Afsökunarbeiðni skref í átt að upplausn ETA Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2018 13:30 ETA-samtökin hafa nú beðist afsökunar. Allt stefnir í varanlega upplausn á starfsemi ETA. Vísir/AFP Euskadi Ta Askatasuna (ETA), aðskilnaðarsamtök Baska, báðust í afsökunar á þeim þjáningum sem hryðjuverkaárásir þeirra í baráttunni fyrir aðskilnaði ollu fórnarlömbum sem ekki áttu ekki beina aðkomu að átökunum. Búist er við því að tilkynnt verði um upplausn ETA á næstu vikum en samtökin birtu yfirlýsingu gærdagsins í tveimur baskneskum dagblöðum. „Við erum meðvituð um að við höfum valdið miklum þjáningum, óbætanlegum skaða, í þessari löngu, vopnuðu baráttu,“ sagði í yfirlýsingunni. Að auki sögðust ETA-liðar vilja sýna hinum látnu virðingu. „Við viljum biðja hina særðu og önnur fórnarlömb sem hlutu skaða af aðgerðum ETA afsökunar.“ Á þeim rúmu fjörutíu árum sem ETA barðist við Spánverja í Baskalandi er talið að 343 almennir borgarar hafi látið lífið, þar af 23 börn. Þá féllu einnig 387 spænskir lögreglumenn, 98 spænskir hermenn og einn franskur lögreglumaður. Einnig féllu um 200 ETA-liðar í átökunum. Árið 2011 tilkynnti ETA að samtökin myndu ekki lengur beita vopnum í baráttunni fyrir aðskilnaði og var varanlegu vopnahléi komið á. Á síðasta ári afvopnuðust samtökin svo alfarið. Þrátt fyrir þessi skref hefur hvorki spænska né franska ríkið viljað eiga í viðræðum við samtökin. Upplausnar ETA hefur verið krafist og er afsökunarbeiðni gærdagsins talin stórt skref í þá átt. ETA stigu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1959 sem stúdentahreyfing, andvíg alræðisstjórn Franciscos Franco. Enda hafði Franco bannað baskneska tungu, beitt sér gegn baskneskri menningu og fangelsað og pyntað baskneska fræðimenn og aktívista fyrir skoðanir þeirra. Samtökin gerðu fjölda árása á sínum tíma. Vert er að minnast á morðið á Luis Carrero Blanco, forsætisráðherra Francos, árið 1973, árás á stórmarkað í Barcelona sem kostaði 21 lífið árið 1987 og morðið á Ernest Lluch, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, árið 2000. Árásir ETA hafa rist djúpt. Eru því ekki allir tilbúnir að fyrirgefa ETA þótt samtökin biðjist nú afsökunar. Tvenn samtök fórnarlamba hryðjuverkaárása höfnuðu afsökunarbeiðninni í gær. Um er að ræða Samtök fórnarlamba hryðjuverka (AVT) og Samband fórnarlamba hryðjuverka (COVITE). AVT sögðu í gær að yfirlýsing ETA væri enn eitt skref samtakanna í áætlun þeirra um að firra sig ábyrgð. ETA reyndi nú að endurskrifa söguna til þess að hvítþvo sig af glæpum. „Mér finnst þetta skammarlegt og siðferðilega rangt. Að þau skuli gera greinarmun á fólki sem átti skilið að fá kúlu í hausinn og fólki sem fórst vegna þess að það var óheppilega nálægt sprengjum ETA og átti ekki skilið að deyja,“ sagði Maria del Mar Blanco, leiðtogi AVT, við fréttastofu AFP í gær. Hin samtökin, COVITE, voru á sama máli. Gagnrýndu þau þessa skiptingu ETA á fórnarlömbum árásanna og sögðu ETA reyna að gera lítið úr glæpum sínum. Spænska ríkisstjórnin brást við yfirlýsingu ETA með því að segja að samtökin hefðu verið sigruð. Þau hefðu hvorki pólitískt né hernaðarlegt vægi og að þeim hefði mistekist að öllu leyti í baráttu sinni. „Þetta er afleiðing styrks laga og reglu. Við höfum sigrast á ETA með lýðræðið að vopni. ETA hefðu átt að biðjast afsökunar fyrir löngu,“ sagði í yfirlýsingu ríkisstjórnar Marianos Rajoy forsætisráðherra. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, ítrekaði í gær ákall stjórnvalda um skilyrðislausa upplausn ETA. Samtökin myndu ekki fá neitt í staðinn fyrir að leggja niður alla starfsemi. Talið er að um 300 meðlimir ETA séu nú í spænskum, frönskum og portúgölskum fangelsum. Þá séu allt að hundrað enn á flótta. ETA hafa áður farið fram á að fangarnir verði fluttir í fangelsi nær fjölskyldum sínum eftir að starfsemi hefur verið lögð niður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Euskadi Ta Askatasuna (ETA), aðskilnaðarsamtök Baska, báðust í afsökunar á þeim þjáningum sem hryðjuverkaárásir þeirra í baráttunni fyrir aðskilnaði ollu fórnarlömbum sem ekki áttu ekki beina aðkomu að átökunum. Búist er við því að tilkynnt verði um upplausn ETA á næstu vikum en samtökin birtu yfirlýsingu gærdagsins í tveimur baskneskum dagblöðum. „Við erum meðvituð um að við höfum valdið miklum þjáningum, óbætanlegum skaða, í þessari löngu, vopnuðu baráttu,“ sagði í yfirlýsingunni. Að auki sögðust ETA-liðar vilja sýna hinum látnu virðingu. „Við viljum biðja hina særðu og önnur fórnarlömb sem hlutu skaða af aðgerðum ETA afsökunar.“ Á þeim rúmu fjörutíu árum sem ETA barðist við Spánverja í Baskalandi er talið að 343 almennir borgarar hafi látið lífið, þar af 23 börn. Þá féllu einnig 387 spænskir lögreglumenn, 98 spænskir hermenn og einn franskur lögreglumaður. Einnig féllu um 200 ETA-liðar í átökunum. Árið 2011 tilkynnti ETA að samtökin myndu ekki lengur beita vopnum í baráttunni fyrir aðskilnaði og var varanlegu vopnahléi komið á. Á síðasta ári afvopnuðust samtökin svo alfarið. Þrátt fyrir þessi skref hefur hvorki spænska né franska ríkið viljað eiga í viðræðum við samtökin. Upplausnar ETA hefur verið krafist og er afsökunarbeiðni gærdagsins talin stórt skref í þá átt. ETA stigu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1959 sem stúdentahreyfing, andvíg alræðisstjórn Franciscos Franco. Enda hafði Franco bannað baskneska tungu, beitt sér gegn baskneskri menningu og fangelsað og pyntað baskneska fræðimenn og aktívista fyrir skoðanir þeirra. Samtökin gerðu fjölda árása á sínum tíma. Vert er að minnast á morðið á Luis Carrero Blanco, forsætisráðherra Francos, árið 1973, árás á stórmarkað í Barcelona sem kostaði 21 lífið árið 1987 og morðið á Ernest Lluch, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, árið 2000. Árásir ETA hafa rist djúpt. Eru því ekki allir tilbúnir að fyrirgefa ETA þótt samtökin biðjist nú afsökunar. Tvenn samtök fórnarlamba hryðjuverkaárása höfnuðu afsökunarbeiðninni í gær. Um er að ræða Samtök fórnarlamba hryðjuverka (AVT) og Samband fórnarlamba hryðjuverka (COVITE). AVT sögðu í gær að yfirlýsing ETA væri enn eitt skref samtakanna í áætlun þeirra um að firra sig ábyrgð. ETA reyndi nú að endurskrifa söguna til þess að hvítþvo sig af glæpum. „Mér finnst þetta skammarlegt og siðferðilega rangt. Að þau skuli gera greinarmun á fólki sem átti skilið að fá kúlu í hausinn og fólki sem fórst vegna þess að það var óheppilega nálægt sprengjum ETA og átti ekki skilið að deyja,“ sagði Maria del Mar Blanco, leiðtogi AVT, við fréttastofu AFP í gær. Hin samtökin, COVITE, voru á sama máli. Gagnrýndu þau þessa skiptingu ETA á fórnarlömbum árásanna og sögðu ETA reyna að gera lítið úr glæpum sínum. Spænska ríkisstjórnin brást við yfirlýsingu ETA með því að segja að samtökin hefðu verið sigruð. Þau hefðu hvorki pólitískt né hernaðarlegt vægi og að þeim hefði mistekist að öllu leyti í baráttu sinni. „Þetta er afleiðing styrks laga og reglu. Við höfum sigrast á ETA með lýðræðið að vopni. ETA hefðu átt að biðjast afsökunar fyrir löngu,“ sagði í yfirlýsingu ríkisstjórnar Marianos Rajoy forsætisráðherra. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, ítrekaði í gær ákall stjórnvalda um skilyrðislausa upplausn ETA. Samtökin myndu ekki fá neitt í staðinn fyrir að leggja niður alla starfsemi. Talið er að um 300 meðlimir ETA séu nú í spænskum, frönskum og portúgölskum fangelsum. Þá séu allt að hundrað enn á flótta. ETA hafa áður farið fram á að fangarnir verði fluttir í fangelsi nær fjölskyldum sínum eftir að starfsemi hefur verið lögð niður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira