Lagið kemur út í tilefni af 25 ára afmæli sveitarinnar, en sveitin var ein sú allra vinsælasta í heiminum á tíunda áratuginum.
Meðlimir Backstreet Boys eru þeir AJ McLean, Howie D., Nick Carter, Kevin Richardson og Brian Littrell en þeir hafa skrifað undir plötusamning við útgáfufyrirtækið RCA Records og virðist sem svo að sveitin stefni á heljarinnar endurkomu.
Hér að neðan má hlusta á lagið og sjá myndbandið.