Oddvitaáskorunin: „Ég er sannarlega móðir þriggja dreka“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2018 14:00 Ólöf Magnúsdóttir, oddynja kvennahreyfingarinnar í Reykjavík. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ólöf Magnúsdóttir leiðir lista Kvenhreyfingarrinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Ég er fædd í Reykjavík en ólst upp á Kópaskeri. Mamma er Reykvíkingur en pabbi er frá Brekku í Núpasveit. Sextán ára flutti ég til Reykjavíkur til náms þar sem ég kynntist Axel Rúnari Eyþórssyni. Við Axel eigum þrjá syni og erum búsett í Grafarvogi. Síðan þá höfum við Axel verið að brasa í því að mennta okkur og koma barnastóði á legg. Ég er með B.A. gráðu í Þjóðfræði og M.A gráðu í Hagnýtri menningarmiðlun. En í því námi kynntist ég frábærum konum og við stofnuðum saman nýsköpunarfyrirtækið Jaðarmiðlun sem þróar menningartengt efni fyrir sýndarveruleika. Í gegnum þá vinnu hef ég verið viðloðandi nýsköpunarheiminn á Íslandi og er yfir mig hrifin af þeim samstarfsvilja og gleði sem þar ríkir. Það er einmitt sá andi sem ég vil taka með mér inn í stjórnmálin. Ég nýt mín einstaklega vel í orku skapandi kvenna og því eðlilegt skref að taka stökkið og stofna Kvennahreyfinguna með þeim stórmerkilegu konum sem þar berjast.Ólöf og „ofur-Svala“ með Boga Ágústssyni.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég er mjög hrifnæm kona og á mér marga uppáhaldsstaði en ég er búin að vinna sem leiðsögukona í miðborg Reykjavíkur undan farið ár og það er alveg magnað að fá tækifæri til þess að kynnast þessari yndislegu borg í gegnum augu og eyru erlendu gestanna okkar. Að ganga inn í garðinn á bak við Listasafn Einars Jónssonar á örðum degi páska var hreinlega eins og að ganga inn í Narníu. Borgin okkar er nefnilega alveg stórkostlega töfrandi þegar þannig liggur á henni. En það er líka undursamlegt að standa ein í þoku á Melrakkasléttu og horfa á öldubrimið berja á grjótinu og vona að þú sleppir lifandi frá kríunum.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Ég er frá Kópaskeri og á mér alltaf drauma um að geta búið þar eða í sveitinni í kring. Maðurinn minn er hinsvegar úr Dýrafirði og hann dreymir um að gerast rafmagnsbóndi á Vestfjörðum. En þá langar mig að eiga gamlan traustan Land Rover með nýjum rafmagnsmótor og keyra milli bæja í doppóttum gúmmístígvélum og semja ljóð um fallegar strendur. En Grafarvogurinn færir okkur þetta allt, nálægðina við sjóinn, umhyggjusama nágranna og þorpsbraginn í Spönginni. Það vantar helst fjöllin en Ártúnsbrekkan stendur fyrir sínu.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Matur sem er eldaður handa mér með ást og umhyggju. Það er best.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Öll dramatísk söngdívulög sem ég get sungið með í bílnum.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Hef vandræðalega oft gengið á glerveggi. En það er ágætt, ég er þá í æfingu því Kvennahreyfingin ætlar að rústa glerþaki feðraveldisins.Draumaferðalagið? Ferðalag með fjölskyldunni á framandi staði þar sem við getum víkkað sjóndeildarhring okkar og lært eitthvað nýtt um okkur sjálf og annað fólk.Trúir þú á líf eftir dauðann? Það er svo gaman í þessu lífi að ég nenni ekki að hugsa um það næsta alveg strax. Mér finnst samt ólíklegt að orkan okkar verði að engu.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég held að Kvennahreyfingin sé að gera góða hluti þegar kemur að því að hrekkja feðraveldið.Hundar eða kettir? Bæði, heima hjá öðrum. Ég á börn, það er nóg fyrir mig.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Edda Björgvins er leikkona sem skilur að konur geta bæði verið ástríðufullar, umhyggjusamar, ákveðnar, skapandi, glaðar, reiðar, fyndnar og pólitískar. Að eitt þarf ekki að skyggja á annað, við erum allskonar og það má.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég er stórhuga kona að norðan svo ég hélt að þessi spurning svaraði sér sjálf en svo birtist þetta hjá DV um daginn: „Þegar þrælaborgin Yunkai var frelsuð hópuðust allir hinir nýfrelsuðu þrælar að Daenerys Targaryen og hrópuðu „Mhysa! Mhysa!“ eða „Móðir! Móðir!“. Hér var kominn fram nýr leiðtogi sem hafði hin kvenlegu gildi gæskunnar og réttlætisins að leiðarljósi, móðir alls mannkyns. Sama gildir um Ólöfu Magnúsdóttur hjá Kvennahreyfingunni en hún á þó enga dreka til að fleyta henni inn í borgarstjórn.” Nema þau klikkuðu á rannsóknarvinnunni, því ég er sannarlega móðir þriggja dreka. Þannig að þið getið kallað mig KhaleesiHefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, ég braust inn í sundlaugina á Kjalarnesi í góðra vina hópi. Svona eftir á að hyggja þá hefðum við kannski ekki átt að taka leigubíl á staðinn… en svo lengi lærir sem lifir.Uppáhalds tónlistarmaður? Það er ekki séns að ég geti valið, það er eins og að velja sér uppáhalds súkkulaði þegar súkkulaði er lífið.Uppáhalds bókin? Er í annarri umferð af Harry Potter með krökkunum mínum og svo er ég alltaf frekar mikið veik fyrir Guðrúnu frá Lundi. En ég vísa í fyrri færslu um súkkulaðið.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Hendrix með gúrku og pipar ef ég er í þannig aðstæðum annars er það íslenskt vatn beint úr læknum í útilegu. Vá, hvað ég get ekki beðið eftir því að það komi alvöru sumar.Uppáhalds þynnkumatur? Fínar húsmæður í Grafarvoginum verða ekki þunnar. En ef þær yrðu það þá færu þær örugglega að fá sér sveittann börger með frönskum og sósu í vandaðri lúgusjoppu.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Bæði væri draumurinn en ég er búin að vera í námi og barneignum síðustu tólf árin svo æskuslóðirnar á Kópaskeri hafa verið að koma sterkt inn. En þar er bæði að finna menningu og stórkostlegar strendur.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, ekki nýlega samt.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Maneater. Djók!Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Nauðgunar og ofbeldiskúltúrinn er alveg ótrúlega glatað dæmi.Á að banna flugelda? Ég er ekki hrifin af bannstefnum en ég held að það sé allt í góðu að taka samtalið um það hvort þetta sé réttlætanleg framkoma gagnvart dýrum og umhverfi. Ég er alveg skíthrædd við þessi fyrirbæri og held mig innan dyra.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Einhver sem er mikið á bekknum en fær alltaf að koma með af því að hún er fyndni frændinn.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ólöf Magnúsdóttir leiðir lista Kvenhreyfingarrinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Ég er fædd í Reykjavík en ólst upp á Kópaskeri. Mamma er Reykvíkingur en pabbi er frá Brekku í Núpasveit. Sextán ára flutti ég til Reykjavíkur til náms þar sem ég kynntist Axel Rúnari Eyþórssyni. Við Axel eigum þrjá syni og erum búsett í Grafarvogi. Síðan þá höfum við Axel verið að brasa í því að mennta okkur og koma barnastóði á legg. Ég er með B.A. gráðu í Þjóðfræði og M.A gráðu í Hagnýtri menningarmiðlun. En í því námi kynntist ég frábærum konum og við stofnuðum saman nýsköpunarfyrirtækið Jaðarmiðlun sem þróar menningartengt efni fyrir sýndarveruleika. Í gegnum þá vinnu hef ég verið viðloðandi nýsköpunarheiminn á Íslandi og er yfir mig hrifin af þeim samstarfsvilja og gleði sem þar ríkir. Það er einmitt sá andi sem ég vil taka með mér inn í stjórnmálin. Ég nýt mín einstaklega vel í orku skapandi kvenna og því eðlilegt skref að taka stökkið og stofna Kvennahreyfinguna með þeim stórmerkilegu konum sem þar berjast.Ólöf og „ofur-Svala“ með Boga Ágústssyni.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég er mjög hrifnæm kona og á mér marga uppáhaldsstaði en ég er búin að vinna sem leiðsögukona í miðborg Reykjavíkur undan farið ár og það er alveg magnað að fá tækifæri til þess að kynnast þessari yndislegu borg í gegnum augu og eyru erlendu gestanna okkar. Að ganga inn í garðinn á bak við Listasafn Einars Jónssonar á örðum degi páska var hreinlega eins og að ganga inn í Narníu. Borgin okkar er nefnilega alveg stórkostlega töfrandi þegar þannig liggur á henni. En það er líka undursamlegt að standa ein í þoku á Melrakkasléttu og horfa á öldubrimið berja á grjótinu og vona að þú sleppir lifandi frá kríunum.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Ég er frá Kópaskeri og á mér alltaf drauma um að geta búið þar eða í sveitinni í kring. Maðurinn minn er hinsvegar úr Dýrafirði og hann dreymir um að gerast rafmagnsbóndi á Vestfjörðum. En þá langar mig að eiga gamlan traustan Land Rover með nýjum rafmagnsmótor og keyra milli bæja í doppóttum gúmmístígvélum og semja ljóð um fallegar strendur. En Grafarvogurinn færir okkur þetta allt, nálægðina við sjóinn, umhyggjusama nágranna og þorpsbraginn í Spönginni. Það vantar helst fjöllin en Ártúnsbrekkan stendur fyrir sínu.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Matur sem er eldaður handa mér með ást og umhyggju. Það er best.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Öll dramatísk söngdívulög sem ég get sungið með í bílnum.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Hef vandræðalega oft gengið á glerveggi. En það er ágætt, ég er þá í æfingu því Kvennahreyfingin ætlar að rústa glerþaki feðraveldisins.Draumaferðalagið? Ferðalag með fjölskyldunni á framandi staði þar sem við getum víkkað sjóndeildarhring okkar og lært eitthvað nýtt um okkur sjálf og annað fólk.Trúir þú á líf eftir dauðann? Það er svo gaman í þessu lífi að ég nenni ekki að hugsa um það næsta alveg strax. Mér finnst samt ólíklegt að orkan okkar verði að engu.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég held að Kvennahreyfingin sé að gera góða hluti þegar kemur að því að hrekkja feðraveldið.Hundar eða kettir? Bæði, heima hjá öðrum. Ég á börn, það er nóg fyrir mig.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Edda Björgvins er leikkona sem skilur að konur geta bæði verið ástríðufullar, umhyggjusamar, ákveðnar, skapandi, glaðar, reiðar, fyndnar og pólitískar. Að eitt þarf ekki að skyggja á annað, við erum allskonar og það má.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég er stórhuga kona að norðan svo ég hélt að þessi spurning svaraði sér sjálf en svo birtist þetta hjá DV um daginn: „Þegar þrælaborgin Yunkai var frelsuð hópuðust allir hinir nýfrelsuðu þrælar að Daenerys Targaryen og hrópuðu „Mhysa! Mhysa!“ eða „Móðir! Móðir!“. Hér var kominn fram nýr leiðtogi sem hafði hin kvenlegu gildi gæskunnar og réttlætisins að leiðarljósi, móðir alls mannkyns. Sama gildir um Ólöfu Magnúsdóttur hjá Kvennahreyfingunni en hún á þó enga dreka til að fleyta henni inn í borgarstjórn.” Nema þau klikkuðu á rannsóknarvinnunni, því ég er sannarlega móðir þriggja dreka. Þannig að þið getið kallað mig KhaleesiHefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, ég braust inn í sundlaugina á Kjalarnesi í góðra vina hópi. Svona eftir á að hyggja þá hefðum við kannski ekki átt að taka leigubíl á staðinn… en svo lengi lærir sem lifir.Uppáhalds tónlistarmaður? Það er ekki séns að ég geti valið, það er eins og að velja sér uppáhalds súkkulaði þegar súkkulaði er lífið.Uppáhalds bókin? Er í annarri umferð af Harry Potter með krökkunum mínum og svo er ég alltaf frekar mikið veik fyrir Guðrúnu frá Lundi. En ég vísa í fyrri færslu um súkkulaðið.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Hendrix með gúrku og pipar ef ég er í þannig aðstæðum annars er það íslenskt vatn beint úr læknum í útilegu. Vá, hvað ég get ekki beðið eftir því að það komi alvöru sumar.Uppáhalds þynnkumatur? Fínar húsmæður í Grafarvoginum verða ekki þunnar. En ef þær yrðu það þá færu þær örugglega að fá sér sveittann börger með frönskum og sósu í vandaðri lúgusjoppu.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Bæði væri draumurinn en ég er búin að vera í námi og barneignum síðustu tólf árin svo æskuslóðirnar á Kópaskeri hafa verið að koma sterkt inn. En þar er bæði að finna menningu og stórkostlegar strendur.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, ekki nýlega samt.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Maneater. Djók!Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Nauðgunar og ofbeldiskúltúrinn er alveg ótrúlega glatað dæmi.Á að banna flugelda? Ég er ekki hrifin af bannstefnum en ég held að það sé allt í góðu að taka samtalið um það hvort þetta sé réttlætanleg framkoma gagnvart dýrum og umhverfi. Ég er alveg skíthrædd við þessi fyrirbæri og held mig innan dyra.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Einhver sem er mikið á bekknum en fær alltaf að koma með af því að hún er fyndni frændinn.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira