Kjartan Henry Finnbogason hefur verið valinn í lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni fyrir frammistöðu sína í gegn Álaborg í síðustu umferð. Horsens vann leikinn 2-1 og skoraði Kjartan sigurmark liðsins úr vítaspyrnu.
Kjartan er lykilmaður og fyrirliði Horsens sem situr í 6. sæti deildarinnar. Hann hefur skorað sjö mörk í 31 leik á tímabilinu.
Umboðsmaður Kjartans staðfesti það í síðustu viku að hann myndi leita á önnur mið í lok tímabilsins, en þá rennur samningur hans við Horsens rennur út í lok júní.
Hann er í harði baráttu um sæti í landsliðshópi Íslands fyrir HM í sumar en hópurinn verður kynntur á morgun.
