Langamma Loðvíks, Elísabet II. Bretadrottning, hefur verið við völd í 66 ár. Elísabet fagnaði í fyrra svokölluðu safír-valdaafmæli, þegar 65 ár voru liðin frá því að hún var krýnd. Slíkum áfanga hefur enginn annar þjóðhöfðingi Bretlands náð.

Katrín og Vilhjálmur tilkynntu nafn prinsins litla þann 27. apríl síðastliðinn en fram að því höfðu ýmsir haft gaman af því að velta fyrir sér hvaða nafn prinsinn myndi hljóta og tóku veðbankar við viðmálum um það.
Meðgangan var Katrínu hertogaynju ekki auðveld, en hún glímdi við sjúklega morgunógleði, ástand sem á latínu nefnist hyperedemis gravidarum. Hún getur nú sátt við unað. Það er fallegt að sjá móðurástina skína í gegn á þessum fallegu myndum en eins og áður hefur komið fram tók hertogaynjan sjálf myndirnar.
