Rúnar Alex í liði umferðarinnar eftir besta dag lífs síns | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2018 10:00 Rúnar Alex Rúnarsson gleymir aldrei 11. maí. vísir/getty Föstudagurinn 11. maí var stórkostlegur dagur í lífi íslenska landsliðsmarkvarðarins Rúnars Alex Rúnarssonar. Vesturbæingurinn, sem spilar með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni, var valinn í íslenska HM-hópinn síðastliðinn föstudag og sama kvöld varði hann vítaspyrnu og var maður leiksins í sigri á Horsens í 34. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Rúnar var frábær í leiknum og varði vítaspyrnu í stöðunni 2-0 á 66. mínútu sem var eins gott því að Horsens náði að koma boltanum framhjá íslenska markverðinum einni mínútu fyrir leikslok. Nordsjælland vann, 2-1. Rúnar er í liði umferðarinnar hjá Tipsbladet.dk fyrir frammistöðu sína í leiknum en í umsögn um hann segir að spennandi verði að sjá hvort Rúnari taki byrjunarliðssætið af Hannes Þór Halldórssyni sem gaf Helsingör mark í umspilsleik á móti Randers. Aftur á móti er tekið fram að Hannes bjargaði nokkrum sinnum vel í leiknum. Hannes og félagar eru í harðri lífsbaráttu í deildinni en Rúnar og hans menn í Nordsjælland eru í harðri baráttu við FCK um síðasta Evrópusætið í meistaraumspilinu. Hér að neðan má sjá vítaspyrnuna sem Rúnar Alex varði þennan mikla hátíðardag í lífi markvarðarins, 11. maí. | @runaralex havde en ganske fin dag på kontoretUdtaget til den islandske VM-trupSnupper straffesparkMan of the Match kåret af SEAS-NVESe highlights fra sejren over AC Horsens https://t.co/rK9LlMQXLZ pic.twitter.com/PORvoXHGnt— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) May 11, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Föstudagurinn 11. maí var stórkostlegur dagur í lífi íslenska landsliðsmarkvarðarins Rúnars Alex Rúnarssonar. Vesturbæingurinn, sem spilar með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni, var valinn í íslenska HM-hópinn síðastliðinn föstudag og sama kvöld varði hann vítaspyrnu og var maður leiksins í sigri á Horsens í 34. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Rúnar var frábær í leiknum og varði vítaspyrnu í stöðunni 2-0 á 66. mínútu sem var eins gott því að Horsens náði að koma boltanum framhjá íslenska markverðinum einni mínútu fyrir leikslok. Nordsjælland vann, 2-1. Rúnar er í liði umferðarinnar hjá Tipsbladet.dk fyrir frammistöðu sína í leiknum en í umsögn um hann segir að spennandi verði að sjá hvort Rúnari taki byrjunarliðssætið af Hannes Þór Halldórssyni sem gaf Helsingör mark í umspilsleik á móti Randers. Aftur á móti er tekið fram að Hannes bjargaði nokkrum sinnum vel í leiknum. Hannes og félagar eru í harðri lífsbaráttu í deildinni en Rúnar og hans menn í Nordsjælland eru í harðri baráttu við FCK um síðasta Evrópusætið í meistaraumspilinu. Hér að neðan má sjá vítaspyrnuna sem Rúnar Alex varði þennan mikla hátíðardag í lífi markvarðarins, 11. maí. | @runaralex havde en ganske fin dag på kontoretUdtaget til den islandske VM-trupSnupper straffesparkMan of the Match kåret af SEAS-NVESe highlights fra sejren over AC Horsens https://t.co/rK9LlMQXLZ pic.twitter.com/PORvoXHGnt— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) May 11, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira