Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2018 06:51 Megumi Yokota var rænt af norður-kóreskum leyniþjónustumönnum árið 1977. Afdrif hennar eru ennþá ókunn. Guardian Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. Í frétt ríkissjónvarps Norður-Kóreu, KCNA, í gærkvöld voru japönsk stjórnvöld harðlega gagnrýnd vegna þeirrar afstöðu sinnar að taka ekki upp stjórnmálasamband við Pjongjang fyrr en búið væri að komast til botns í hið minnsta 12 mannránum sem framin voru á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Japönsku afturhaldsseggirnir blóðmjólka nú „mannránsmálið“ sem hefur nú þegar við útkljáð,“ er haft eftir KCNA á vef Guardian. „Þetta er bara illkvittin og heimskuleg aðferð til að stöðva friðaraferlið á Kóreuskaganum, þrátt fyrir að því hafi verið hampað af gjörvöllu alþjóðasamfélaginu,“ sagði KCNA áður en það bætti við að japönsk stjórnvöld væru þau einu sem syntu gegn straumi alþjóðastjórnmálanna. Stjórnvöld í Pjongjang slepptu fimm japönskum ríkisborgurum, sem rænt var til að þeir gætu frætt norður-kóresku leyniþjónustuna um Japan, árið 2002. Þau halda því jafnframt fram að átta japanskir fangar hafi dáið í norður-kóreskum fangelsum og segjast ekkert kannast við hina fjóra sem Japanar segja að finnist enn í landinu. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að þó svo að Bandaríkin og Suður-Kórea komist að samkomulagi við Norður-Kóreu muni stjórnvöld í Tókíó ekki endurvekja stjórnmálasamband sitt við Pjongjang fyrr en mannránsmálin hafa verið leidd til lykta. Að sama skapi munu engum japönskum fjármunum verða varið til uppbyggingar í Norður-Kóreu fyrr en ásættanleg svör berast frá Kim Jong-un og embættismönnum hans. Norður-Kórea Tengdar fréttir Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36 Sleppa Bandaríkjamönnum úr haldi í Norður-Kóreu Norður Kórea hefur leyst þrjá bandaríska ríkisborgara úr haldi eftir fund Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Jong Un leiðtoga einræðisríkisins í nótt. 9. maí 2018 14:25 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. Í frétt ríkissjónvarps Norður-Kóreu, KCNA, í gærkvöld voru japönsk stjórnvöld harðlega gagnrýnd vegna þeirrar afstöðu sinnar að taka ekki upp stjórnmálasamband við Pjongjang fyrr en búið væri að komast til botns í hið minnsta 12 mannránum sem framin voru á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Japönsku afturhaldsseggirnir blóðmjólka nú „mannránsmálið“ sem hefur nú þegar við útkljáð,“ er haft eftir KCNA á vef Guardian. „Þetta er bara illkvittin og heimskuleg aðferð til að stöðva friðaraferlið á Kóreuskaganum, þrátt fyrir að því hafi verið hampað af gjörvöllu alþjóðasamfélaginu,“ sagði KCNA áður en það bætti við að japönsk stjórnvöld væru þau einu sem syntu gegn straumi alþjóðastjórnmálanna. Stjórnvöld í Pjongjang slepptu fimm japönskum ríkisborgurum, sem rænt var til að þeir gætu frætt norður-kóresku leyniþjónustuna um Japan, árið 2002. Þau halda því jafnframt fram að átta japanskir fangar hafi dáið í norður-kóreskum fangelsum og segjast ekkert kannast við hina fjóra sem Japanar segja að finnist enn í landinu. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að þó svo að Bandaríkin og Suður-Kórea komist að samkomulagi við Norður-Kóreu muni stjórnvöld í Tókíó ekki endurvekja stjórnmálasamband sitt við Pjongjang fyrr en mannránsmálin hafa verið leidd til lykta. Að sama skapi munu engum japönskum fjármunum verða varið til uppbyggingar í Norður-Kóreu fyrr en ásættanleg svör berast frá Kim Jong-un og embættismönnum hans.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36 Sleppa Bandaríkjamönnum úr haldi í Norður-Kóreu Norður Kórea hefur leyst þrjá bandaríska ríkisborgara úr haldi eftir fund Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Jong Un leiðtoga einræðisríkisins í nótt. 9. maí 2018 14:25 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36
Sleppa Bandaríkjamönnum úr haldi í Norður-Kóreu Norður Kórea hefur leyst þrjá bandaríska ríkisborgara úr haldi eftir fund Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Jong Un leiðtoga einræðisríkisins í nótt. 9. maí 2018 14:25