Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. maí 2018 06:00 Samband Írana og Ísraela hefur ekki verið gott undanfarna áratugi. Forseti Ísraels, Benjamín Netanyahu, hélt mikla þrumuræðu í gær um kjarnorkuáætlun Írana, sem hann segir í fullum gangi þrátt fyrir samkomulag um annað. VÍSIR/AFP Eldflaugaárásir voru gerðar á bækistöðvar sýrlenska hersins í norðurhluta Sýrlands í fyrrinótt. Enginn lýsti yfir ábyrgð á árásunum. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights fórust 26. Fjórir hinna látnu voru sýrlenskir en meirihlutinn var íranskur. Íranski herinn hefur haft aðsetur í umræddum bækistöðvum. Samkvæmt Syrian Observatory var eldflaugum skotið á herstöð suður af borginni Hama. Þá sagði blaðamaðurinn og aktívistinn Mohammed Rasheed að árásin hefði verið svo hörð að hús í borginni sjálfri stórsködduðust. Einnig hefur verið greint frá því að eldflaugum hafi verið skotið á Salhab-svæðið, vestur af Hama, og á Nairab-herflugvöllinn nærri Aleppo. Þúsundir íranskra hermanna og enn fleiri hermenn í hersveitum fjármögnuðum af Írönum, einna helst Hezbollah, hafa barist við hlið hermanna ríkisstjórnar Bashars al-Assad í sýrlensku borgarastyrjöldinni. Samkvæmt talsmanni þess bandalags fórust sextán, þar af ellefu Íranir, í árásinni á herstöðina suður af Hama. 200 eldflaugar sem geymdar voru í herstöðinni eyðilögðust jafnframt.Sjá einnig: Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn réðust með álíka hætti á þrjú skotmörk, sem talin voru tengjast efnavopnaframleiðslu, í apríl. Þá voru Ísraelar sakaðir um að hafa skotið á herflugvöll sem Íranar hafa notað undir dróna og til loftvarna í sama mánuði. Yisrael Katz, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist í gærmorgun ekki vita af neinum árásum. Ísraelar hafa haldið sig fast við þá stefnu sína að tilkynna hvorki um né staðfesta að þeir hafi gert árásir á Sýrland. Þrátt fyrir að Katz viti ekki um neinar árásir horfa Íranar því ásökunaraugum til Ísraels. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, sagði í gær að óvinir ríkisins gætu ekki lengur hlaupist undan ábyrgð. „Þeir vita það vel að ef þeir ráðast á Íran munum við svara því margfalt,“ sagði Khamenei í gær en setti ummæli sín ekki í sérstakt samhengi við fyrrnefnda árás. Umfjöllun íranskra miðla um árásina var misvísandi. Tasmin-fréttastofan sagði enga íranska hermenn hafa farist og neitaði því að herstöðvar undir stjórn íranska hersins hefðu orðið fyrir árás. Aftur á móti sagði ISNA-fréttastofan að átján Íranar, þar af einn herforingi, hefðu farist. ISNA eyddi frétt sinni af veraldarvefnum stuttu síðar. Héldu íranskir embættismenn því fram sömuleiðis að enginn Írani hefði farist í árásinni. Amos Yadlin, fyrrverandi stjórnandi leyniþjónustu ísraelska hersins, sagði Írana neita að mannfall hefði orðið svo þeir þyrftu ekki að skjóta til baka. „Ef engir Íranar deyja þarftu ekki að ná fram hefndum,“ sagði Yadlin við blaðamenn í gær. Sagði hann þó að hann ætti von á því að Íranar myndu svara fyrir sig með einhverjum hætti. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Fjöldi hermanna er sagður hafa fallið í loftárásum á hernaðarsvæði í norðurhluta Sýrlands í nótt. 30. apríl 2018 13:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Sjá meira
Eldflaugaárásir voru gerðar á bækistöðvar sýrlenska hersins í norðurhluta Sýrlands í fyrrinótt. Enginn lýsti yfir ábyrgð á árásunum. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights fórust 26. Fjórir hinna látnu voru sýrlenskir en meirihlutinn var íranskur. Íranski herinn hefur haft aðsetur í umræddum bækistöðvum. Samkvæmt Syrian Observatory var eldflaugum skotið á herstöð suður af borginni Hama. Þá sagði blaðamaðurinn og aktívistinn Mohammed Rasheed að árásin hefði verið svo hörð að hús í borginni sjálfri stórsködduðust. Einnig hefur verið greint frá því að eldflaugum hafi verið skotið á Salhab-svæðið, vestur af Hama, og á Nairab-herflugvöllinn nærri Aleppo. Þúsundir íranskra hermanna og enn fleiri hermenn í hersveitum fjármögnuðum af Írönum, einna helst Hezbollah, hafa barist við hlið hermanna ríkisstjórnar Bashars al-Assad í sýrlensku borgarastyrjöldinni. Samkvæmt talsmanni þess bandalags fórust sextán, þar af ellefu Íranir, í árásinni á herstöðina suður af Hama. 200 eldflaugar sem geymdar voru í herstöðinni eyðilögðust jafnframt.Sjá einnig: Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn réðust með álíka hætti á þrjú skotmörk, sem talin voru tengjast efnavopnaframleiðslu, í apríl. Þá voru Ísraelar sakaðir um að hafa skotið á herflugvöll sem Íranar hafa notað undir dróna og til loftvarna í sama mánuði. Yisrael Katz, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist í gærmorgun ekki vita af neinum árásum. Ísraelar hafa haldið sig fast við þá stefnu sína að tilkynna hvorki um né staðfesta að þeir hafi gert árásir á Sýrland. Þrátt fyrir að Katz viti ekki um neinar árásir horfa Íranar því ásökunaraugum til Ísraels. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, sagði í gær að óvinir ríkisins gætu ekki lengur hlaupist undan ábyrgð. „Þeir vita það vel að ef þeir ráðast á Íran munum við svara því margfalt,“ sagði Khamenei í gær en setti ummæli sín ekki í sérstakt samhengi við fyrrnefnda árás. Umfjöllun íranskra miðla um árásina var misvísandi. Tasmin-fréttastofan sagði enga íranska hermenn hafa farist og neitaði því að herstöðvar undir stjórn íranska hersins hefðu orðið fyrir árás. Aftur á móti sagði ISNA-fréttastofan að átján Íranar, þar af einn herforingi, hefðu farist. ISNA eyddi frétt sinni af veraldarvefnum stuttu síðar. Héldu íranskir embættismenn því fram sömuleiðis að enginn Írani hefði farist í árásinni. Amos Yadlin, fyrrverandi stjórnandi leyniþjónustu ísraelska hersins, sagði Írana neita að mannfall hefði orðið svo þeir þyrftu ekki að skjóta til baka. „Ef engir Íranar deyja þarftu ekki að ná fram hefndum,“ sagði Yadlin við blaðamenn í gær. Sagði hann þó að hann ætti von á því að Íranar myndu svara fyrir sig með einhverjum hætti.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Fjöldi hermanna er sagður hafa fallið í loftárásum á hernaðarsvæði í norðurhluta Sýrlands í nótt. 30. apríl 2018 13:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Sjá meira
Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09
Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Fjöldi hermanna er sagður hafa fallið í loftárásum á hernaðarsvæði í norðurhluta Sýrlands í nótt. 30. apríl 2018 13:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila