Megrunarsleikibrjóstsykur Kim Kardashian lagðist illa í aðdáendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2018 19:58 Hér má sjá auglýsinguna umdeildu. Instagram/Kim Kardashian Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum undanfarna daga eftir að hún birti færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún auglýsir sleikipinna sem „draga úr matarlyst.“ „Krakkar... @flattummyco var að gefa út nýja vöru. Þetta eru sleikpinnar sem draga úr matarlyst og þeir eru bókstaflega ótrúlegir,“ skrifaði Kardashian í færslunni en með fylgdi mynd af henni þar sem hún sást gæða sér á einum téðra sleikipinna. Aðdáendur Kardashian lýstu margir yfir megnri óánægju með færsluna og sögðu raunveruleikastjörnuna sýna af sér vítavert ábyrgðarleysi með því að auglýsa megrunarvöru á borð við sleikipinnana. Þá agnúuðust netverjar helst út í lýsinguna á vörunni, „sleikipinnar sem draga úr matarlyst“, og sögðu margir að með því væri Kardashian að ýta undir óheilbrigt samband fólks, sérstaklega kvenna, við mat. „Þú átt að borða ef þú verður svöng. Þetta er ógeðslegt,“ skrifaði einn fylgjandi Kardashian í athugasemd við myndina. Þá vakti Twitter-færsla leikkonunnar Jameelu Jamil, sem fer með hlutverk Tahani í sjónvarpsþáttaröðinni The Good Place, mikla athygli. Jamil var hispurslaus í gagnrýni sinni, sagði Kardashian raunar að „fara til fjandans“, og að hún hefði „eitruð og hryllileg áhrif á ungar stúlkur.“No. Fuck off. No. You terrible and toxic influence on young girls. I admire their mother's branding capabilities, she is an exploitative but innovative genius, however this family makes me feel actual despair over what women are reduced to. pic.twitter.com/zDPN1T8sBM— Jameela Jamil (@jameelajamil) May 16, 2018 Á heimasíðu fyrirtækisins sem fékk Kim til að auglýsa sleikipinnana fyrir sig er lýsing á vörunni höfð með fyrirvara frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, FDA. Þar segir að fullyrðingar um að sleikipinnarnir dragi úr matarlyst hafi ekki fengist staðfestar af stofnuninni. Stuttu eftir að Kardashian birti myndina tók Instagram hana niður en baðst svo snarlega afsökunar á viðbrögðum sínum. Myndin stendur því enn. Kardashian hefur þó breytt textanum undir auglýsingunni en þar sem fylgjendur hennar voru áður hvattir til að gæða sér á megrunarsleikjó stendur nú einsömul tjása af sleikipinna. A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on May 15, 2018 at 4:00pm PDT Tengdar fréttir Kim Kardashian birtir djarfa myndaseríu á Instagram Raunveruleikastjarnan kann að brjóta internetið og að þessu sinni með Poloroid myndum. 30. janúar 2018 11:00 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Kim Kardashian birtir fyrstu myndina af Chicago West Hjónakornin Kim Kardashian og Kanye West eignuðust litla stúlku þann 15. janúar en stúlkan kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira
Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum undanfarna daga eftir að hún birti færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún auglýsir sleikipinna sem „draga úr matarlyst.“ „Krakkar... @flattummyco var að gefa út nýja vöru. Þetta eru sleikpinnar sem draga úr matarlyst og þeir eru bókstaflega ótrúlegir,“ skrifaði Kardashian í færslunni en með fylgdi mynd af henni þar sem hún sást gæða sér á einum téðra sleikipinna. Aðdáendur Kardashian lýstu margir yfir megnri óánægju með færsluna og sögðu raunveruleikastjörnuna sýna af sér vítavert ábyrgðarleysi með því að auglýsa megrunarvöru á borð við sleikipinnana. Þá agnúuðust netverjar helst út í lýsinguna á vörunni, „sleikipinnar sem draga úr matarlyst“, og sögðu margir að með því væri Kardashian að ýta undir óheilbrigt samband fólks, sérstaklega kvenna, við mat. „Þú átt að borða ef þú verður svöng. Þetta er ógeðslegt,“ skrifaði einn fylgjandi Kardashian í athugasemd við myndina. Þá vakti Twitter-færsla leikkonunnar Jameelu Jamil, sem fer með hlutverk Tahani í sjónvarpsþáttaröðinni The Good Place, mikla athygli. Jamil var hispurslaus í gagnrýni sinni, sagði Kardashian raunar að „fara til fjandans“, og að hún hefði „eitruð og hryllileg áhrif á ungar stúlkur.“No. Fuck off. No. You terrible and toxic influence on young girls. I admire their mother's branding capabilities, she is an exploitative but innovative genius, however this family makes me feel actual despair over what women are reduced to. pic.twitter.com/zDPN1T8sBM— Jameela Jamil (@jameelajamil) May 16, 2018 Á heimasíðu fyrirtækisins sem fékk Kim til að auglýsa sleikipinnana fyrir sig er lýsing á vörunni höfð með fyrirvara frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, FDA. Þar segir að fullyrðingar um að sleikipinnarnir dragi úr matarlyst hafi ekki fengist staðfestar af stofnuninni. Stuttu eftir að Kardashian birti myndina tók Instagram hana niður en baðst svo snarlega afsökunar á viðbrögðum sínum. Myndin stendur því enn. Kardashian hefur þó breytt textanum undir auglýsingunni en þar sem fylgjendur hennar voru áður hvattir til að gæða sér á megrunarsleikjó stendur nú einsömul tjása af sleikipinna. A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on May 15, 2018 at 4:00pm PDT
Tengdar fréttir Kim Kardashian birtir djarfa myndaseríu á Instagram Raunveruleikastjarnan kann að brjóta internetið og að þessu sinni með Poloroid myndum. 30. janúar 2018 11:00 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Kim Kardashian birtir fyrstu myndina af Chicago West Hjónakornin Kim Kardashian og Kanye West eignuðust litla stúlku þann 15. janúar en stúlkan kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður. 28. febrúar 2018 11:30 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira
Kim Kardashian birtir djarfa myndaseríu á Instagram Raunveruleikastjarnan kann að brjóta internetið og að þessu sinni með Poloroid myndum. 30. janúar 2018 11:00
Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35
Kim Kardashian birtir fyrstu myndina af Chicago West Hjónakornin Kim Kardashian og Kanye West eignuðust litla stúlku þann 15. janúar en stúlkan kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður. 28. febrúar 2018 11:30