Heimir: Myndum vera léleg eftirlíking af Spáni eða Þýskalandi Einar Sigurvinsson skrifar 10. maí 2018 22:00 Arnar Bill og Heimir á FIFA safninu í Zurich. mynd/ksi.is „Það er sjaldan sem þú finnur landsliðsþjálfara á bar með stuðningsmönnum, tveimur klukkustundum áður en leikur hefst. En þegar Ísland kemur við sögu eiga hlutirnir það til að vera öðruvísi.“ Svona hefst umfjöllun fréttastofu Reuters um íslenska landsliðið sem birt var í dag. Fyrr í vikunni sat Heimir Hallgrímssonar pallborðsumræður á safni FIFA í Zurich ásamt Arnari Bill Gunnarssyni, fræðslustjóra KSÍ. Þeim var nýlokið þegar blaðamaður Reuters náði tali við hann. Fyrir utan árangur íslenska landsliðsins vekur fátt meiri athygli erlendra íþróttafréttamanna en það að Heimir skuli hitta stuðningsmenn rétt áður en leikur hefst. „Hálf stúkan var auð á landsleikjum. Fyrsta sinn sem við gerðum þetta mættu sjö stuðningsmenn. Nú mæta 500 til 600 manns,“ sagði Heimir við blaðamann Reuters. Önnur spurning sem Heimir þarf reglulega að svara þegar erlendir blaðamann koma við sögu snýst að starfi hans sem tannlæknir. Heimir útskýrir hvernig tannlækningarnar hafa nýst honum í þjálfarastarfinu. „Þegar þú er tannlæknir þarftu að aðlaga þig að skjólstæðingnum. Sumir gætu verið mjög hræddir, sumir mjög rólegir. Það er eins þegar þú þjálfar knattspyrnumenn. Þú þarft að vita hvers konar tegund af leikmanni hann er og aðlaga þig að hans hugarfari.“ Þá útskýrir Heimir sínar áherslur fyrir leikstíl íslenska liðsins. „Við vitum að við getum ekki verið bestir á öllum sviðum, við erum Ísland. Við myndum vera léleg eftirlíking af Spáni eða Þýskalandi ef við reyndum að herma eftir þeim.“ „Við vitum að við erum ekki besta sendingaliðið, svo við höfum ekki áhyggjur af tölfræði um heppnaðar sendingar eða hlutfall um vald á bolta. Við verðum að vera betri á öðrum sviðum,“ segir Heimir og nefnir þá þætti sem íslenska liðið þarf að hafa. „Við verðum að berjast meira en hitt liðið, við verðum að vera agaðir, við verðum að vera mjög skipulagðir, við verðum að vera einbeittir, við verðum að vera góðir í föstum leikatriðum. Þetta eru atriði sem leikmenn okkar verða að hafa á hreinu.“ Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst 14. júní og eru því aðeins 34 dagar til stefnu. Lokahópur íslenska landsliðsins fyrir mótið verður kynntur á morgun. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
„Það er sjaldan sem þú finnur landsliðsþjálfara á bar með stuðningsmönnum, tveimur klukkustundum áður en leikur hefst. En þegar Ísland kemur við sögu eiga hlutirnir það til að vera öðruvísi.“ Svona hefst umfjöllun fréttastofu Reuters um íslenska landsliðið sem birt var í dag. Fyrr í vikunni sat Heimir Hallgrímssonar pallborðsumræður á safni FIFA í Zurich ásamt Arnari Bill Gunnarssyni, fræðslustjóra KSÍ. Þeim var nýlokið þegar blaðamaður Reuters náði tali við hann. Fyrir utan árangur íslenska landsliðsins vekur fátt meiri athygli erlendra íþróttafréttamanna en það að Heimir skuli hitta stuðningsmenn rétt áður en leikur hefst. „Hálf stúkan var auð á landsleikjum. Fyrsta sinn sem við gerðum þetta mættu sjö stuðningsmenn. Nú mæta 500 til 600 manns,“ sagði Heimir við blaðamann Reuters. Önnur spurning sem Heimir þarf reglulega að svara þegar erlendir blaðamann koma við sögu snýst að starfi hans sem tannlæknir. Heimir útskýrir hvernig tannlækningarnar hafa nýst honum í þjálfarastarfinu. „Þegar þú er tannlæknir þarftu að aðlaga þig að skjólstæðingnum. Sumir gætu verið mjög hræddir, sumir mjög rólegir. Það er eins þegar þú þjálfar knattspyrnumenn. Þú þarft að vita hvers konar tegund af leikmanni hann er og aðlaga þig að hans hugarfari.“ Þá útskýrir Heimir sínar áherslur fyrir leikstíl íslenska liðsins. „Við vitum að við getum ekki verið bestir á öllum sviðum, við erum Ísland. Við myndum vera léleg eftirlíking af Spáni eða Þýskalandi ef við reyndum að herma eftir þeim.“ „Við vitum að við erum ekki besta sendingaliðið, svo við höfum ekki áhyggjur af tölfræði um heppnaðar sendingar eða hlutfall um vald á bolta. Við verðum að vera betri á öðrum sviðum,“ segir Heimir og nefnir þá þætti sem íslenska liðið þarf að hafa. „Við verðum að berjast meira en hitt liðið, við verðum að vera agaðir, við verðum að vera mjög skipulagðir, við verðum að vera einbeittir, við verðum að vera góðir í föstum leikatriðum. Þetta eru atriði sem leikmenn okkar verða að hafa á hreinu.“ Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst 14. júní og eru því aðeins 34 dagar til stefnu. Lokahópur íslenska landsliðsins fyrir mótið verður kynntur á morgun.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira