27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2018 12:00 Manuel Neuer horfir á eftir boltanum lenda inni í markinu víris/getty Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. Englendingar virðast almennt nokkuð óánægðir með myndbandsdómgæsluna. Hún var prufukeyrð í vetur í tveimur stærstu bikarkeppnum Englands og oftar en ekki urðu úr einhver deilumál. Hins vegar er ljóst að Englendingar hefðu viljað myndbandsdómgæslu á HM 2010 í Suður-Afríku. Líklegast eitt frægasta klúður seinni ára er markið sem Frank Lampard skoraði augljóslega í 16-liða úrslitum gegn Þýskaldandi í Bloemfontein en var ekki gefið. Alltaf er hægt að tala um ef og hefði, en þetta mark hefði án efa breytt gangi þessa leiks.Markið má sjá með því að smella hér.Enskir stuðningsmenn voru óhuggandi að leik loknumvísir/gettyEnglendingar fóru upp úr riðli sínum í öðru sæti, jafnir á stigum og markatölu og Bandaríkin sem unnu riðilinn, en höfðu skorað færri mörk. Í 16-liða úrslitunum mættu þeir bronsliðinu frá síðasta HM, silfurliðinu frá síðasta EM, og enn fremur sínum helstu erkifjendum í fótboltaheiminum; Þýskalandi.Forsíður bresku blaðana voru ekkert að skafa af gagnrýninni á enska liðið þrátt fyrir markið ósanngjarnaEftir hálftíma var Þýskaland komið 2-0 yfir og útlitið orðið nokkuð svart fyrir England. En á næstu sjö mínútum var England búið að skora tvö mörk. Varnarmaðurinn Matthew Upson skoraði með laglegum skalla eftir aukaspyrnu Steven Gerrard og Frank Lampard átti glæsilegt skot sem fór í þverslánna og inn. Dómarinn Jorge Larrionda frá Úrúgvæ ákvað hins vegar að ekki væri um mark að ræða. Staðan 2-1 og Englendingar þurftu að eiga við augljóst mótlæti. Endursýningar í sjónvarpi sýndu að boltinn var ekki aðeins allur fyrir innan línuna, hann var svo langt fyrir innan að hálf blindur maður ætti að geta séð að þarna væri um mark að ræða. Dómarinn hafði hins vegar flautað markið af og ekki hægt að snúa því við. Thomas Müller bætti við tveimur mörkum fyrir Þýskaland í seinni hálfleik og Þjóðverjar unnu 4-1. Þeir fóru áfram og náðu í undanúrslitin þar sem liðið tapaði fyrir verðandi heimsmeisturum Spánar og endaði í þriðja sæti eftir sigur á Úrúgvæ í bronsleiknum.Harry Kane og Englendingar voru niðurbrotnir eftir tapið gegn Íslandi í Frakklandivísir/gettyEnglendingar fóru heim með sárt ennið, enn eitt stórmótið þar sem enska landsliðið stóð ekki undir væntingum. „Versta tap Englands á HM frá upphafi,“ sagði Gary Lineker í umfjöllun BBC eftir leikinn og enn þann dag í dag á þetta tap líklega þennan titil í hugum flestra. Versta tap Englands á stórmoti, ja eða bara í landsleik, er þó í flestra huga tap Englendinga gegn íslenska landsliðinu á EM 2016. Ólíklegt er að Ísland og England mætist á HM í Rússlandi í sumar, en ef svo fer munu Englendingar hafa mikilla harma að hefna. Ísland hefur leik í mótinu þann 16. júní gegn Argentínu í Moskvu.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30 28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00 30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. Englendingar virðast almennt nokkuð óánægðir með myndbandsdómgæsluna. Hún var prufukeyrð í vetur í tveimur stærstu bikarkeppnum Englands og oftar en ekki urðu úr einhver deilumál. Hins vegar er ljóst að Englendingar hefðu viljað myndbandsdómgæslu á HM 2010 í Suður-Afríku. Líklegast eitt frægasta klúður seinni ára er markið sem Frank Lampard skoraði augljóslega í 16-liða úrslitum gegn Þýskaldandi í Bloemfontein en var ekki gefið. Alltaf er hægt að tala um ef og hefði, en þetta mark hefði án efa breytt gangi þessa leiks.Markið má sjá með því að smella hér.Enskir stuðningsmenn voru óhuggandi að leik loknumvísir/gettyEnglendingar fóru upp úr riðli sínum í öðru sæti, jafnir á stigum og markatölu og Bandaríkin sem unnu riðilinn, en höfðu skorað færri mörk. Í 16-liða úrslitunum mættu þeir bronsliðinu frá síðasta HM, silfurliðinu frá síðasta EM, og enn fremur sínum helstu erkifjendum í fótboltaheiminum; Þýskalandi.Forsíður bresku blaðana voru ekkert að skafa af gagnrýninni á enska liðið þrátt fyrir markið ósanngjarnaEftir hálftíma var Þýskaland komið 2-0 yfir og útlitið orðið nokkuð svart fyrir England. En á næstu sjö mínútum var England búið að skora tvö mörk. Varnarmaðurinn Matthew Upson skoraði með laglegum skalla eftir aukaspyrnu Steven Gerrard og Frank Lampard átti glæsilegt skot sem fór í þverslánna og inn. Dómarinn Jorge Larrionda frá Úrúgvæ ákvað hins vegar að ekki væri um mark að ræða. Staðan 2-1 og Englendingar þurftu að eiga við augljóst mótlæti. Endursýningar í sjónvarpi sýndu að boltinn var ekki aðeins allur fyrir innan línuna, hann var svo langt fyrir innan að hálf blindur maður ætti að geta séð að þarna væri um mark að ræða. Dómarinn hafði hins vegar flautað markið af og ekki hægt að snúa því við. Thomas Müller bætti við tveimur mörkum fyrir Þýskaland í seinni hálfleik og Þjóðverjar unnu 4-1. Þeir fóru áfram og náðu í undanúrslitin þar sem liðið tapaði fyrir verðandi heimsmeisturum Spánar og endaði í þriðja sæti eftir sigur á Úrúgvæ í bronsleiknum.Harry Kane og Englendingar voru niðurbrotnir eftir tapið gegn Íslandi í Frakklandivísir/gettyEnglendingar fóru heim með sárt ennið, enn eitt stórmótið þar sem enska landsliðið stóð ekki undir væntingum. „Versta tap Englands á HM frá upphafi,“ sagði Gary Lineker í umfjöllun BBC eftir leikinn og enn þann dag í dag á þetta tap líklega þennan titil í hugum flestra. Versta tap Englands á stórmoti, ja eða bara í landsleik, er þó í flestra huga tap Englendinga gegn íslenska landsliðinu á EM 2016. Ólíklegt er að Ísland og England mætist á HM í Rússlandi í sumar, en ef svo fer munu Englendingar hafa mikilla harma að hefna. Ísland hefur leik í mótinu þann 16. júní gegn Argentínu í Moskvu.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30 28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00 30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30
28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00
30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30