Fótbolti

Ulreich biðst afsökunar á mistökunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ulreich ósáttur eftir markið sem hann fékk á sig í gær.
Ulreich ósáttur eftir markið sem hann fékk á sig í gær. vísir/afp
Sven Ulreich, markvörður Bayern, baðst í dag afsökunar á mistökum sínum sem urðu til þess að Bayern féll úr leik í Meistaradeildinni er liðið datt út fyrir Real Madrid í gærkvöldi.

Ulreich gerði sig sekan um hörmuleg mistök er hann lét Karim Benezema hirði af sér boltann eftir að boltinn hafi verið gefinn til baka á þýska markvörðinn sem stendur vaktina í fjarveru Manuel Neuer.

„Orð geta ekki lýst því hversu vonsvikinn ég er að hafa fallið úr keppni í Meistaradeildinni,” skrifaði hann á Instagram-síðu sína og hélt áfram:

Lesa meira:Sjáðu mistök Ulreich sem kostuðu Bayern sigurinn

„Okkur langaði rosalega að komast í úrslitaleikinn og við gerðum okkar besta og svo gerði ég þessi óþarfa mistök.”

„Ég get ekki útskýrt þetta. Ég biðst afsökunar til liðsins og til stuðningsmannana,” sagði Ulreich að lokum en færsluna má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×