Þerna bar fimm lömbum í Bakkakoti: „Bara tveir spenar og ekki komast allir að í einu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. maí 2018 14:30 Kristín ásamt lömbunum fimm og Þernu. „Þetta var mjög gaman en á sama tíma frekar óvænt,“ segir Kristín Kristjánsdóttir, bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungu í Borgarbyggð, en hún Þerna Þorstadóttir bar fimm lömb á dögunum. Þerna hefur núna borið 17 lömb á fimm árum sem telst heldur betur til tíðinda. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna og eiginmaður Kristínar, birti mynd af Þernu og lömbunum á Facebook á dögunum. „Mamma hennar átti fimm og líka fjögur svo þetta er ekki svo óalgengt í hennar kyni. Systur hennar hafa verið að eiga fjögur svo þetta er alveg þekkt hjá þeim. Þetta gekk rosalega vel fyrir sig allt saman, því lömbin voru ekki ýkja stór. Henni gekk bara vel að koma þessu frá sér.“Allt gekk þetta eins og í sögu.Kristín sá um að taka á móti lömbunum og gekk það vel. „Svo þegar þær eru bornar þá setjum við þær allar í einstaklingsstíur. Þar fá þær að vera í friði. Þerna hefur það mjög gott. Við ætlum eitthvað að taka undan henni af þessum lömbum, því það er auðvitað allt of mikið að fóstra svona mörg lömb. Bara tveir spenar og ekki komast allir að í einu,“ segir Kristín en lömbin braggast öll vel. „Oftast er um að ræða kannski 2-3 lömb á ári. Ef það fer mikið ofar en það telst það nokkuð óalgengt, en þekkist í raun alveg.“ Dýr Mest lesið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Sjá meira
„Þetta var mjög gaman en á sama tíma frekar óvænt,“ segir Kristín Kristjánsdóttir, bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungu í Borgarbyggð, en hún Þerna Þorstadóttir bar fimm lömb á dögunum. Þerna hefur núna borið 17 lömb á fimm árum sem telst heldur betur til tíðinda. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna og eiginmaður Kristínar, birti mynd af Þernu og lömbunum á Facebook á dögunum. „Mamma hennar átti fimm og líka fjögur svo þetta er ekki svo óalgengt í hennar kyni. Systur hennar hafa verið að eiga fjögur svo þetta er alveg þekkt hjá þeim. Þetta gekk rosalega vel fyrir sig allt saman, því lömbin voru ekki ýkja stór. Henni gekk bara vel að koma þessu frá sér.“Allt gekk þetta eins og í sögu.Kristín sá um að taka á móti lömbunum og gekk það vel. „Svo þegar þær eru bornar þá setjum við þær allar í einstaklingsstíur. Þar fá þær að vera í friði. Þerna hefur það mjög gott. Við ætlum eitthvað að taka undan henni af þessum lömbum, því það er auðvitað allt of mikið að fóstra svona mörg lömb. Bara tveir spenar og ekki komast allir að í einu,“ segir Kristín en lömbin braggast öll vel. „Oftast er um að ræða kannski 2-3 lömb á ári. Ef það fer mikið ofar en það telst það nokkuð óalgengt, en þekkist í raun alveg.“
Dýr Mest lesið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Sjá meira