34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2018 11:30 Aron Jóhannsson í eina HM-leiknum sem að Íslendingur hefur spilað til þessa. vísir/getty Laugardaginn 16. júní ganga ellefu karlmenn, víkingar fótboltaheimsins og hetjur þjóðar, út á Otkritie-völlinn í Moskvu og spila þar fyrsta leik Íslands í sögunni á heimsmeistaramótinu. Þessir ellefu menn verða þó ekki fyrstu Íslendingarnir sem spila leik á HM því drengur nokkur að nafni Aron Jóhannsson úr Grafarvogi þjófstartaði íslenska HM-draumnum fyrir fjórum árum í Brasilíu. Augljóslega spilaði Aron ekki fyrir Ísland þar sem að okkar menn eru að fara að taka þátt í fyrsta sinn á HM. Aron fór bakdyraleiðina inn á HM þegar að hann tók risastóra ákvörðun um að gerast Bandaríkjamaður í fótboltanum. Ákvörðun sem féll ekki vel í kramið hjá íslensku knattspyrnuforustunni né stórum hluta íslensku þjóðarinnar. Fjölnismaðurinn sókndjarfi, sem spilar með Werder Bremen í Þýskalandi, greindi frá ákvörðun sinni í júlí árið 2013 og tæpu ári síðar gerðist það sem margir héldu að myndi aldrei gerast: Íslendingur spilaði á HM. Í Rússlandi verða 23 Íslendingar klárir í slaginn en Aron verður ekki á staðnum því Bandaríkjamenn náðu ekki að tryggja sér sæti á mótinu.Aron Jóhannsson var magnaður með Fjölni í 1. deildinni 2010.vísir/stefánÍ Grafarvogi er gott að búa Aron Jóhannsson er fæddur árið 1990 og spilaði 16 leiki fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni árið 2009 þegar að uppeldisfélagið hans féll úr deild þeirra bestu. Meiri ábyrgð var sett á hann 19 ára gamlan í 1. deildinni ári síðar og framherjinn stóð undir væntingum og rúmlega það. Aron skoraði tólf mörk er Fjölnir hafnaði í fjórða sæti. Hann kláraði ekki mótið þar sem að hann var seldur til AGF en hann gerði nóg til að verða markahæstur og á lokahófi Fótbolti.net var hann valinn bestur og efnilegastur í deildinni af þjálfurum og fyrirliðum. Framherjinn hélt áfram að blómstra í Árósum og var í byrjun október 2012 markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Mikil pressa var á Lars Lagerbäck að velja hann í landsliðið sem og hann gerði fyrir leiki gegn Albaníu og Sviss í sama mánuði. Aron meiddist og gat ekki tekið þátt í leikjunum sem átti eftir að hafa sitt að segja nokkrum mánuðum síðar. Spili leikmaður svo mikið sem eina mínútu í mótsleik fyrir eina þjóð í Alþjóðlegum kappleik er hann bundinn henni fyrir lífstíð nema eitthvað sérstakt komi upp á. Aron var þarna enn laus og liðugur.Ekkert varð úr því að Aron spilaði í bláu treyjunni til framtíðar.vísir/stefánNei eða já Aron fæddist í Bandaríkjunum og bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar. Þetta fréttist alla til frjálsa heimsins þar sem fjölmiðlar veltu sér upp úr því hvort Aron myndi frekar velja Bandaríkin fram yfir Ísland. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið,“ sagði Aron í viðtali við Fréttablaðið eftir að hann var valinn í íslenska landsliðið í október 2012. En, þegar að Jürgen Klinsmann, þáverandi landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, fór að hafa samband við Aron snerist honum hugur. Hann lagðist undir feld sumarið 2013 og tók ákvörðun um það að spila fyrir bandaríska landsliðið. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða,“ sagði Aron í stuttri og snarpri yfirlýsingu sem að hann sendi frá sér í lok júlí 2013. Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, hafði minna en engan húmor fyrir þessari ákvörðun Arons og það sama má segja um knattspyrnuforustuna sem sendi frá sér yfirlýsingu í aðdraganda ákvörðunarinnar. „Aron er Íslendingur í húð og hár sem við þörfnumst í harðri keppni á alþjóðavettvangi,“ sagði meðal annars í henni en Aron stóð við ákvörðun sína og var orðinn Bandaríkjamaður í augum fótboltaheimsins.Stóra stundin „Mig hefur dreymt um að spila á HM síðan ég horfði fyrst á árið 1998. Möguleikarnir eru meiri með Bandaríkjunum og það yrði draumur að spila með Bandaríkjunum á HM,“ sagði Aron í viðtali við sjónvarp AZ Alkmaar þar sem að hann spilaði 2013 eftir sölu frá AGF. Draumurinn rættist. Hann var valinn í HM-hóp Jürgens Klinsmanns en byrjaði á varamannabekknum í fyrsta leik Bandaríkjanna á móti Gana. En, eins manns dauði er annars brauð. Stjörnuframherjinn Jozy Altidore tognaði aftan í læri á 23. mínútu og inn kom Aron. Aron skoraði ekki í leiknum en spilaði vel fyrir Bandaríkjamenn sem unnu með sigurmarki á 86. mínútu. Þeir gerðu svo jafntefli við Portúgal sem varð til þess að Bandaríkin fylgdu Þýskalandi í 16 liða úrslitin en Portúgal sat eftir. Aron spilaði bara þessar 67 mínútur á HM 2014 en það eru fyrstu, og einu til þessa, mínútur sem Íslendingur hefur spilað á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Það mun breytast daginn fyrir sjálfan Þjóðhátíðardaginn þegar að Ísland mætir Argentínu. Aron spilaði ekki landsleik næsta árið vegna meiðsla en tók svo þátt í Gullbikarnum árið 2014. Hann spilaði sína síðustu landsleiki í september 2015 en datt svo út úr myndinni vegna meiðsla. Hann er nú að skríða saman og gæti styst í endurkomu hans með bandaríska landsliðinu.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00 38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00 37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Laugardaginn 16. júní ganga ellefu karlmenn, víkingar fótboltaheimsins og hetjur þjóðar, út á Otkritie-völlinn í Moskvu og spila þar fyrsta leik Íslands í sögunni á heimsmeistaramótinu. Þessir ellefu menn verða þó ekki fyrstu Íslendingarnir sem spila leik á HM því drengur nokkur að nafni Aron Jóhannsson úr Grafarvogi þjófstartaði íslenska HM-draumnum fyrir fjórum árum í Brasilíu. Augljóslega spilaði Aron ekki fyrir Ísland þar sem að okkar menn eru að fara að taka þátt í fyrsta sinn á HM. Aron fór bakdyraleiðina inn á HM þegar að hann tók risastóra ákvörðun um að gerast Bandaríkjamaður í fótboltanum. Ákvörðun sem féll ekki vel í kramið hjá íslensku knattspyrnuforustunni né stórum hluta íslensku þjóðarinnar. Fjölnismaðurinn sókndjarfi, sem spilar með Werder Bremen í Þýskalandi, greindi frá ákvörðun sinni í júlí árið 2013 og tæpu ári síðar gerðist það sem margir héldu að myndi aldrei gerast: Íslendingur spilaði á HM. Í Rússlandi verða 23 Íslendingar klárir í slaginn en Aron verður ekki á staðnum því Bandaríkjamenn náðu ekki að tryggja sér sæti á mótinu.Aron Jóhannsson var magnaður með Fjölni í 1. deildinni 2010.vísir/stefánÍ Grafarvogi er gott að búa Aron Jóhannsson er fæddur árið 1990 og spilaði 16 leiki fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni árið 2009 þegar að uppeldisfélagið hans féll úr deild þeirra bestu. Meiri ábyrgð var sett á hann 19 ára gamlan í 1. deildinni ári síðar og framherjinn stóð undir væntingum og rúmlega það. Aron skoraði tólf mörk er Fjölnir hafnaði í fjórða sæti. Hann kláraði ekki mótið þar sem að hann var seldur til AGF en hann gerði nóg til að verða markahæstur og á lokahófi Fótbolti.net var hann valinn bestur og efnilegastur í deildinni af þjálfurum og fyrirliðum. Framherjinn hélt áfram að blómstra í Árósum og var í byrjun október 2012 markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Mikil pressa var á Lars Lagerbäck að velja hann í landsliðið sem og hann gerði fyrir leiki gegn Albaníu og Sviss í sama mánuði. Aron meiddist og gat ekki tekið þátt í leikjunum sem átti eftir að hafa sitt að segja nokkrum mánuðum síðar. Spili leikmaður svo mikið sem eina mínútu í mótsleik fyrir eina þjóð í Alþjóðlegum kappleik er hann bundinn henni fyrir lífstíð nema eitthvað sérstakt komi upp á. Aron var þarna enn laus og liðugur.Ekkert varð úr því að Aron spilaði í bláu treyjunni til framtíðar.vísir/stefánNei eða já Aron fæddist í Bandaríkjunum og bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar. Þetta fréttist alla til frjálsa heimsins þar sem fjölmiðlar veltu sér upp úr því hvort Aron myndi frekar velja Bandaríkin fram yfir Ísland. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið,“ sagði Aron í viðtali við Fréttablaðið eftir að hann var valinn í íslenska landsliðið í október 2012. En, þegar að Jürgen Klinsmann, þáverandi landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, fór að hafa samband við Aron snerist honum hugur. Hann lagðist undir feld sumarið 2013 og tók ákvörðun um það að spila fyrir bandaríska landsliðið. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða,“ sagði Aron í stuttri og snarpri yfirlýsingu sem að hann sendi frá sér í lok júlí 2013. Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, hafði minna en engan húmor fyrir þessari ákvörðun Arons og það sama má segja um knattspyrnuforustuna sem sendi frá sér yfirlýsingu í aðdraganda ákvörðunarinnar. „Aron er Íslendingur í húð og hár sem við þörfnumst í harðri keppni á alþjóðavettvangi,“ sagði meðal annars í henni en Aron stóð við ákvörðun sína og var orðinn Bandaríkjamaður í augum fótboltaheimsins.Stóra stundin „Mig hefur dreymt um að spila á HM síðan ég horfði fyrst á árið 1998. Möguleikarnir eru meiri með Bandaríkjunum og það yrði draumur að spila með Bandaríkjunum á HM,“ sagði Aron í viðtali við sjónvarp AZ Alkmaar þar sem að hann spilaði 2013 eftir sölu frá AGF. Draumurinn rættist. Hann var valinn í HM-hóp Jürgens Klinsmanns en byrjaði á varamannabekknum í fyrsta leik Bandaríkjanna á móti Gana. En, eins manns dauði er annars brauð. Stjörnuframherjinn Jozy Altidore tognaði aftan í læri á 23. mínútu og inn kom Aron. Aron skoraði ekki í leiknum en spilaði vel fyrir Bandaríkjamenn sem unnu með sigurmarki á 86. mínútu. Þeir gerðu svo jafntefli við Portúgal sem varð til þess að Bandaríkin fylgdu Þýskalandi í 16 liða úrslitin en Portúgal sat eftir. Aron spilaði bara þessar 67 mínútur á HM 2014 en það eru fyrstu, og einu til þessa, mínútur sem Íslendingur hefur spilað á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Það mun breytast daginn fyrir sjálfan Þjóðhátíðardaginn þegar að Ísland mætir Argentínu. Aron spilaði ekki landsleik næsta árið vegna meiðsla en tók svo þátt í Gullbikarnum árið 2014. Hann spilaði sína síðustu landsleiki í september 2015 en datt svo út úr myndinni vegna meiðsla. Hann er nú að skríða saman og gæti styst í endurkomu hans með bandaríska landsliðinu.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00 38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00 37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00
38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00
37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti