Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. maí 2018 08:05 Aron Einar ætlar ekki að missa af HM í Rússlandi vísir/hanna Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. Liðþófi rifnaði í hægra hné Arons Einars í leik með félagsliði hans Cardiff City um helgina og varð hann að fara í uppskurð eins fljótt og hægt var. „Tíminn frá því að ég meiddist og fram að því að ég fékk niðurstöður um hversu alvarlegt þetta væri var einhver sá óþægilegasti sem ég hef lifað. Ég var farinn að búa mig undir það versta en sem betur fer þá voru meiðslin ekki jafn slæm og ég óttaðist,“ sagði Aron Einar í tilkynningu sem send var fjölmiðlum nú í morgun. „Ég er þakklátur fyrir þann kraft sem settur hefur verið í að meðhöndla mig. Stjórnendur Cardiff sem og þeir sem starfa hjá íslenska landsliðinu eru búnir að slá í takt undangengna daga og það eru allir að gera sitt besta til að tryggja að ég nái sem skjótustum bata. Aðgerðin á mánudaginn heppnaðist vel og í dag byrjar ferlið þar sem ég vinn mig smám saman aftur af stað. Þetta verður hvorki þægilegt né skemmtilegt, en það breytir mig engu. Ég er bjartsýnn og ég geri bara það sem ég þarf að gera til að vera klár í tæka tíð.“ Aðeins 45 dagar eru í fyrsta leik á HM þar sem Ísland mætir Argentíu í Moskvu og er enginn vafi í huga Arons að hann muni verða þar með landsliðinu. „Ég ætla mér á HM, svo einfalt er það,“ sagði Aron. Aron er ekki eina íslenska íþróttastjarnan sem hefur orðið fyrir áfalli vegna meiðsla en Gunnar Nelson þurfti að hætta við bardaga sinn sem átti að fara fram í Liverpool í maí vegna meiðsla. Hann tók til samfélagsmiðla og lýsti yfir stuðningi við fyrirliðann.Góðan bata kafteinn. Hlakka til að sjá þig á HM í Rússlandi. Ef þú vilt kíkja í kaffi þá er ég heima líka með fótinn uppí loftið — Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018Haha hljómar vel, ég er pro á hjólastól #wheelies — Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar í aðgerð á morgun: „Bjartsýnn fyrir HM“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands og leikmaður Cardiff, mun undirgangast aðgerð á morgun vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Cardiff og Hull í gærkvöldi en Aron Einar fór af velli eftir níu mínútna leik. 29. apríl 2018 17:40 Aron Einar meiddur á hné og ökkla | Fer í myndatöku á morgun Neil Warnock staðfestir að Aron Einar hafði meiðst á hné og ökkla en alvarleiki meiðslanna er óljós og kemur betur í ljós á morgun þegar landsliðsfyrirliðinn fer í myndatöku. 28. apríl 2018 17:53 Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. Liðþófi rifnaði í hægra hné Arons Einars í leik með félagsliði hans Cardiff City um helgina og varð hann að fara í uppskurð eins fljótt og hægt var. „Tíminn frá því að ég meiddist og fram að því að ég fékk niðurstöður um hversu alvarlegt þetta væri var einhver sá óþægilegasti sem ég hef lifað. Ég var farinn að búa mig undir það versta en sem betur fer þá voru meiðslin ekki jafn slæm og ég óttaðist,“ sagði Aron Einar í tilkynningu sem send var fjölmiðlum nú í morgun. „Ég er þakklátur fyrir þann kraft sem settur hefur verið í að meðhöndla mig. Stjórnendur Cardiff sem og þeir sem starfa hjá íslenska landsliðinu eru búnir að slá í takt undangengna daga og það eru allir að gera sitt besta til að tryggja að ég nái sem skjótustum bata. Aðgerðin á mánudaginn heppnaðist vel og í dag byrjar ferlið þar sem ég vinn mig smám saman aftur af stað. Þetta verður hvorki þægilegt né skemmtilegt, en það breytir mig engu. Ég er bjartsýnn og ég geri bara það sem ég þarf að gera til að vera klár í tæka tíð.“ Aðeins 45 dagar eru í fyrsta leik á HM þar sem Ísland mætir Argentíu í Moskvu og er enginn vafi í huga Arons að hann muni verða þar með landsliðinu. „Ég ætla mér á HM, svo einfalt er það,“ sagði Aron. Aron er ekki eina íslenska íþróttastjarnan sem hefur orðið fyrir áfalli vegna meiðsla en Gunnar Nelson þurfti að hætta við bardaga sinn sem átti að fara fram í Liverpool í maí vegna meiðsla. Hann tók til samfélagsmiðla og lýsti yfir stuðningi við fyrirliðann.Góðan bata kafteinn. Hlakka til að sjá þig á HM í Rússlandi. Ef þú vilt kíkja í kaffi þá er ég heima líka með fótinn uppí loftið — Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018Haha hljómar vel, ég er pro á hjólastól #wheelies — Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar í aðgerð á morgun: „Bjartsýnn fyrir HM“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands og leikmaður Cardiff, mun undirgangast aðgerð á morgun vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Cardiff og Hull í gærkvöldi en Aron Einar fór af velli eftir níu mínútna leik. 29. apríl 2018 17:40 Aron Einar meiddur á hné og ökkla | Fer í myndatöku á morgun Neil Warnock staðfestir að Aron Einar hafði meiðst á hné og ökkla en alvarleiki meiðslanna er óljós og kemur betur í ljós á morgun þegar landsliðsfyrirliðinn fer í myndatöku. 28. apríl 2018 17:53 Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Aron Einar í aðgerð á morgun: „Bjartsýnn fyrir HM“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands og leikmaður Cardiff, mun undirgangast aðgerð á morgun vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Cardiff og Hull í gærkvöldi en Aron Einar fór af velli eftir níu mínútna leik. 29. apríl 2018 17:40
Aron Einar meiddur á hné og ökkla | Fer í myndatöku á morgun Neil Warnock staðfestir að Aron Einar hafði meiðst á hné og ökkla en alvarleiki meiðslanna er óljós og kemur betur í ljós á morgun þegar landsliðsfyrirliðinn fer í myndatöku. 28. apríl 2018 17:53
Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42