Ástæðan fyrir því að andstæðingarnir í D2: The Mighty Ducks voru íslenskir Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 21. apríl 2018 19:00 Mörgum Íslendingum er hlýtt til Andanna miklu þrátt fyrir hvernig íslenska liðið var sýnt í myndinni. Vísir / AFP The Mighty Ducks er Disney-mynd um lítið íshokkílið sem vinnur stóra sigra. Myndin kom út árið 1992 og leikur Emilio Estevez aðalhlutverk myndarinnar, þjálfara liðsins. Myndin sló í gegn og fóru framleiðendur strax fram á það við Steve Brill, handritshöfund, að skrifuð yrði framhaldsmynd. Sú hlaut nafnið D2: The Mighty Ducks og kom út tveimur árum seinna, árið 1994. Í fyrstu myndinni höfðu Endurnar miklu tekist á við andstæðinga heima fyrir en nú vildi Brill færa baráttuna á alþjóðasviðið. Hann vildi þó ekki fara hina hefðbundnu leið og velja Rússa sem vondu kallana heldur fór að velta fyrir sér hvaða önnur norðurslóðaþjóð gæti orðið fyrir valinu. María Ellingsen lék á þessum tíma í sápuóperunni Santa Barbara en persóna Maríu í þáttunum var frá hinu kommúníska Austur-Þýskalandi. „Hún var saklaus þýsk stelpa sem kom á óvart að sjá banana, því hún skildi ekki hvaðan þeir kæmu.“ segir María um persónuna, en María var á þessum tíma tilbúin að venda kvæði sínu í kross og breyta til. „Ég var orðin þreytt á að vera ljóshærði, íslenski engillinn.“ Það gerðist svo á þessum tíma að María vingaðist við einn framleiðanda myndarinnar. Þannig kom það einhvern veginn saman, leitin að norðurslóðaþjóðinni og þrá Maríu að takast á við nýtt hlutverk. Ákveðið var að Ísland yrði heimaland vondu kallanna og María Ellingsen ráðin til að leika þjálfara liðsins. Handritshöfundurinn Brill viðurkennir að hann hafi ekkert vitað um Ísland þegar landið var valið. „Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að komast þangað, ég vissi ekki að það væru flugvélar þar.“ Ekki er laust við að þeir Íslendingar sem hafa séð umrædda mynd hafi rekið sig á þá staðreynd að handritshöfundurinn vissi lítið sem ekkert um Ísland. Hér fyrir neðan má sjá hvernig heppnaðist hjá bandarískum leikurum myndarinnar að tileinka sér íslenskan hreim. Umfjöllunina í heild má lesa á vef útvarpsstöðvarinnar WBUR. Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Sjá meira
The Mighty Ducks er Disney-mynd um lítið íshokkílið sem vinnur stóra sigra. Myndin kom út árið 1992 og leikur Emilio Estevez aðalhlutverk myndarinnar, þjálfara liðsins. Myndin sló í gegn og fóru framleiðendur strax fram á það við Steve Brill, handritshöfund, að skrifuð yrði framhaldsmynd. Sú hlaut nafnið D2: The Mighty Ducks og kom út tveimur árum seinna, árið 1994. Í fyrstu myndinni höfðu Endurnar miklu tekist á við andstæðinga heima fyrir en nú vildi Brill færa baráttuna á alþjóðasviðið. Hann vildi þó ekki fara hina hefðbundnu leið og velja Rússa sem vondu kallana heldur fór að velta fyrir sér hvaða önnur norðurslóðaþjóð gæti orðið fyrir valinu. María Ellingsen lék á þessum tíma í sápuóperunni Santa Barbara en persóna Maríu í þáttunum var frá hinu kommúníska Austur-Þýskalandi. „Hún var saklaus þýsk stelpa sem kom á óvart að sjá banana, því hún skildi ekki hvaðan þeir kæmu.“ segir María um persónuna, en María var á þessum tíma tilbúin að venda kvæði sínu í kross og breyta til. „Ég var orðin þreytt á að vera ljóshærði, íslenski engillinn.“ Það gerðist svo á þessum tíma að María vingaðist við einn framleiðanda myndarinnar. Þannig kom það einhvern veginn saman, leitin að norðurslóðaþjóðinni og þrá Maríu að takast á við nýtt hlutverk. Ákveðið var að Ísland yrði heimaland vondu kallanna og María Ellingsen ráðin til að leika þjálfara liðsins. Handritshöfundurinn Brill viðurkennir að hann hafi ekkert vitað um Ísland þegar landið var valið. „Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að komast þangað, ég vissi ekki að það væru flugvélar þar.“ Ekki er laust við að þeir Íslendingar sem hafa séð umrædda mynd hafi rekið sig á þá staðreynd að handritshöfundurinn vissi lítið sem ekkert um Ísland. Hér fyrir neðan má sjá hvernig heppnaðist hjá bandarískum leikurum myndarinnar að tileinka sér íslenskan hreim. Umfjöllunina í heild má lesa á vef útvarpsstöðvarinnar WBUR.
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Sjá meira