Settu á svið líkfund við Alþingishúsið fyrir Ófærð 2 Birgir Olgeirsson skrifar 3. maí 2018 14:07 Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tók meðfylgjandi mynd af tökunum við Alþingishúsið. Vegfarendum brá heldur betur í brún þegar þeir sáu mikinn viðbúnað fyrir utan Alþingishúsið við Austurvöll í morgun. Þar mátti sjá lögreglumenn og sjúkraflutningsmenn huga að líki við þinghúsið og hóp af fólki fylgjast með. Um var að ræða tökur fyrir eitt af fyrstu atriðunum í annarri þáttaröð af Ófærð. „Þetta er fyrir fyrsta þátt,“ segir Hjörtur Grétarsson, framleiðslustjóri Ófærðar 2, en leikstjóri fyrsta þáttarins er Baltasar Kormákur. Þessir atburðir í þáttaröðinni eiga að gerast að hausti en eru teknir upp nú að vori. Þegar tökur hófust í morgun gerði mikla hríð sem þýddi að kvikmyndagerðarmennirnir neyddust til að sópa Austurvöll til að losna við snjóinn. „Það gerast voveiflegir hlutir hér fyrir framan Alþingishúsið. Við erum í góðu samneyti við þingmenn og þingkonur og það finnst þetta öllum spennandi. Það er líka hérna hópur af aukaleikurum enda myndi svona atburður vekja mikla athygli vegfarenda í raun og veru,“ segir Hjörtur. Búist er við að tökuliðið verði einungis fyrir framan Alþingishúsið í dag og því ekki gert ráð fyrir frekari tökum þar. Tökur á Ófærð 2 hafa farið fram í vetur á Siglufirði og í nýju kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi. Margar af helstu persónum fyrri þáttaraðarinnar snúa aftur, þar á meðal lögregluþríeykið Andri, Hinrika og Ásgeir, leikið af Ólafi Darra Ólafssyni, Ilmi Kristjánsdóttur og Ingvari E. Sigurðssyni. Sögusviðið er þorpið og sveitin í kring, ásamt því að farið verður upp á hálendið. Baltasar Kormákur sagði í viðtali við Vísi fyrr í haust að stór sena yrði tekin upp við þinghúsið og sagði sögusvið Ófærðar 2 vera meira í takt við málefni og pólitík dagsins í dag. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Vegfarendum brá heldur betur í brún þegar þeir sáu mikinn viðbúnað fyrir utan Alþingishúsið við Austurvöll í morgun. Þar mátti sjá lögreglumenn og sjúkraflutningsmenn huga að líki við þinghúsið og hóp af fólki fylgjast með. Um var að ræða tökur fyrir eitt af fyrstu atriðunum í annarri þáttaröð af Ófærð. „Þetta er fyrir fyrsta þátt,“ segir Hjörtur Grétarsson, framleiðslustjóri Ófærðar 2, en leikstjóri fyrsta þáttarins er Baltasar Kormákur. Þessir atburðir í þáttaröðinni eiga að gerast að hausti en eru teknir upp nú að vori. Þegar tökur hófust í morgun gerði mikla hríð sem þýddi að kvikmyndagerðarmennirnir neyddust til að sópa Austurvöll til að losna við snjóinn. „Það gerast voveiflegir hlutir hér fyrir framan Alþingishúsið. Við erum í góðu samneyti við þingmenn og þingkonur og það finnst þetta öllum spennandi. Það er líka hérna hópur af aukaleikurum enda myndi svona atburður vekja mikla athygli vegfarenda í raun og veru,“ segir Hjörtur. Búist er við að tökuliðið verði einungis fyrir framan Alþingishúsið í dag og því ekki gert ráð fyrir frekari tökum þar. Tökur á Ófærð 2 hafa farið fram í vetur á Siglufirði og í nýju kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi. Margar af helstu persónum fyrri þáttaraðarinnar snúa aftur, þar á meðal lögregluþríeykið Andri, Hinrika og Ásgeir, leikið af Ólafi Darra Ólafssyni, Ilmi Kristjánsdóttur og Ingvari E. Sigurðssyni. Sögusviðið er þorpið og sveitin í kring, ásamt því að farið verður upp á hálendið. Baltasar Kormákur sagði í viðtali við Vísi fyrr í haust að stór sena yrði tekin upp við þinghúsið og sagði sögusvið Ófærðar 2 vera meira í takt við málefni og pólitík dagsins í dag.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira