Oddvitaáskorunin: „Fögur er hlíðin og fer ég hvergi“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2018 11:00 Ómar Stefánsson og meðframbjóðendur hans. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ómar Stefánsson leiðir lista Fyrir Kópavog í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum. Ómar Stefánsson er enginn nýgræðingur í stjórnmálum. Hann sat í bæjarstjórn Kópavogs frá 2002-2014. Var í meirihluta frá 2002-2010 og 2012-2014. Á árunum 2010-2012 var hann í minnihluta, en að ósk minnihlutans tók hann jafnframt þátt í fjárhagsáætlunargerð fyrir árin 2011 og 2012. Þetta sýnir að Ómari er annt um árangur, ábyrgð og framfarir. Ómar er fæddur 14. júlí 1966. Hann var í fyrsta árganginum sem útskrifaðist úr Snælandsskóla. Hann er búfræðingur frá bændaskólanum á Hvanneyri, stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla, íþróttakennari frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni. Í Noregi stundaði hann nám við Íþróttaháskólann í Osló í eitt ár. Lauk Diploma-námi í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands og stundaði þar nám í mannauðsstjórnun, en á ólokna ritgerð til MA-gráðu. Ómar hefur m.a. setið í byggingarnefnd, skipulagsnefnd og framkvæmdaráði Kópavogsbæjar. Hann var fulltrúi Kópavogs í stjórn Sorpu og formaður starfshóps um sorpmál á svæði sem náði frá vesturlandi til suðurlands. Á árunum 2008-2010 var Ómar formaður bæjarráðs og jafnframt varaformaður ráðsins árin 2012-2014. Ómar ákvað að gefa ekki kost á sér fyrir kosningar í bæjarstjórn Kópavogs árið 2014. En hefur ákveðið að bjóða sig nú fram fyrir sveitarstjórnar-kosningarnar 2018.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ásbyrgi er staður sem mér fannst vera mjög fallegur þegar ég kom þangað fyrst.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Fögur er hlíðin og fer ég hvergi (stutta útgáfan).Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambakjöt á diskinn minn.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ristað brauð með eigin rabarbarasultu og 3 ostsneiðum þegar ég vil gera vel við mig.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Jona Lewie - You'll Always Find Me In The Kitchen At Parties. Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ekkert sem ég treysti mér mér til að deila með lesendum. En ég kem mér nokkuð reglulega í vandræðalegar aðstæður þegar ég læt vaða akkúrat það sem ég var að hugsa í það og það skiptið.Draumaferðalagið? Fljótlega í sumar að Laufkoti í Hjaltadal í Skagafirði. til að sjá Smáfríði Skýjadís sem er fyrsti kálfur Ljómalindar.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei, ekki ennþá að minnsta kosti.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Algerlega hrekklaus og tek því mjög illa að vera hrekktur.Hundar eða kettir? Borða hvorugt. En sem gæludýr tæki ég hund.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Á enga svoleiðis mynd.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Veit það ekki.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Game of Thrones er eitthvað sem ég þekki ekki. En samkvæmt persónuleika prófi úr Harry Potter er ég í Ravenclaw.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Ekki á þessari öldUppáhalds tónlistarmaður? Hr. HnetusmjörUppáhalds bókin? Bankabókin… byrjar ekki nógu vel en væntingar til höfundar eru svakalegar.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Léttmjólk- En nýmjólk þegar ég vil gera sérstaklega vel við mig.Uppáhalds þynnkumatur? Veiti ekki hvað þynnkumatur er.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Sólarströnd.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei, en oft barist við þá löngun þegar ég er á góðum stað í pottinum sem er fyrirséð að ég missi fari ég á klósettið.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Thunderstruck með AC/DC.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, umhirða á opnum svæðum ég vil bera á manir og garðana okkar, þá sérstaklega Kópavogstún, Kópavogsdal, Fossvogsdal, Rútstún og Hlíðargarð og slá þar mun oftar en gert er. Svæðin verða mun vinsælli til útivistar með þessu. T.d. verð ég að synda baksund þegar ég syndi í austurátt í Kópavogslaug í júní, júlí og ágúst svo að ég horfi ekki á illgresið í brekkunni.Á að banna flugelda? Sveitarstjórnarmenn setja ekki lög í landinu. En ég væri til í að sjá aðra möguleika skoðað eins og eitthvað geggjað lasershow með flottri tónlist á himnum á ákveðnum stöðum t.d. við áramótabrennur.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég er Fanndís Friðriks og Jói Berg strauja upp og niður kantinn alveg á hundrað. Stundum Alfreð Finnboga þegar það þarf að sýna sérstök klókindi og það þarf að tala við fólk á tungumáli sem það skilur.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ómar Stefánsson leiðir lista Fyrir Kópavog í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum. Ómar Stefánsson er enginn nýgræðingur í stjórnmálum. Hann sat í bæjarstjórn Kópavogs frá 2002-2014. Var í meirihluta frá 2002-2010 og 2012-2014. Á árunum 2010-2012 var hann í minnihluta, en að ósk minnihlutans tók hann jafnframt þátt í fjárhagsáætlunargerð fyrir árin 2011 og 2012. Þetta sýnir að Ómari er annt um árangur, ábyrgð og framfarir. Ómar er fæddur 14. júlí 1966. Hann var í fyrsta árganginum sem útskrifaðist úr Snælandsskóla. Hann er búfræðingur frá bændaskólanum á Hvanneyri, stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla, íþróttakennari frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni. Í Noregi stundaði hann nám við Íþróttaháskólann í Osló í eitt ár. Lauk Diploma-námi í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands og stundaði þar nám í mannauðsstjórnun, en á ólokna ritgerð til MA-gráðu. Ómar hefur m.a. setið í byggingarnefnd, skipulagsnefnd og framkvæmdaráði Kópavogsbæjar. Hann var fulltrúi Kópavogs í stjórn Sorpu og formaður starfshóps um sorpmál á svæði sem náði frá vesturlandi til suðurlands. Á árunum 2008-2010 var Ómar formaður bæjarráðs og jafnframt varaformaður ráðsins árin 2012-2014. Ómar ákvað að gefa ekki kost á sér fyrir kosningar í bæjarstjórn Kópavogs árið 2014. En hefur ákveðið að bjóða sig nú fram fyrir sveitarstjórnar-kosningarnar 2018.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ásbyrgi er staður sem mér fannst vera mjög fallegur þegar ég kom þangað fyrst.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Fögur er hlíðin og fer ég hvergi (stutta útgáfan).Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambakjöt á diskinn minn.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ristað brauð með eigin rabarbarasultu og 3 ostsneiðum þegar ég vil gera vel við mig.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Jona Lewie - You'll Always Find Me In The Kitchen At Parties. Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ekkert sem ég treysti mér mér til að deila með lesendum. En ég kem mér nokkuð reglulega í vandræðalegar aðstæður þegar ég læt vaða akkúrat það sem ég var að hugsa í það og það skiptið.Draumaferðalagið? Fljótlega í sumar að Laufkoti í Hjaltadal í Skagafirði. til að sjá Smáfríði Skýjadís sem er fyrsti kálfur Ljómalindar.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei, ekki ennþá að minnsta kosti.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Algerlega hrekklaus og tek því mjög illa að vera hrekktur.Hundar eða kettir? Borða hvorugt. En sem gæludýr tæki ég hund.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Á enga svoleiðis mynd.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Veit það ekki.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Game of Thrones er eitthvað sem ég þekki ekki. En samkvæmt persónuleika prófi úr Harry Potter er ég í Ravenclaw.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Ekki á þessari öldUppáhalds tónlistarmaður? Hr. HnetusmjörUppáhalds bókin? Bankabókin… byrjar ekki nógu vel en væntingar til höfundar eru svakalegar.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Léttmjólk- En nýmjólk þegar ég vil gera sérstaklega vel við mig.Uppáhalds þynnkumatur? Veiti ekki hvað þynnkumatur er.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Sólarströnd.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei, en oft barist við þá löngun þegar ég er á góðum stað í pottinum sem er fyrirséð að ég missi fari ég á klósettið.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Thunderstruck með AC/DC.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, umhirða á opnum svæðum ég vil bera á manir og garðana okkar, þá sérstaklega Kópavogstún, Kópavogsdal, Fossvogsdal, Rútstún og Hlíðargarð og slá þar mun oftar en gert er. Svæðin verða mun vinsælli til útivistar með þessu. T.d. verð ég að synda baksund þegar ég syndi í austurátt í Kópavogslaug í júní, júlí og ágúst svo að ég horfi ekki á illgresið í brekkunni.Á að banna flugelda? Sveitarstjórnarmenn setja ekki lög í landinu. En ég væri til í að sjá aðra möguleika skoðað eins og eitthvað geggjað lasershow með flottri tónlist á himnum á ákveðnum stöðum t.d. við áramótabrennur.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég er Fanndís Friðriks og Jói Berg strauja upp og niður kantinn alveg á hundrað. Stundum Alfreð Finnboga þegar það þarf að sýna sérstök klókindi og það þarf að tala við fólk á tungumáli sem það skilur.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira