Sarah Jessica Parker elskar íslenskt kókoshnetuskyr Benedikt Bóas skrifar 14. maí 2018 06:00 Leikkonan stórkostlega Sarah Jessica Parker er mikill aðdáandi íslenska alvöru skyrsins og vill engar eftirlíkingar. Vísir/Afp „Þetta verður allt búið á mánudag. Ég sé persónulega um skyrið með kókoshnetu bragðinu,“ segir leikkonan Sarah Jessica Parker á Instagram síðu sinni en þar deilir hún mynd af troðfullum ísskáp þeirra hjóna, Matthew Broderick sem einnig er þekktur leikari í Hollywood, af íslensku skyri. Hjónakornin höfðu fyllt ísskápinn af skyri sem framleitt er í Bandaríkjunum en gert af ameríku armi MS, Icelandic Provisions og var framleitt á Selfossi þar til í fyrra. „Við vissum að hún væri mikill aðdáandi og að deila svona mynd skiptir auðvitað heilmiklu máli,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS. Ari bendir á að þó Sarah Jessica sé væntanlega stærsta stjarnan til að hæla vörunni þá séu fleiri þekktir einstaklingar ytra búnir að gera slíkt hið sama. Enda gengur salan vel. Meira að segja mjög vel. „Þetta er sú vara sem er í hvað örustum vexti um þessar mundir og mælist söluaukningin í hundruðum prósenta. Síðasta ár hefur salan aukist um hartnær 400 prósent,“ segir Ari. Alls eru níu bragðtegundir í boði vestanhafs og skilur Ari vel í Söru Jessicu að vera ánægð með kókoshnetubragðið. Hann er sjálfur á þeim vagni. „Kókoshnetubragðið er ein af nýjustu bragðtegundum. Það er í uppáhaldi hjá mér líka.“ Skyrið sem framleitt er undir þessu merki er íslensk uppskrift og er örlítið breytt frá hinni aldagömlu hefð sem við Íslendingar höfumborðað í rúm þúsund ár. „Það var alltaf meiningin að þegar umfangið næði ákveðnu stigi þá myndi framleiðslan flytjast frá Selfossi og vestur um haf. Nú hefur það gerst enda um 5.000 búðir komnar með þetta skyr í sínar verslanir og fjölgar ört. Þannig það er gott hljóð í okkur,“ segir forstjórinn ánægður. This will all be gone by Monday. I will personally take care of the coconut. We can't be the only ones. X,SJ Ps this is our refrigerator A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) on May 4, 2018 at 3:56pm PDT Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Þetta verður allt búið á mánudag. Ég sé persónulega um skyrið með kókoshnetu bragðinu,“ segir leikkonan Sarah Jessica Parker á Instagram síðu sinni en þar deilir hún mynd af troðfullum ísskáp þeirra hjóna, Matthew Broderick sem einnig er þekktur leikari í Hollywood, af íslensku skyri. Hjónakornin höfðu fyllt ísskápinn af skyri sem framleitt er í Bandaríkjunum en gert af ameríku armi MS, Icelandic Provisions og var framleitt á Selfossi þar til í fyrra. „Við vissum að hún væri mikill aðdáandi og að deila svona mynd skiptir auðvitað heilmiklu máli,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS. Ari bendir á að þó Sarah Jessica sé væntanlega stærsta stjarnan til að hæla vörunni þá séu fleiri þekktir einstaklingar ytra búnir að gera slíkt hið sama. Enda gengur salan vel. Meira að segja mjög vel. „Þetta er sú vara sem er í hvað örustum vexti um þessar mundir og mælist söluaukningin í hundruðum prósenta. Síðasta ár hefur salan aukist um hartnær 400 prósent,“ segir Ari. Alls eru níu bragðtegundir í boði vestanhafs og skilur Ari vel í Söru Jessicu að vera ánægð með kókoshnetubragðið. Hann er sjálfur á þeim vagni. „Kókoshnetubragðið er ein af nýjustu bragðtegundum. Það er í uppáhaldi hjá mér líka.“ Skyrið sem framleitt er undir þessu merki er íslensk uppskrift og er örlítið breytt frá hinni aldagömlu hefð sem við Íslendingar höfumborðað í rúm þúsund ár. „Það var alltaf meiningin að þegar umfangið næði ákveðnu stigi þá myndi framleiðslan flytjast frá Selfossi og vestur um haf. Nú hefur það gerst enda um 5.000 búðir komnar með þetta skyr í sínar verslanir og fjölgar ört. Þannig það er gott hljóð í okkur,“ segir forstjórinn ánægður. This will all be gone by Monday. I will personally take care of the coconut. We can't be the only ones. X,SJ Ps this is our refrigerator A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) on May 4, 2018 at 3:56pm PDT
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“