Kosið í fyrsta sinn í nærri áratug Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. maí 2018 06:00 Talningamenn að störfum. Vísir/afp Líbanir kusu sér nýtt þjóðþing í gær en kosningarnar voru þær fyrstu í landinu í nærri áratug. Metfjölda kvenkyns frambjóðenda var að finna á kjörseðlinum. 128 sæti eru á líbanska þinginu en þeim er skipt jafnt milli þeirra sem eru múslimar eða kristnir. Frambjóðendur voru 583 en þar af voru 86 konur og hafa þær aldrei verið fleiri. Hver kjósandi hefur tvö atkvæði, eitt til að veita lista að eigin vali og annað til handa sérstökum frambjóðanda. 3,8 milljónir voru á kjörskrá en þar af voru um 800 þúsund fyrstu kjósendur. Um helmingur kjósenda mætti á kjörstað. Þingkosningar fóru síðast fram í Líbanon árið 2009 en mikið hefur gengið á frá þeim tíma. Þegar stríðið í nágrannaríkinu Sýrlandi hófst framlengdi þingið kjörtímabilið um fram þau fjögur ár sem lög kveða á um. Það tímabil gekk ekki áfallalaust fyrir sig en óánægja íbúa var umtalsverð. Hún náði hámarki árið 2015 með „sorpkrísunni“ svokölluðu en þá mistókst stjórnvöldum að tryggja sorphirðu í höfuðborginni Beirút. Þá var landið án forseta í tvö ár á þessu tímabili. „Það er ekkert vatn, ekkert rafmagn, ekkert almannatryggingakerfi, engin heilsugæsla og engin lífeyrissjóðsréttindi. Mun eitthvað af því breytast ef ég kýs? Nei,“ sagði óánægður bóksali við Al-Jazera. Niðurstöður kosninganna munu liggja fyrir í dag. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Líbanir kusu sér nýtt þjóðþing í gær en kosningarnar voru þær fyrstu í landinu í nærri áratug. Metfjölda kvenkyns frambjóðenda var að finna á kjörseðlinum. 128 sæti eru á líbanska þinginu en þeim er skipt jafnt milli þeirra sem eru múslimar eða kristnir. Frambjóðendur voru 583 en þar af voru 86 konur og hafa þær aldrei verið fleiri. Hver kjósandi hefur tvö atkvæði, eitt til að veita lista að eigin vali og annað til handa sérstökum frambjóðanda. 3,8 milljónir voru á kjörskrá en þar af voru um 800 þúsund fyrstu kjósendur. Um helmingur kjósenda mætti á kjörstað. Þingkosningar fóru síðast fram í Líbanon árið 2009 en mikið hefur gengið á frá þeim tíma. Þegar stríðið í nágrannaríkinu Sýrlandi hófst framlengdi þingið kjörtímabilið um fram þau fjögur ár sem lög kveða á um. Það tímabil gekk ekki áfallalaust fyrir sig en óánægja íbúa var umtalsverð. Hún náði hámarki árið 2015 með „sorpkrísunni“ svokölluðu en þá mistókst stjórnvöldum að tryggja sorphirðu í höfuðborginni Beirút. Þá var landið án forseta í tvö ár á þessu tímabili. „Það er ekkert vatn, ekkert rafmagn, ekkert almannatryggingakerfi, engin heilsugæsla og engin lífeyrissjóðsréttindi. Mun eitthvað af því breytast ef ég kýs? Nei,“ sagði óánægður bóksali við Al-Jazera. Niðurstöður kosninganna munu liggja fyrir í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira