Megrunarsleikibrjóstsykur Kim Kardashian lagðist illa í aðdáendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2018 19:58 Hér má sjá auglýsinguna umdeildu. Instagram/Kim Kardashian Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum undanfarna daga eftir að hún birti færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún auglýsir sleikipinna sem „draga úr matarlyst.“ „Krakkar... @flattummyco var að gefa út nýja vöru. Þetta eru sleikpinnar sem draga úr matarlyst og þeir eru bókstaflega ótrúlegir,“ skrifaði Kardashian í færslunni en með fylgdi mynd af henni þar sem hún sást gæða sér á einum téðra sleikipinna. Aðdáendur Kardashian lýstu margir yfir megnri óánægju með færsluna og sögðu raunveruleikastjörnuna sýna af sér vítavert ábyrgðarleysi með því að auglýsa megrunarvöru á borð við sleikipinnana. Þá agnúuðust netverjar helst út í lýsinguna á vörunni, „sleikipinnar sem draga úr matarlyst“, og sögðu margir að með því væri Kardashian að ýta undir óheilbrigt samband fólks, sérstaklega kvenna, við mat. „Þú átt að borða ef þú verður svöng. Þetta er ógeðslegt,“ skrifaði einn fylgjandi Kardashian í athugasemd við myndina. Þá vakti Twitter-færsla leikkonunnar Jameelu Jamil, sem fer með hlutverk Tahani í sjónvarpsþáttaröðinni The Good Place, mikla athygli. Jamil var hispurslaus í gagnrýni sinni, sagði Kardashian raunar að „fara til fjandans“, og að hún hefði „eitruð og hryllileg áhrif á ungar stúlkur.“No. Fuck off. No. You terrible and toxic influence on young girls. I admire their mother's branding capabilities, she is an exploitative but innovative genius, however this family makes me feel actual despair over what women are reduced to. pic.twitter.com/zDPN1T8sBM— Jameela Jamil (@jameelajamil) May 16, 2018 Á heimasíðu fyrirtækisins sem fékk Kim til að auglýsa sleikipinnana fyrir sig er lýsing á vörunni höfð með fyrirvara frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, FDA. Þar segir að fullyrðingar um að sleikipinnarnir dragi úr matarlyst hafi ekki fengist staðfestar af stofnuninni. Stuttu eftir að Kardashian birti myndina tók Instagram hana niður en baðst svo snarlega afsökunar á viðbrögðum sínum. Myndin stendur því enn. Kardashian hefur þó breytt textanum undir auglýsingunni en þar sem fylgjendur hennar voru áður hvattir til að gæða sér á megrunarsleikjó stendur nú einsömul tjása af sleikipinna. A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on May 15, 2018 at 4:00pm PDT Tengdar fréttir Kim Kardashian birtir djarfa myndaseríu á Instagram Raunveruleikastjarnan kann að brjóta internetið og að þessu sinni með Poloroid myndum. 30. janúar 2018 11:00 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Kim Kardashian birtir fyrstu myndina af Chicago West Hjónakornin Kim Kardashian og Kanye West eignuðust litla stúlku þann 15. janúar en stúlkan kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira
Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum undanfarna daga eftir að hún birti færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún auglýsir sleikipinna sem „draga úr matarlyst.“ „Krakkar... @flattummyco var að gefa út nýja vöru. Þetta eru sleikpinnar sem draga úr matarlyst og þeir eru bókstaflega ótrúlegir,“ skrifaði Kardashian í færslunni en með fylgdi mynd af henni þar sem hún sást gæða sér á einum téðra sleikipinna. Aðdáendur Kardashian lýstu margir yfir megnri óánægju með færsluna og sögðu raunveruleikastjörnuna sýna af sér vítavert ábyrgðarleysi með því að auglýsa megrunarvöru á borð við sleikipinnana. Þá agnúuðust netverjar helst út í lýsinguna á vörunni, „sleikipinnar sem draga úr matarlyst“, og sögðu margir að með því væri Kardashian að ýta undir óheilbrigt samband fólks, sérstaklega kvenna, við mat. „Þú átt að borða ef þú verður svöng. Þetta er ógeðslegt,“ skrifaði einn fylgjandi Kardashian í athugasemd við myndina. Þá vakti Twitter-færsla leikkonunnar Jameelu Jamil, sem fer með hlutverk Tahani í sjónvarpsþáttaröðinni The Good Place, mikla athygli. Jamil var hispurslaus í gagnrýni sinni, sagði Kardashian raunar að „fara til fjandans“, og að hún hefði „eitruð og hryllileg áhrif á ungar stúlkur.“No. Fuck off. No. You terrible and toxic influence on young girls. I admire their mother's branding capabilities, she is an exploitative but innovative genius, however this family makes me feel actual despair over what women are reduced to. pic.twitter.com/zDPN1T8sBM— Jameela Jamil (@jameelajamil) May 16, 2018 Á heimasíðu fyrirtækisins sem fékk Kim til að auglýsa sleikipinnana fyrir sig er lýsing á vörunni höfð með fyrirvara frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, FDA. Þar segir að fullyrðingar um að sleikipinnarnir dragi úr matarlyst hafi ekki fengist staðfestar af stofnuninni. Stuttu eftir að Kardashian birti myndina tók Instagram hana niður en baðst svo snarlega afsökunar á viðbrögðum sínum. Myndin stendur því enn. Kardashian hefur þó breytt textanum undir auglýsingunni en þar sem fylgjendur hennar voru áður hvattir til að gæða sér á megrunarsleikjó stendur nú einsömul tjása af sleikipinna. A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on May 15, 2018 at 4:00pm PDT
Tengdar fréttir Kim Kardashian birtir djarfa myndaseríu á Instagram Raunveruleikastjarnan kann að brjóta internetið og að þessu sinni með Poloroid myndum. 30. janúar 2018 11:00 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Kim Kardashian birtir fyrstu myndina af Chicago West Hjónakornin Kim Kardashian og Kanye West eignuðust litla stúlku þann 15. janúar en stúlkan kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira
Kim Kardashian birtir djarfa myndaseríu á Instagram Raunveruleikastjarnan kann að brjóta internetið og að þessu sinni með Poloroid myndum. 30. janúar 2018 11:00
Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35
Kim Kardashian birtir fyrstu myndina af Chicago West Hjónakornin Kim Kardashian og Kanye West eignuðust litla stúlku þann 15. janúar en stúlkan kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður. 28. febrúar 2018 11:30