Allir biskupar í Chile bjóða afsögn sína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. maí 2018 08:00 Juan Ignacio Gonzalez og Luis Fernando Ramos Perez, chileskir biskupar, á blaðamannafundi í gær. Tilefni fundarins var barnaníðshneyksli sem skekur kaþólsku kirkjuna í landinu. Nordicphotos/AFP Allir 34 biskupar kaþólsku kirkjunnar í Suður-Ameríkuríkinu Síle hafa boðið Frans páfa afsagnarbréf sín. Þetta kom fram í tilkynningu sem biskuparnir sendu frá sér í gær en ástæðan er barnaníðshneyksli og yfirhylming sem hefur hrist stoðir kaþólsku kirkjunnar þar í landi. Þetta er í fyrsta sinn í nærri 2.000 ára langri sögu kaþólsku kirkjunnar sem allir biskupar heillar þjóðar bjóðast til að segja af sér, svo vitað sé. Um er að ræða mál fyrrverandi prestsins Fernando Karadima. Ásakanir á hendur honum um barnaníð komu fyrst fyrir augu almennings árið 2010. Juan Barros biskup, sem Frans páfi skipaði fyrir þremur árum, er svo sakaður um að hafa hylmt yfir með Karadima og einnig að hafa verið viðstaddur þegar sum brotin voru framin.Neyðarviðræður í Páfagarði Afsagnarbréfin afhentu biskuparnir í lok þriggja daga neyðarviðræðna í Páfagarði sem páfi bauð til vegna málsins eftir að hann lýsti því yfir að hann hafi gerst sekur um „alvarlegan dómgreindarbrest“ í máli Barros. Þrýst hafði verið á biskupana að segja af sér eftir að upplýsingum úr 2.300 blaðsíðna langri skýrslu, sem Charles Scicluna, erkibiskupinn af Möltu, og hinn spænski Jordi Bertomeu unnu um hneykslið fyrir Páfagarð, var lekið á fimmtudagskvöld. Í umræddri skýrslu kom fram að páfi líti svo á að biskuparnir hafi margir eyðilagt sönnunargögn, þrýst á rannsakendur að halda aftur af sér og sýnt alvarlega vanrækslu með því að skýla ekki börnum frá ofbeldismönnum innan kirkjunnar. Páfi sagði sömuleiðis í skýrslunni að allir valdamenn innan chilesku kirkjunnar bæru ábyrgð á meðferð málsins. „Enginn getur flúið ábyrgð sína og kennt öðrum um,“ sagði chileska sjónvarpsstöðin T13 að páfi hafi skrifað. Páfagarður staðfesti síðar að tilvitnunin væri rétt. Páfi sagði í útdrætti úr skýrslunni að það hátterni að bjóða ofbeldismenn innan kirkjunnar velkomna og hleypa þeim í stjórnunarstöður, líkt og gert var í Chile, væri eitt helsta einkenni þeirrar kynferðisofbeldiskrísu sem hrjáð hefur kaþólsku kirkjuna á heimsvísu undanfarna áratugi. „Vandamál kirkjunnar er ekki hægt að leysa með því að taka einungis á einstökum málum, þótt það þurfi vissulega að gera líka. En það er ekki nóg, við þurfum að gera meira. Það væri óábyrgt af okkur að skoða ekki ræturnar og þá innviði sem hafa leyft svona löguðu að endurtaka sig ítrekað,“ sagði aukinheldur í útdrætti páfa.Framtíðin í höndum páfans Biskuparnir sögðu í yfirlýsingu gærdagsins að framtíð þeirra væri í höndum páfa. Ef hann samþykkti ekki afsögn þeirra myndu þeir halda áfram störfum sínum fyrir kirkjuna. „Í samstarfi við páfann viljum við ná fram réttlæti og vinna að því að bæta þann skaða sem hefur orðið,“ sagði þar aukinheldur. „Við höfum ákveðið að setja framtíð okkar í hendur hins heilaga föður og biðjumst fyrirgefningar fyrir þann sársauka sem fórnarlömbin þurftu að þola, við biðjum páfann afsökunar og við biðjum land okkar afsökunar á þeim alvarlegu mistökum sem við höfum gert,“ sagði þar enn fremur. Barros hefur endurtekið boðið páfa afsögn sína. Páfinn hefur neitað því í hvert skipti þar sem honum þótti sekt Barros ekki liggja fyrir. Nú þykir líklegt að niðurstaðan verði önnur. Sagði AP í gær frá því að páfa hafi snúist hugur eftir að hann las fyrrnefnda 2.300 blaðsíðna skýrslu.Umdeild heimsókn Páfi ferðaðist sjálfur til Chile í janúar. Ummæli hans um málið þá vöktu mikla reiði. „Það eru engin sönnunargögn sem benda til sektar hans [Barros]. Þetta eru allt meiðyrði. Skiljið þið það?“ sagði páfi áður en hann hélt til messu í borginni Iquique. Sagði hann svo við blaðamenn að þegar einhver myndi leggja fram sönnunargögn gegn Barros myndi páfi ræða málið. Juan Carlos Cruz, er einn þeirra sem sakað hefur Karadima um kynferðisofbeldi og hefur sagt að Barros hafi verið viðstaddur þegar Karadima kyssti hann og káfaði á honum, var á meðal fórnarlamba sem fordæmdu orð páfa. „Það er ekki eins og ég hafi getað tekið mynd á meðan Karadima misnotaði mig og aðra á meðan Juan Barros stóð við hlið hans og fylgdist með. Páfi talar um að bæta skaðann en ekkert hefur breyst. Afsökunarbeiðni hans er innantóm,“ sagði Cruz í janúar. Þá sagði James Hamilton, annar þolenda Karadima, að með þessum ummælum hafi almenningur fengið að sjá aðra hlið á páfa. „Það sem páfinn hefur gert hér í dag er særandi og sársaukafullt. Ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir alla þá sem vilja binda enda á þetta ofbeldi.“ Birtist í Fréttablaðinu Chile Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Allir 34 biskupar kaþólsku kirkjunnar í Suður-Ameríkuríkinu Síle hafa boðið Frans páfa afsagnarbréf sín. Þetta kom fram í tilkynningu sem biskuparnir sendu frá sér í gær en ástæðan er barnaníðshneyksli og yfirhylming sem hefur hrist stoðir kaþólsku kirkjunnar þar í landi. Þetta er í fyrsta sinn í nærri 2.000 ára langri sögu kaþólsku kirkjunnar sem allir biskupar heillar þjóðar bjóðast til að segja af sér, svo vitað sé. Um er að ræða mál fyrrverandi prestsins Fernando Karadima. Ásakanir á hendur honum um barnaníð komu fyrst fyrir augu almennings árið 2010. Juan Barros biskup, sem Frans páfi skipaði fyrir þremur árum, er svo sakaður um að hafa hylmt yfir með Karadima og einnig að hafa verið viðstaddur þegar sum brotin voru framin.Neyðarviðræður í Páfagarði Afsagnarbréfin afhentu biskuparnir í lok þriggja daga neyðarviðræðna í Páfagarði sem páfi bauð til vegna málsins eftir að hann lýsti því yfir að hann hafi gerst sekur um „alvarlegan dómgreindarbrest“ í máli Barros. Þrýst hafði verið á biskupana að segja af sér eftir að upplýsingum úr 2.300 blaðsíðna langri skýrslu, sem Charles Scicluna, erkibiskupinn af Möltu, og hinn spænski Jordi Bertomeu unnu um hneykslið fyrir Páfagarð, var lekið á fimmtudagskvöld. Í umræddri skýrslu kom fram að páfi líti svo á að biskuparnir hafi margir eyðilagt sönnunargögn, þrýst á rannsakendur að halda aftur af sér og sýnt alvarlega vanrækslu með því að skýla ekki börnum frá ofbeldismönnum innan kirkjunnar. Páfi sagði sömuleiðis í skýrslunni að allir valdamenn innan chilesku kirkjunnar bæru ábyrgð á meðferð málsins. „Enginn getur flúið ábyrgð sína og kennt öðrum um,“ sagði chileska sjónvarpsstöðin T13 að páfi hafi skrifað. Páfagarður staðfesti síðar að tilvitnunin væri rétt. Páfi sagði í útdrætti úr skýrslunni að það hátterni að bjóða ofbeldismenn innan kirkjunnar velkomna og hleypa þeim í stjórnunarstöður, líkt og gert var í Chile, væri eitt helsta einkenni þeirrar kynferðisofbeldiskrísu sem hrjáð hefur kaþólsku kirkjuna á heimsvísu undanfarna áratugi. „Vandamál kirkjunnar er ekki hægt að leysa með því að taka einungis á einstökum málum, þótt það þurfi vissulega að gera líka. En það er ekki nóg, við þurfum að gera meira. Það væri óábyrgt af okkur að skoða ekki ræturnar og þá innviði sem hafa leyft svona löguðu að endurtaka sig ítrekað,“ sagði aukinheldur í útdrætti páfa.Framtíðin í höndum páfans Biskuparnir sögðu í yfirlýsingu gærdagsins að framtíð þeirra væri í höndum páfa. Ef hann samþykkti ekki afsögn þeirra myndu þeir halda áfram störfum sínum fyrir kirkjuna. „Í samstarfi við páfann viljum við ná fram réttlæti og vinna að því að bæta þann skaða sem hefur orðið,“ sagði þar aukinheldur. „Við höfum ákveðið að setja framtíð okkar í hendur hins heilaga föður og biðjumst fyrirgefningar fyrir þann sársauka sem fórnarlömbin þurftu að þola, við biðjum páfann afsökunar og við biðjum land okkar afsökunar á þeim alvarlegu mistökum sem við höfum gert,“ sagði þar enn fremur. Barros hefur endurtekið boðið páfa afsögn sína. Páfinn hefur neitað því í hvert skipti þar sem honum þótti sekt Barros ekki liggja fyrir. Nú þykir líklegt að niðurstaðan verði önnur. Sagði AP í gær frá því að páfa hafi snúist hugur eftir að hann las fyrrnefnda 2.300 blaðsíðna skýrslu.Umdeild heimsókn Páfi ferðaðist sjálfur til Chile í janúar. Ummæli hans um málið þá vöktu mikla reiði. „Það eru engin sönnunargögn sem benda til sektar hans [Barros]. Þetta eru allt meiðyrði. Skiljið þið það?“ sagði páfi áður en hann hélt til messu í borginni Iquique. Sagði hann svo við blaðamenn að þegar einhver myndi leggja fram sönnunargögn gegn Barros myndi páfi ræða málið. Juan Carlos Cruz, er einn þeirra sem sakað hefur Karadima um kynferðisofbeldi og hefur sagt að Barros hafi verið viðstaddur þegar Karadima kyssti hann og káfaði á honum, var á meðal fórnarlamba sem fordæmdu orð páfa. „Það er ekki eins og ég hafi getað tekið mynd á meðan Karadima misnotaði mig og aðra á meðan Juan Barros stóð við hlið hans og fylgdist með. Páfi talar um að bæta skaðann en ekkert hefur breyst. Afsökunarbeiðni hans er innantóm,“ sagði Cruz í janúar. Þá sagði James Hamilton, annar þolenda Karadima, að með þessum ummælum hafi almenningur fengið að sjá aðra hlið á páfa. „Það sem páfinn hefur gert hér í dag er særandi og sársaukafullt. Ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir alla þá sem vilja binda enda á þetta ofbeldi.“
Birtist í Fréttablaðinu Chile Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira