Iron Fly hnýtingarkeppni á laugardaginn Karl Lúðvíksson skrifar 3. maí 2018 10:22 Iron Fly hnýtingarkeppnin fer fram á laugardaginn á Solon Bistro. Það er list að hnýta fallega veiðiflugu en það er líka hægt að fara uppá næsta skref og gera hnýtingar að keppnisgrein. Það er kannski vel við hæfi að það sé blásið til Iron Fly hnýtingarkeppni um helgina þar sem silungsveiðin er komin í fullann gang og laxveiðin hefst eftir rétt tæpan mánuð. Þessi skemmtilega viðureign fluguhnýtara fer fram á Solon Bistro næsta laugardagskvöld þann 5. maí og þar verður öllu tjaldað til að gera keppnina skemmtilega og spennandi. Það er óþarfi að skrá sig þar sem allir geta tekið þátt og það er nóg að mæta á staðinn. Keppnin er bæði fyrir byrjendur og lengra komna sem geta spreytt sig á móti hvor öðrum. Glæsilegir vinningar eru í boði en heildarverðmæti þeirra er um 400.000 krónur. Húsið opnar klukkan 20.00 og það eru allir velkomnir. Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði
Það er list að hnýta fallega veiðiflugu en það er líka hægt að fara uppá næsta skref og gera hnýtingar að keppnisgrein. Það er kannski vel við hæfi að það sé blásið til Iron Fly hnýtingarkeppni um helgina þar sem silungsveiðin er komin í fullann gang og laxveiðin hefst eftir rétt tæpan mánuð. Þessi skemmtilega viðureign fluguhnýtara fer fram á Solon Bistro næsta laugardagskvöld þann 5. maí og þar verður öllu tjaldað til að gera keppnina skemmtilega og spennandi. Það er óþarfi að skrá sig þar sem allir geta tekið þátt og það er nóg að mæta á staðinn. Keppnin er bæði fyrir byrjendur og lengra komna sem geta spreytt sig á móti hvor öðrum. Glæsilegir vinningar eru í boði en heildarverðmæti þeirra er um 400.000 krónur. Húsið opnar klukkan 20.00 og það eru allir velkomnir.
Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði