Tengdafaðir Ögmundar stal senunni á blaðamannafundinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2018 14:12 Steinar Skarphéðinn Jónsson spurði Heimi spjörunum úr varðandi markvarðarstöðuna. Vísir/Vilhelm Steinar Skarphéðinn Jónsson, tengdafaðir Ögmundar Kristinssonar markvarðar, var óvæntur gestur í höfuðstöðvum KSÍ þegar landsliðshópurinn fyrir HM í Rússlandi var kynntur í dag. Fundurinn var ætlaður forsvarsmönnum landsliðsins og fulltrúum fjölmiðla. Uppákomuna má sjá hér neðar í fréttinni. Eftir að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hafði kynnt hóp sinn var boðið upp á spurningar úr sal. Ein af fyrstu spurningunum kom úr óvæntri átt, frá manni sem sagðist heita Steinar. Hafði hann mikinn áhuga á valinu á markvörðum fyrir HM þar sem Frederik Schram var valinn fram yfir Ögmund Kristinsson.Margir telja að Ögmundur hefði átt að vera einn þriggja markvarða sem færi til Rússlands.vísir/gettySjálfummér.com Gekk Steinar eftir svörum frá Heimi hvort hann hefði verið ánægður með frammistöðu Frederiks og Rúnars Alex í æfingaleikjunum í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Fullyrti hann að Heimir hefði sagt í viðtölum eftir leik að hann hefði verið allt annað en ánægður með frammistöðu þeirra. Heimir sagðist hafa vissulega verið óánægður með mörkin sem liðið fékk á sig en minntist þess ekki að hafa gagnrýnt markverðina harðlega. Steinar sagði að það hefði auðveldlega mátt lesa út úr orðum þjálfarans eftir leikina. Blaðamenn voru orðnir forvitnir hver þessi Steinar væri sem enginn kannaðist við. Var það landsliðsþjálfarinn sem spurði Steinar út í það frá hvaða miðli hann væri. „Sjálfum mér,“ sagði Steinar. „Dot com?“ spurði Heimir á móti og hætti að svara athugasemdum Steinars. Flestir fjölmiðlamenn í salnum töldu að valið um þriðja pláss markvarðar í hópnum stæði á milli Ögmundar og Frederiks. Ljóst er að Steinar á sér fjölmarga skoðanabræður hvað valið varðar.Allir sammála um Frederik Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari sagði á fundinum að allir þjálfararnir væru sammála um að Frederik væri þriðji besti markvörðurinn. Að loknum fundi upplýstist svo að Steinar væri faðir eiginkonu Ögmundar markvarðar. Forsvarsmenn KSÍ tjáðu fjölmiðlamönnum eftir fundinn að í framhaldinu yrði farið fram á að blaðamenn sýndu blaðamannaskírteini þegar þeir mættu á fundi tengda landsliðinu.„Þetta var skemmtilegt krydd í frekar rólegan fund, allt í góðu,“ sagði Heimir í sjónvarpsútsendingu Vísis að blaðamannafundinum loknum.„Þetta útskýrir bara að við getum ekki allir verið sammála. Við sjáum leikinn með okkar augum,“ sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn Viðar Örn Kjartansson komst ekki í hópinn. 11. maí 2018 13:46 Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út Albert Guðmundsson er í 23 manna lokahóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á HM í Rússlandi en Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hópnum. 11. maí 2018 13:45 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Sjá meira
Steinar Skarphéðinn Jónsson, tengdafaðir Ögmundar Kristinssonar markvarðar, var óvæntur gestur í höfuðstöðvum KSÍ þegar landsliðshópurinn fyrir HM í Rússlandi var kynntur í dag. Fundurinn var ætlaður forsvarsmönnum landsliðsins og fulltrúum fjölmiðla. Uppákomuna má sjá hér neðar í fréttinni. Eftir að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hafði kynnt hóp sinn var boðið upp á spurningar úr sal. Ein af fyrstu spurningunum kom úr óvæntri átt, frá manni sem sagðist heita Steinar. Hafði hann mikinn áhuga á valinu á markvörðum fyrir HM þar sem Frederik Schram var valinn fram yfir Ögmund Kristinsson.Margir telja að Ögmundur hefði átt að vera einn þriggja markvarða sem færi til Rússlands.vísir/gettySjálfummér.com Gekk Steinar eftir svörum frá Heimi hvort hann hefði verið ánægður með frammistöðu Frederiks og Rúnars Alex í æfingaleikjunum í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Fullyrti hann að Heimir hefði sagt í viðtölum eftir leik að hann hefði verið allt annað en ánægður með frammistöðu þeirra. Heimir sagðist hafa vissulega verið óánægður með mörkin sem liðið fékk á sig en minntist þess ekki að hafa gagnrýnt markverðina harðlega. Steinar sagði að það hefði auðveldlega mátt lesa út úr orðum þjálfarans eftir leikina. Blaðamenn voru orðnir forvitnir hver þessi Steinar væri sem enginn kannaðist við. Var það landsliðsþjálfarinn sem spurði Steinar út í það frá hvaða miðli hann væri. „Sjálfum mér,“ sagði Steinar. „Dot com?“ spurði Heimir á móti og hætti að svara athugasemdum Steinars. Flestir fjölmiðlamenn í salnum töldu að valið um þriðja pláss markvarðar í hópnum stæði á milli Ögmundar og Frederiks. Ljóst er að Steinar á sér fjölmarga skoðanabræður hvað valið varðar.Allir sammála um Frederik Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari sagði á fundinum að allir þjálfararnir væru sammála um að Frederik væri þriðji besti markvörðurinn. Að loknum fundi upplýstist svo að Steinar væri faðir eiginkonu Ögmundar markvarðar. Forsvarsmenn KSÍ tjáðu fjölmiðlamönnum eftir fundinn að í framhaldinu yrði farið fram á að blaðamenn sýndu blaðamannaskírteini þegar þeir mættu á fundi tengda landsliðinu.„Þetta var skemmtilegt krydd í frekar rólegan fund, allt í góðu,“ sagði Heimir í sjónvarpsútsendingu Vísis að blaðamannafundinum loknum.„Þetta útskýrir bara að við getum ekki allir verið sammála. Við sjáum leikinn með okkar augum,“ sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn Viðar Örn Kjartansson komst ekki í hópinn. 11. maí 2018 13:46 Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út Albert Guðmundsson er í 23 manna lokahóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á HM í Rússlandi en Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hópnum. 11. maí 2018 13:45 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Sjá meira
Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn Viðar Örn Kjartansson komst ekki í hópinn. 11. maí 2018 13:46
Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út Albert Guðmundsson er í 23 manna lokahóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á HM í Rússlandi en Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hópnum. 11. maí 2018 13:45