Íslenskan hræddi stórstjörnu REM Benedikt Bóas skrifar 19. maí 2018 09:00 Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Fréttablaðið/Hanna „Sameiginlegur vinur var að segja honum að ég væri að gera plötu og hann átti lausa viku og spurði hvort hann gæti hjálpað,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari en fyrsta lagið af komandi sólóplötu hans, Draumaland, er byrjað að heyrast á öldum ljósvakans. Þar heyrist einnig í rödd Kens Stringfellow en hann spilaði með ofurhljómsveitinni REM á árum áður. Hann hefur spilað á yfir 200 plötum, meðal annars Man on the Moon, Reveal og Around the Sun. „Hann sagðist vera góður í bakröddum en þegar ég benti honum á að lagið væri á íslensku þá sagðist ætla að gera bara Ú og Ó og A og tók upp viðbót fyrir mig,“ segir Haukur.Hann tekur upp plötuna í Þýskalandi þar sem hann býr í stúdíóinu í viku í senn. „Dikta er enn að spila og við erum að spila hér og þar. Eftir að Skúli bassaleikari flutti til Ameríku höfum verið minna að semja og gera. Ég er alltaf að semja og búinn að vera gera það í 25 ár. Það er gaman að taka upp og mig langar að koma þessu frá mér. Ég lét því slag standa og það er um eitt og hálft ár síðan ég byrjaði.“ Sky van Hoff tekur upp plötuna og eru erlendir sessjónleikarar í aðalhlutverki. Þó er Þorbjörn Sigurðsson á bassa en hann er vanari gítarplokki. „Hann tók upp síðustu plötu með Diktu og þannig kynntist ég honum. Hann er algjör snillingur. Það er gott að fara út og kúpla sig út úr hversdagsleikanum.“ Lagið Draumaland er þegar komið í spilun og farið að heyrast á öldum ljósvakans. Haukur segir að hann hafi ætlað að koma með lag mun fyrr. „Ég ætlaði að koma með lag fyrir ári en ég eignaðist þriðja barnið síðasta sumar svo það tók tíma. Ég er að gera 12 lög og það verða kannski 10 lög á plötunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Sameiginlegur vinur var að segja honum að ég væri að gera plötu og hann átti lausa viku og spurði hvort hann gæti hjálpað,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari en fyrsta lagið af komandi sólóplötu hans, Draumaland, er byrjað að heyrast á öldum ljósvakans. Þar heyrist einnig í rödd Kens Stringfellow en hann spilaði með ofurhljómsveitinni REM á árum áður. Hann hefur spilað á yfir 200 plötum, meðal annars Man on the Moon, Reveal og Around the Sun. „Hann sagðist vera góður í bakröddum en þegar ég benti honum á að lagið væri á íslensku þá sagðist ætla að gera bara Ú og Ó og A og tók upp viðbót fyrir mig,“ segir Haukur.Hann tekur upp plötuna í Þýskalandi þar sem hann býr í stúdíóinu í viku í senn. „Dikta er enn að spila og við erum að spila hér og þar. Eftir að Skúli bassaleikari flutti til Ameríku höfum verið minna að semja og gera. Ég er alltaf að semja og búinn að vera gera það í 25 ár. Það er gaman að taka upp og mig langar að koma þessu frá mér. Ég lét því slag standa og það er um eitt og hálft ár síðan ég byrjaði.“ Sky van Hoff tekur upp plötuna og eru erlendir sessjónleikarar í aðalhlutverki. Þó er Þorbjörn Sigurðsson á bassa en hann er vanari gítarplokki. „Hann tók upp síðustu plötu með Diktu og þannig kynntist ég honum. Hann er algjör snillingur. Það er gott að fara út og kúpla sig út úr hversdagsleikanum.“ Lagið Draumaland er þegar komið í spilun og farið að heyrast á öldum ljósvakans. Haukur segir að hann hafi ætlað að koma með lag mun fyrr. „Ég ætlaði að koma með lag fyrir ári en ég eignaðist þriðja barnið síðasta sumar svo það tók tíma. Ég er að gera 12 lög og það verða kannski 10 lög á plötunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“