Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Sylvía Hall skrifar 9. maí 2018 22:00 Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga þann 19. maí. Vísir/Getty Aðeins tíu dagar eru í að Harry prins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga og má búast við því að öllu verði tjaldað til við veisluhöldin. Athöfnin mun fara fram í St. George‘s kapellunni í Windsor kastalanum þann 19. maí næstkomandi, en Harry var sjálfur skírður í kapellunni. Búast má við að fjöldi fólks muni fylgjast með athöfninni, hvort sem það verði á staðnum eða fylgist með sjónvarpsútsendingu. En hvaða fólk er þetta sem er að fara að gifta sig og af hverju þykir það svona merkilegt?Kynntust á blindu stefnumóti Harry er yngri sonur Karls Bretaprins og Díönu, prinsessu af Wales og hefur verið einn umtalaðasti piparsveinn heimsins síðustu ár og tíður gestur á síðum slúðurblaðanna. Meghan Markle hefur einna helst vakið athygli fyrir hlutverk sitt sem Rachel í þáttunum Suits og hefur verið mikill talsmaður kvenréttinda og verið umhugað um jafnréttisbaráttu. Hún segist ekki hafa vitað mikið um prinsinn fyrir fram og að eina skilyrðið fyrir stefnumótinu væri það að hann væri viðkunnanlegur. Parið segist hafa náð vel saman frá fyrsta stefnumóti, og hefur prinsinn sjálfur sagst hafa vitað að hann ætlaði að giftast henni frá því að hann hitti hana. Það var aðeins eftir tæpan mánuð sem Harry bauð Markle til Botsvana þar sem þau gátu fengið að kynnast fjarri áreiti fjölmiðla og aðdáenda, en það hefur vakið athygli hversu lengi þau gátu haldið sambandi sínu leyndu.Fjölmiðlaáreiti eftir opinberun sambandsins Það var ekki fyrr en í lok október sama ár sem fregnir fóru að berast af sambandi þeirra skötuhjúa. Í byrjun nóvember sendi prinsinn frá sér yfirlýsingu þar sem hann bað fjölmiðla og almenning um að láta Markle í friði. Hann sagði fjölmiðla hafa gengið of langt, reynt að kaupa upplýsingar frá fyrrum kærustum Markle og að ástvinir hennar yrðu fyrir miklu áreiti. Einnig sagði hann bresku pressuna sýna henni kvenfyrirlitningu og rasisma. Þrátt fyrir mikið áreiti frá fjölmiðlum sýndi breska konungsfjölskyldan parinu mikinn stuðning, og var drottningin sögð vera himinlifandi að sjá Harry í svo hamingjusömu sambandi. Rúmlega ári eftir að sambandið var opinberað bað prinsinn Markle um að giftast sér, og hún sagði já.Konungleg brúðkaup vekja alla jafna mikla athygli og má búast við því að milljónir muni fylgjast með brúðkaupi Harry og Markle.Vísir/GettyHvernig verður brúðkaupsdagurinn? Undirbúningur fyrir konunglega brúðkaupið er í fullum gangi, enda aðeins 10 dagar til stefnu. Athöfnin sjálf verður í St. George‘s kapellunni og mun drottningin svo bjóða til hádegisverðar í St. George‘s Hall, sem einnig er í Windsor kastalanum. Hjónin bjóða svo til veislu í Frogmore húsinu, en þau tóku einmitt trúlofunarmyndir sínar við húsið. Prinsinn sjálfur mun mæta í kirkjuna klukkan 11:45 á breskum tíma ásamt Vilhjálmi bróður sínum, en athöfnin er áætluð klukkan 12. Elísabet drottning er síðasti gestur sem mun mæta í kapelluna áður en sjálf brúðurinn gengur kirkjugólfið. Markle hefur sagst vilja að báðir foreldrar sínir taki þátt í athöfninni og því mun móðir hennar ferðast með henni að kapellunni, sem gengur þvert á breskar hefðir, og faðir hennar leiða hana svo niður kirkjugólfið. Það er svo erkibiskupinn af Kantaraborg, Justin Welby, sem gefur hjónin saman.Kunnuleg andlit á gestalista Í apríl var gefið út að engum stjórnmálamönnum yrði boðið í brúðkaupið, sem útilokar Donald Trump Bandaríkjaforseta, og Barack Obama sem er góðvinur prinsins. Það sama gildir um breska stjórnmálamenn, en ákvörðunin var tekin í ljósi þess að St. George‘s kapellan er töluvert minni en Westminister Abbey, þar sem síðasta konunglega brúðkaup fór fram. Einnig spilaði það inn í að Harry er aðeins sá sjötti í röðinni að krúnunni, en hann féll neðar í goggunarröðina eftir fæðingu Loðvíks prins. Mel B hefur ýjað að því að Spice Girls hafi fengið boð, og talið er að Elton John sé á gestalista eftir að hafa aflýst tveimur tónleikum í kringum dagsetninguna vegna „áreksturs við skipulagningu“. Markle er einnig góðvinkona tennisstjörnunnar Serenu Williams, og má búast við því að hún verði á meðal gesta. Rúmlega þúsund almennir borgarar hafa fengið boð um að fylgjast með athöfninni við Windsor-kastala, en margir þeirra hafa lagt sitt af mörkum til góðgerðarmála eða samfélagsins.Drottningin klæddist gulu við brúðkaup Vilhjálms og Katrínar, en veðbankar spá því að blár verði fyrir valinu í þetta skiptið.Vísir/GettySkrautlegir hattar að sjálfsögðu á sínum stað Það hefur oft vakið athygli margra að sjá konur með skrautlega hatta við hátíðleg tilefni í Bretlandi, en sú hefð að konur hyldu hár sitt á almannafæri var lengi ríkjandi í Bretlandi allt til ársins 1950. Í dag lifir hefðin einungis við hátíðleg tilefni, en reglur konungsfjölskyldunnar skylda kvenmenn innan hennar að bera höfuðföt við opinber tilefni. Þess má geta að veðbankar eru byrjaðir að leyfa fólki að veðja á hvernig höfuðfat Elísabetar drottningar verði á litinn, en samkvæmt veðbönkunum þykir líklegast að drottningin velji sér blátt eða bleikt höfuðfat. Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan vilja ekki brúðkaupsgjafir Harry Bretaprins og unnusta hans Meghan Markle, hafa beðið brúðkaupsgesti að gefa til góðgerðarmála frekar en að færa þeim brúðkaupsgjafir 9. apríl 2018 15:10 Harry og Meghan ganga í það heilaga þann 19. maí Harry Bretaprins og bandaríska leikkona Meghan Markle munu ganga í það heilaga þann 19. maí 2018. 15. desember 2017 13:33 Stjórnmálamönnum ekki boðið í brúðkaupið Stjórnmálamönnum verður ekki boðið í brúðkaup Harrys Bretaprins og unnustu hans Meghan Markle, sem fer fram þann 19. maí næstkomandi. 10. apríl 2018 16:45 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Aðeins tíu dagar eru í að Harry prins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga og má búast við því að öllu verði tjaldað til við veisluhöldin. Athöfnin mun fara fram í St. George‘s kapellunni í Windsor kastalanum þann 19. maí næstkomandi, en Harry var sjálfur skírður í kapellunni. Búast má við að fjöldi fólks muni fylgjast með athöfninni, hvort sem það verði á staðnum eða fylgist með sjónvarpsútsendingu. En hvaða fólk er þetta sem er að fara að gifta sig og af hverju þykir það svona merkilegt?Kynntust á blindu stefnumóti Harry er yngri sonur Karls Bretaprins og Díönu, prinsessu af Wales og hefur verið einn umtalaðasti piparsveinn heimsins síðustu ár og tíður gestur á síðum slúðurblaðanna. Meghan Markle hefur einna helst vakið athygli fyrir hlutverk sitt sem Rachel í þáttunum Suits og hefur verið mikill talsmaður kvenréttinda og verið umhugað um jafnréttisbaráttu. Hún segist ekki hafa vitað mikið um prinsinn fyrir fram og að eina skilyrðið fyrir stefnumótinu væri það að hann væri viðkunnanlegur. Parið segist hafa náð vel saman frá fyrsta stefnumóti, og hefur prinsinn sjálfur sagst hafa vitað að hann ætlaði að giftast henni frá því að hann hitti hana. Það var aðeins eftir tæpan mánuð sem Harry bauð Markle til Botsvana þar sem þau gátu fengið að kynnast fjarri áreiti fjölmiðla og aðdáenda, en það hefur vakið athygli hversu lengi þau gátu haldið sambandi sínu leyndu.Fjölmiðlaáreiti eftir opinberun sambandsins Það var ekki fyrr en í lok október sama ár sem fregnir fóru að berast af sambandi þeirra skötuhjúa. Í byrjun nóvember sendi prinsinn frá sér yfirlýsingu þar sem hann bað fjölmiðla og almenning um að láta Markle í friði. Hann sagði fjölmiðla hafa gengið of langt, reynt að kaupa upplýsingar frá fyrrum kærustum Markle og að ástvinir hennar yrðu fyrir miklu áreiti. Einnig sagði hann bresku pressuna sýna henni kvenfyrirlitningu og rasisma. Þrátt fyrir mikið áreiti frá fjölmiðlum sýndi breska konungsfjölskyldan parinu mikinn stuðning, og var drottningin sögð vera himinlifandi að sjá Harry í svo hamingjusömu sambandi. Rúmlega ári eftir að sambandið var opinberað bað prinsinn Markle um að giftast sér, og hún sagði já.Konungleg brúðkaup vekja alla jafna mikla athygli og má búast við því að milljónir muni fylgjast með brúðkaupi Harry og Markle.Vísir/GettyHvernig verður brúðkaupsdagurinn? Undirbúningur fyrir konunglega brúðkaupið er í fullum gangi, enda aðeins 10 dagar til stefnu. Athöfnin sjálf verður í St. George‘s kapellunni og mun drottningin svo bjóða til hádegisverðar í St. George‘s Hall, sem einnig er í Windsor kastalanum. Hjónin bjóða svo til veislu í Frogmore húsinu, en þau tóku einmitt trúlofunarmyndir sínar við húsið. Prinsinn sjálfur mun mæta í kirkjuna klukkan 11:45 á breskum tíma ásamt Vilhjálmi bróður sínum, en athöfnin er áætluð klukkan 12. Elísabet drottning er síðasti gestur sem mun mæta í kapelluna áður en sjálf brúðurinn gengur kirkjugólfið. Markle hefur sagst vilja að báðir foreldrar sínir taki þátt í athöfninni og því mun móðir hennar ferðast með henni að kapellunni, sem gengur þvert á breskar hefðir, og faðir hennar leiða hana svo niður kirkjugólfið. Það er svo erkibiskupinn af Kantaraborg, Justin Welby, sem gefur hjónin saman.Kunnuleg andlit á gestalista Í apríl var gefið út að engum stjórnmálamönnum yrði boðið í brúðkaupið, sem útilokar Donald Trump Bandaríkjaforseta, og Barack Obama sem er góðvinur prinsins. Það sama gildir um breska stjórnmálamenn, en ákvörðunin var tekin í ljósi þess að St. George‘s kapellan er töluvert minni en Westminister Abbey, þar sem síðasta konunglega brúðkaup fór fram. Einnig spilaði það inn í að Harry er aðeins sá sjötti í röðinni að krúnunni, en hann féll neðar í goggunarröðina eftir fæðingu Loðvíks prins. Mel B hefur ýjað að því að Spice Girls hafi fengið boð, og talið er að Elton John sé á gestalista eftir að hafa aflýst tveimur tónleikum í kringum dagsetninguna vegna „áreksturs við skipulagningu“. Markle er einnig góðvinkona tennisstjörnunnar Serenu Williams, og má búast við því að hún verði á meðal gesta. Rúmlega þúsund almennir borgarar hafa fengið boð um að fylgjast með athöfninni við Windsor-kastala, en margir þeirra hafa lagt sitt af mörkum til góðgerðarmála eða samfélagsins.Drottningin klæddist gulu við brúðkaup Vilhjálms og Katrínar, en veðbankar spá því að blár verði fyrir valinu í þetta skiptið.Vísir/GettySkrautlegir hattar að sjálfsögðu á sínum stað Það hefur oft vakið athygli margra að sjá konur með skrautlega hatta við hátíðleg tilefni í Bretlandi, en sú hefð að konur hyldu hár sitt á almannafæri var lengi ríkjandi í Bretlandi allt til ársins 1950. Í dag lifir hefðin einungis við hátíðleg tilefni, en reglur konungsfjölskyldunnar skylda kvenmenn innan hennar að bera höfuðföt við opinber tilefni. Þess má geta að veðbankar eru byrjaðir að leyfa fólki að veðja á hvernig höfuðfat Elísabetar drottningar verði á litinn, en samkvæmt veðbönkunum þykir líklegast að drottningin velji sér blátt eða bleikt höfuðfat.
Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan vilja ekki brúðkaupsgjafir Harry Bretaprins og unnusta hans Meghan Markle, hafa beðið brúðkaupsgesti að gefa til góðgerðarmála frekar en að færa þeim brúðkaupsgjafir 9. apríl 2018 15:10 Harry og Meghan ganga í það heilaga þann 19. maí Harry Bretaprins og bandaríska leikkona Meghan Markle munu ganga í það heilaga þann 19. maí 2018. 15. desember 2017 13:33 Stjórnmálamönnum ekki boðið í brúðkaupið Stjórnmálamönnum verður ekki boðið í brúðkaup Harrys Bretaprins og unnustu hans Meghan Markle, sem fer fram þann 19. maí næstkomandi. 10. apríl 2018 16:45 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Harry og Meghan vilja ekki brúðkaupsgjafir Harry Bretaprins og unnusta hans Meghan Markle, hafa beðið brúðkaupsgesti að gefa til góðgerðarmála frekar en að færa þeim brúðkaupsgjafir 9. apríl 2018 15:10
Harry og Meghan ganga í það heilaga þann 19. maí Harry Bretaprins og bandaríska leikkona Meghan Markle munu ganga í það heilaga þann 19. maí 2018. 15. desember 2017 13:33
Stjórnmálamönnum ekki boðið í brúðkaupið Stjórnmálamönnum verður ekki boðið í brúðkaup Harrys Bretaprins og unnustu hans Meghan Markle, sem fer fram þann 19. maí næstkomandi. 10. apríl 2018 16:45