Fyrstu laxarnir mættir í árnar Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2018 14:07 Laxveiðin hefst í byrjun júní og það er mikil spenna sem fylgir hverri opnun þegar það þá kemur í ljós hvort laxinn sé mættur í árnar. Það hefur nú þegar kvisast út orðrómur og fréttir þess efnis að laxar hafi sést í Laxá í Kjós og í Leirá. Það er ekkert óvenjulegt að lax sjáist í Kjósinni um þetta leiti þó þetta sé heldur snemma í maí en þarf ekki að vera neitt óvenjulegt. Bubbi Morthens Kjósarbúi með meiru er duglegur að skima í ánni á þessum tíma til að sjá fyrstu laxana og það var ekkert öðruvísi á þessu ári en fyrsti laxinn bar við augu Bubba einhvers staðar neðan við Kvíslafoss. Það er svo spurning hvort að þetta verði eins og í fyrra þar sem göngurnar voru mjög snemma á ferðinni á vesturlandi og að sama skapi liggur spurningin í loftinu með hvernig heimtur verði úr hafi? Mælingar sýndu fram á góðann og heilbrigðan seiðabúskap í þeim seiðum sem fóru til sjávar í fyrra og hafi hafið tekið vel á móti þeim getum við vonandi átt von á sterkum göngum í sumar. Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði
Laxveiðin hefst í byrjun júní og það er mikil spenna sem fylgir hverri opnun þegar það þá kemur í ljós hvort laxinn sé mættur í árnar. Það hefur nú þegar kvisast út orðrómur og fréttir þess efnis að laxar hafi sést í Laxá í Kjós og í Leirá. Það er ekkert óvenjulegt að lax sjáist í Kjósinni um þetta leiti þó þetta sé heldur snemma í maí en þarf ekki að vera neitt óvenjulegt. Bubbi Morthens Kjósarbúi með meiru er duglegur að skima í ánni á þessum tíma til að sjá fyrstu laxana og það var ekkert öðruvísi á þessu ári en fyrsti laxinn bar við augu Bubba einhvers staðar neðan við Kvíslafoss. Það er svo spurning hvort að þetta verði eins og í fyrra þar sem göngurnar voru mjög snemma á ferðinni á vesturlandi og að sama skapi liggur spurningin í loftinu með hvernig heimtur verði úr hafi? Mælingar sýndu fram á góðann og heilbrigðan seiðabúskap í þeim seiðum sem fóru til sjávar í fyrra og hafi hafið tekið vel á móti þeim getum við vonandi átt von á sterkum göngum í sumar.
Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði