Vanessa Kirby hlaut Bafta-verðlaun fyrir frammistöðu sína í The Crown Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2018 22:08 Með þeim heiðri sem Kirby hlotnaðist í kvöld er streymisveitan Netflix loksins komin á kortið og orðin viðurkennd hjá bresku sjónvarpsakademíunni. Vísir/afp Vanessa Kirby, sem fer með hlutverk hinnar líflegu Margrétar prinsessu í þáttunum The Crown, var valin besta leikkonan í aukahlutverki á sjónvarpsverðlaunahátíðinni Bafta sem fór fram í kvöld í Royal Festival Hall. Með þeim heiðri sem Kirby hlotnaðist í kvöld er streymisveitan Netflix loksins komin á kortið og orðin viðurkennd hjá bresku sjónvarpsakademíunni sem hluti af ráðandi sjónvarpsmenningu í Bretlandi og ekki lengur á jaðrinum. Segja má að viðurkenningin hafi markað þáttaskil í sögu bandarísku streymisveitunnar því Netflix varði hundrað milljón pundum í framleiðsluna á The Crown í sinni viðleitni til að brjótast inn á breskan sjónvarpsmarkað en breska ríkisútvarpið BBC hefur löngum verið ráðandi aðili. Kirby tileinkaði verðlaunin Margréti prinsessu. „Mér líður eins og heppnustu manneskju í heimi að fá að túlka manneskju sem er svona litrík, björt, hugrökk og sterk. Þetta er fyrir Margréti, hvar sem hún er,“ segir Kirby.Vanessa Kirby nýtti tækifærið og vottaði mótleikkonu sinni, Claire Foy, virðingu sína.vísir/afpKirby greip jafnframt tækifærið og þakkaði meðleikkonu sinni, Claire Foy, sem fer með hlutverk Elísabetar Bretlandsdottningar í þáttunum. „Hún er besta systirin, fyrir utan alvöru systur mína,“ sagði Kirby og skellti upp úr en Margrét var yngri systir Elísabetar. Margrét lést árið 2002. Í samtali við Telegraph segir Jane Lush, stjórnarformaður Bafta-verðlaunanna að með sigrinum og tilnefningum Netflix til handa felist viðurkenning um að tímarnir séu að breytast. „Áhorfsvenjur fólks eru að breytast,“ segir Lush sem sem segir að verðlaunahátíðin endurspegli þessa breytingu sem hefur orðið í samfélaginu.Dramaþáttaröð: Sigurvegari: Peaky Blinders Þáttaraðir sem voru tilnefndar: Line of Duty, The Crown, The End og the F***ing World.Alþjóðlegar þáttaraðir:Sigurvegari: The Handmaid‘s Tale Þáttaraðir sem voru tilnefndar: Big Little Lies, Feud: Bette and Joan og The Vietnam War.Leikari í aðalhlutverki: Sigurvegari: Sean Bean, Broken Tilnefndir: Jack Rowan - Born to Kill, Joe Cole – „Hang the DJ“ (Black Mirror), og Tim Bigott-Smith - King Charles III.Aðalleikkona: Sigurvegari: Molly Windsor, Three Girls Tilnefndar: Claire Foy – The Crown, Sindead Keenan – Little Boy Blue og Thandie Newton – Line of Duty.Leikari í aukahlutverki: Sigurvegari: Brian F. O‘Byrne, Little Boy Blue Tilnefndir: Adrian Dunbar – Line of Duty, Anupam Kher – The Boy with the Topknot og Jimmy Simpson „USS Callister“ (Black Mirror).Leikkona í aukahlutverki: Sigurvegari: Vanessa Kirby, The Crown Tilnefndar: Anna Friel – Broken, Julie Hesmondhalgh – Broadchurch og Liv Hill – Three Girls.Vanessa Kirby has won supporting actress #BAFTA2018 pic.twitter.com/26qXv4aRAi— Upload TV (@upload_tv) May 13, 2018 BAFTA Tengdar fréttir Maður stunginn fyrir utan Konunglega þjóðleikhúsið í Lundúnum Verðlaunahátíðin Bafta er í gangi í námunda við vettvang árásarinnar. 13. maí 2018 19:46 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Vanessa Kirby, sem fer með hlutverk hinnar líflegu Margrétar prinsessu í þáttunum The Crown, var valin besta leikkonan í aukahlutverki á sjónvarpsverðlaunahátíðinni Bafta sem fór fram í kvöld í Royal Festival Hall. Með þeim heiðri sem Kirby hlotnaðist í kvöld er streymisveitan Netflix loksins komin á kortið og orðin viðurkennd hjá bresku sjónvarpsakademíunni sem hluti af ráðandi sjónvarpsmenningu í Bretlandi og ekki lengur á jaðrinum. Segja má að viðurkenningin hafi markað þáttaskil í sögu bandarísku streymisveitunnar því Netflix varði hundrað milljón pundum í framleiðsluna á The Crown í sinni viðleitni til að brjótast inn á breskan sjónvarpsmarkað en breska ríkisútvarpið BBC hefur löngum verið ráðandi aðili. Kirby tileinkaði verðlaunin Margréti prinsessu. „Mér líður eins og heppnustu manneskju í heimi að fá að túlka manneskju sem er svona litrík, björt, hugrökk og sterk. Þetta er fyrir Margréti, hvar sem hún er,“ segir Kirby.Vanessa Kirby nýtti tækifærið og vottaði mótleikkonu sinni, Claire Foy, virðingu sína.vísir/afpKirby greip jafnframt tækifærið og þakkaði meðleikkonu sinni, Claire Foy, sem fer með hlutverk Elísabetar Bretlandsdottningar í þáttunum. „Hún er besta systirin, fyrir utan alvöru systur mína,“ sagði Kirby og skellti upp úr en Margrét var yngri systir Elísabetar. Margrét lést árið 2002. Í samtali við Telegraph segir Jane Lush, stjórnarformaður Bafta-verðlaunanna að með sigrinum og tilnefningum Netflix til handa felist viðurkenning um að tímarnir séu að breytast. „Áhorfsvenjur fólks eru að breytast,“ segir Lush sem sem segir að verðlaunahátíðin endurspegli þessa breytingu sem hefur orðið í samfélaginu.Dramaþáttaröð: Sigurvegari: Peaky Blinders Þáttaraðir sem voru tilnefndar: Line of Duty, The Crown, The End og the F***ing World.Alþjóðlegar þáttaraðir:Sigurvegari: The Handmaid‘s Tale Þáttaraðir sem voru tilnefndar: Big Little Lies, Feud: Bette and Joan og The Vietnam War.Leikari í aðalhlutverki: Sigurvegari: Sean Bean, Broken Tilnefndir: Jack Rowan - Born to Kill, Joe Cole – „Hang the DJ“ (Black Mirror), og Tim Bigott-Smith - King Charles III.Aðalleikkona: Sigurvegari: Molly Windsor, Three Girls Tilnefndar: Claire Foy – The Crown, Sindead Keenan – Little Boy Blue og Thandie Newton – Line of Duty.Leikari í aukahlutverki: Sigurvegari: Brian F. O‘Byrne, Little Boy Blue Tilnefndir: Adrian Dunbar – Line of Duty, Anupam Kher – The Boy with the Topknot og Jimmy Simpson „USS Callister“ (Black Mirror).Leikkona í aukahlutverki: Sigurvegari: Vanessa Kirby, The Crown Tilnefndar: Anna Friel – Broken, Julie Hesmondhalgh – Broadchurch og Liv Hill – Three Girls.Vanessa Kirby has won supporting actress #BAFTA2018 pic.twitter.com/26qXv4aRAi— Upload TV (@upload_tv) May 13, 2018
BAFTA Tengdar fréttir Maður stunginn fyrir utan Konunglega þjóðleikhúsið í Lundúnum Verðlaunahátíðin Bafta er í gangi í námunda við vettvang árásarinnar. 13. maí 2018 19:46 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Maður stunginn fyrir utan Konunglega þjóðleikhúsið í Lundúnum Verðlaunahátíðin Bafta er í gangi í námunda við vettvang árásarinnar. 13. maí 2018 19:46