Fundu klúra brandara í dagbók Önnu Frank Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2018 06:24 Anna Frank fékk hina frægu dagbók sína í 13 ára afmælisgjöf. Safn Önnu Frank í Amsterdam Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. Anna Frank hélt úti dagbók meðan hún var í felum frá nasistum í seinna stríði. Bókin var gefin út eftir andlát hennar og hefur notið mikilla vinsælda áratugum saman. Blaðsíðurnar tvær, sem nú hafa skotið upp kollinum, hafði hún falið með brúnum pappa - að því er virðist til að fela hin djörfu skrif sín frá foreldrum sínum. Skrifin eru dagsett 28. september 1942, skömmu eftir að hin þrettán ára Anna fór í felur. „Ég mun nota þessar blaðsíður til að skrifa niður „klúra“ brandara,“ skrifar Anna Frank - við hlið fjörurra skrýtla sem hún virðist hafa kunnað. Þá skrifar hún einnig töluvert um kynfræðslu og setur sig í spor kennara sem þarf að kenna einhverjum allt um samskipti kynjanna. Þá fjallar hún einnig um vændiskonur, sem hún hafði heyrt föður sinn minnast á. The @annefrankhouse , with @HuygensING and @NIODAmsterdam, today presented the hidden text on two pages covered up with gummed paper in the first #diary of #AnneFrank, with its red checked cover. Thanks to new technology the text on the hidden pages has now been made legible. pic.twitter.com/cw9z0JnNFI— Anne Frank House (@annefrankhouse) May 15, 2018 Haft er eftir sérfræðingi hjá Önnu Frank-safninu í Amsterdam að skrif hennar um kynlíf séu líklega í líkingu við hugsanir flestra á hennar aldri um þessi mál. „Hver sá sem les hin nýfundu skrif hennar mun eflaust glotta út í annað,“ er haft eftir sérfræðingnum á vef breska ríkisútvarpsins. Klúru brandararnir hennar séu þræleðlilegir meðal unglinga og séu því til marks um það að Anna Frank hafi eftir allt saman bara verið venjuleg stúlka. Einn brandaranna, sem BBC vitnar til, er eftirfarandi:Veistu af hverju þýsku Wehrmacht stúlkurnar eru í Hollandi? Til að vera dýnur fyrir hermennina. Anna Frank faldi sig í fyrirtæki föður hennar árið 1942, mánuði eftir að hún fékk dagbókina í hendurnar á 13 ára afmælisdaginn sinn. Hún hélt sig í felum í um 2 ár áður en þýskir nasistar handtóku hana og fjölskyldu hennar. Hvernig nastistarnir fundu fjölskylduna, eftir að hafa verið svo lengi í felum, er enn á huldu. Anna lést í útrýmingarbúðum árið 1945, sama ár og Seinni heimisstyrjöldinni lauk. Pabbi hennar, eini fjölskyldumeðlimurinn sem lifði stríðið af, gaf svo út dagbók hennar árið 1947. Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. Anna Frank hélt úti dagbók meðan hún var í felum frá nasistum í seinna stríði. Bókin var gefin út eftir andlát hennar og hefur notið mikilla vinsælda áratugum saman. Blaðsíðurnar tvær, sem nú hafa skotið upp kollinum, hafði hún falið með brúnum pappa - að því er virðist til að fela hin djörfu skrif sín frá foreldrum sínum. Skrifin eru dagsett 28. september 1942, skömmu eftir að hin þrettán ára Anna fór í felur. „Ég mun nota þessar blaðsíður til að skrifa niður „klúra“ brandara,“ skrifar Anna Frank - við hlið fjörurra skrýtla sem hún virðist hafa kunnað. Þá skrifar hún einnig töluvert um kynfræðslu og setur sig í spor kennara sem þarf að kenna einhverjum allt um samskipti kynjanna. Þá fjallar hún einnig um vændiskonur, sem hún hafði heyrt föður sinn minnast á. The @annefrankhouse , with @HuygensING and @NIODAmsterdam, today presented the hidden text on two pages covered up with gummed paper in the first #diary of #AnneFrank, with its red checked cover. Thanks to new technology the text on the hidden pages has now been made legible. pic.twitter.com/cw9z0JnNFI— Anne Frank House (@annefrankhouse) May 15, 2018 Haft er eftir sérfræðingi hjá Önnu Frank-safninu í Amsterdam að skrif hennar um kynlíf séu líklega í líkingu við hugsanir flestra á hennar aldri um þessi mál. „Hver sá sem les hin nýfundu skrif hennar mun eflaust glotta út í annað,“ er haft eftir sérfræðingnum á vef breska ríkisútvarpsins. Klúru brandararnir hennar séu þræleðlilegir meðal unglinga og séu því til marks um það að Anna Frank hafi eftir allt saman bara verið venjuleg stúlka. Einn brandaranna, sem BBC vitnar til, er eftirfarandi:Veistu af hverju þýsku Wehrmacht stúlkurnar eru í Hollandi? Til að vera dýnur fyrir hermennina. Anna Frank faldi sig í fyrirtæki föður hennar árið 1942, mánuði eftir að hún fékk dagbókina í hendurnar á 13 ára afmælisdaginn sinn. Hún hélt sig í felum í um 2 ár áður en þýskir nasistar handtóku hana og fjölskyldu hennar. Hvernig nastistarnir fundu fjölskylduna, eftir að hafa verið svo lengi í felum, er enn á huldu. Anna lést í útrýmingarbúðum árið 1945, sama ár og Seinni heimisstyrjöldinni lauk. Pabbi hennar, eini fjölskyldumeðlimurinn sem lifði stríðið af, gaf svo út dagbók hennar árið 1947.
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“