Rúnar Alex: Gæti verið mitt fyrsta og síðasta tækifæri til að fara á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2018 11:00 Rúnar Alex Rúnarsson vill komast á HM eins og svo margir. vísir/getty Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, og félagar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland standa í ströngu þessa dagana í meistaraumspili dönsku úrvalsdeildarinnar. Danska deildin breytti fyrirkomulaginu fyrir síðustu leiktíð þannig að nú spila efstu sex lið deildarinnar innbyrðis leiki í sérstöku meistaraumspili þannig aðeins er um stórleiki að ræða. Nordsjælland er í þriðja sæti með 54 stig, fimmtán stigum á eftir Midtjylland í baráttunni um þriðja sætið og fjórum stigum á undan FC Kaupmannahöfn í baráttunni um þriðja sætið sem er það síðasta sem gefur Evrópusæti. „Umspilið er miklu skemmtilegra í ár því það er allt undir í hverjum leik fyrir okkur og hvert tap hefur miklar afleiðingar. Þannig á það að vera. Það er mikil pressa í hverjum leik og maður finnur fyrir pressu að standa sig vel fyrir félagið og til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum,“ segir Rúnar Alex í viðtali við heimasíðu félagsins. „Í fyrra vorum við að þróa nýtt lið en nú eru medalíur í boði og Evrópusæti. Ég gæti ekki ímyndað mér betri endi á tímabilinu en að fá verðlaun, komast í Evrópu og fara svo með Íslandi á HM. Það yrði fullkomið,“ segir hann. Rúnar Alex virðist eiga öruggt sæti í íslenska HM-hópnum en hann er orðinn annar markvörður á eftir Hannesi Þór Halldórssyni sem er í fallumspilinu með sínu liði, Randers. „Það yrði svo stórt fyrir mig að komast á HM. Þetta gæti verið fyrsta og síðasta tækifærið fyrir mig að spila á HM. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland verður með og mögulega gerist það aldrei aftur þar sem við erum svo lítið land. Þetta er eitthvað sem ég vil upplifa,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, og félagar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland standa í ströngu þessa dagana í meistaraumspili dönsku úrvalsdeildarinnar. Danska deildin breytti fyrirkomulaginu fyrir síðustu leiktíð þannig að nú spila efstu sex lið deildarinnar innbyrðis leiki í sérstöku meistaraumspili þannig aðeins er um stórleiki að ræða. Nordsjælland er í þriðja sæti með 54 stig, fimmtán stigum á eftir Midtjylland í baráttunni um þriðja sætið og fjórum stigum á undan FC Kaupmannahöfn í baráttunni um þriðja sætið sem er það síðasta sem gefur Evrópusæti. „Umspilið er miklu skemmtilegra í ár því það er allt undir í hverjum leik fyrir okkur og hvert tap hefur miklar afleiðingar. Þannig á það að vera. Það er mikil pressa í hverjum leik og maður finnur fyrir pressu að standa sig vel fyrir félagið og til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum,“ segir Rúnar Alex í viðtali við heimasíðu félagsins. „Í fyrra vorum við að þróa nýtt lið en nú eru medalíur í boði og Evrópusæti. Ég gæti ekki ímyndað mér betri endi á tímabilinu en að fá verðlaun, komast í Evrópu og fara svo með Íslandi á HM. Það yrði fullkomið,“ segir hann. Rúnar Alex virðist eiga öruggt sæti í íslenska HM-hópnum en hann er orðinn annar markvörður á eftir Hannesi Þór Halldórssyni sem er í fallumspilinu með sínu liði, Randers. „Það yrði svo stórt fyrir mig að komast á HM. Þetta gæti verið fyrsta og síðasta tækifærið fyrir mig að spila á HM. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland verður með og mögulega gerist það aldrei aftur þar sem við erum svo lítið land. Þetta er eitthvað sem ég vil upplifa,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira