 1600 mótorhjól að gjöf. Við getum þó ekki búist við því að þeir William Ekong og Gernot Rohr mæti í leikinn á móti Íslandi á mótorhjólum en fá kannski tækifæri til að bruna um götur Nígeríu eftir HM. Nígerísku landsliðsmennirnir fara næst á námskeið í peningastjórnun og fjárfestingum og hitta síðan forseta landsins seinna um kvöldið. Landsliðið flýgur síðan til London á miðvikudaginn en liðið mun spila við Englendinga á Wembley á laugardaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Nígeríumenn eru á fullu að undirbúa sig fyrir slaginn á móti Íslendingum og hinum liðum riðilsins á HM í fótbolta í Rússlandi og þeir léku vináttuleik við Kongó í gærkvöldi. Það er greinilega mikið HM-æði gripið um sig í Nígeríu og áhuginn á liðinu er mikill. Nígeríumenn voru hlaðnir gjöfum í gærkvöldi þrátt fyrir ekkert alltof góð úrslit í fyrsta vináttuleik sínum. Nígería gerði þá 1-1 jafntefli við Kongó eftir að William Ekong hafði komið liðinu í 1-0 í fyrri hálfleik. Nígeríumenn mæta íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi í næsta mánuði en það verður annar leikur íslensku strákanna á heimsmeistaramótinu. Varnarmaðurinn William Ekong var valinn besti maður leiksins í Port Harcourt í gær og hann var hlaðinn verðlaunum í leikslok. William Ekong er 24 ára gamall og leikur með Bursaspor í Tyrklandi. Fyrir að vera valinn maður leiksins þá fékk hann milljón nairur (gjaldmiðillinn í Nígeríu) og tíu hrísgrjónapoka sem honum er ætlað að gefa góðu málefni. Þar með var ekki öll sagan sögð því Ekong fékk einnig glænýtt Apache TRT 1600 mótorhjól sem og nýtt þríhjól frá styrktaraðilum nígeríska sambandsins. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu nígeríska sambandsins. Nígeríska liðið náði aðeins 1-1 jafntefli í leiknum en þjálfarinn Gernot Rohr fékk einnig Apache TRT 1600 mótorhjól að gjöf. Við getum þó ekki búist við því að þeir William Ekong og Gernot Rohr mæti í leikinn á móti Íslandi á mótorhjólum en fá kannski tækifæri til að bruna um götur Nígeríu eftir HM. Nígerísku landsliðsmennirnir fara næst á námskeið í peningastjórnun og fjárfestingum og hitta síðan forseta landsins seinna um kvöldið. Landsliðið flýgur síðan til London á miðvikudaginn en liðið mun spila við Englendinga á Wembley á laugardaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira