Rafmögnuð stikla úr myndinni um Queen og Freddie Mercury Stefán Árni Pálsson skrifar 15. maí 2018 15:15 Kvikmyndin Bohemian Rhapsody verður frumsýnd í haust. Kvikmyndaverið 20th Century Fox hefur birt fyrstu stikluna úr kvikmyndinni Bohemian Rhapsody sem fjallar um hljómsveitina Queen og söngvarann Freddie Mercury. Rami Malek fer með hlutverk söngvarans með röddina mögnuðu sem lést fyrir aldur fram úr alnæmi árið 1991. Bohemian Rhapsody hefur verið í vinnslu síðan 2010 þegar til stóð að Sacha Baron Cohen færi með hlutverk Mercury. Deilur hans við aðra meðlimi Queen, þeirra á meðal gítarleikarann og lagasmiðinn Brian May, varð til þess að hann hætti við þátttöku í verkefninu. Enn bættist á vandann þegar kvikmyndin varð leikstjóralaus þegar Bryan Singer var rekinn eftir mikla fjarveru sökum veikinda. Var Dexter Fletcher, sem leikstýrði meðal annars Eddie the Eagle, fenginn í hans stað. Hann hefur einnið unnið að myndum á borð við Lock, Stock and Two Smoking Barrels, The Three Musketeers, Doom og Kick Ass. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bretlandi þann 24. október, 1. nóvember í Ástralíu og 2. nóvember í Bandaríkjunum. Gera má ráð fyrir að um svipað leyti verði hún tekin til sýninga hér á landi. Rami Malek virðist smellpassa í hlutverkið en hann sló fyrst í gegn í þáttunum Mr. Robot en hér að neðan má sjá stikluna sjálfa. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta myndin af Rami Malek sem Freddie Mercury Leikarinn Rami Malek mun fara með aðalhlutverkið í kvikmyndin Bohemian Rhapsody sem fjallar sem er einskonar ævisaga um söngvarann Freddie Mercury. 6. september 2017 13:30 Kvikmyndin um Freddie Mercury leikstjóralaus Bryan Singer hefur verið rekinn af vegna þess sem kallað er „óareiðanleg hegðun“ hans. 5. desember 2017 06:17 Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndaverið 20th Century Fox hefur birt fyrstu stikluna úr kvikmyndinni Bohemian Rhapsody sem fjallar um hljómsveitina Queen og söngvarann Freddie Mercury. Rami Malek fer með hlutverk söngvarans með röddina mögnuðu sem lést fyrir aldur fram úr alnæmi árið 1991. Bohemian Rhapsody hefur verið í vinnslu síðan 2010 þegar til stóð að Sacha Baron Cohen færi með hlutverk Mercury. Deilur hans við aðra meðlimi Queen, þeirra á meðal gítarleikarann og lagasmiðinn Brian May, varð til þess að hann hætti við þátttöku í verkefninu. Enn bættist á vandann þegar kvikmyndin varð leikstjóralaus þegar Bryan Singer var rekinn eftir mikla fjarveru sökum veikinda. Var Dexter Fletcher, sem leikstýrði meðal annars Eddie the Eagle, fenginn í hans stað. Hann hefur einnið unnið að myndum á borð við Lock, Stock and Two Smoking Barrels, The Three Musketeers, Doom og Kick Ass. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bretlandi þann 24. október, 1. nóvember í Ástralíu og 2. nóvember í Bandaríkjunum. Gera má ráð fyrir að um svipað leyti verði hún tekin til sýninga hér á landi. Rami Malek virðist smellpassa í hlutverkið en hann sló fyrst í gegn í þáttunum Mr. Robot en hér að neðan má sjá stikluna sjálfa.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta myndin af Rami Malek sem Freddie Mercury Leikarinn Rami Malek mun fara með aðalhlutverkið í kvikmyndin Bohemian Rhapsody sem fjallar sem er einskonar ævisaga um söngvarann Freddie Mercury. 6. september 2017 13:30 Kvikmyndin um Freddie Mercury leikstjóralaus Bryan Singer hefur verið rekinn af vegna þess sem kallað er „óareiðanleg hegðun“ hans. 5. desember 2017 06:17 Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Fyrsta myndin af Rami Malek sem Freddie Mercury Leikarinn Rami Malek mun fara með aðalhlutverkið í kvikmyndin Bohemian Rhapsody sem fjallar sem er einskonar ævisaga um söngvarann Freddie Mercury. 6. september 2017 13:30
Kvikmyndin um Freddie Mercury leikstjóralaus Bryan Singer hefur verið rekinn af vegna þess sem kallað er „óareiðanleg hegðun“ hans. 5. desember 2017 06:17
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein