Spilar á sögufrægt James Bond og Bítla-horn Benedikt Bóas skrifar 23. apríl 2018 06:00 Kjartan Ólafsson leikur á merkilegt horn í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „É g er með alls konar hljóðfæri í mínum fórum en eitt er hljóðfæri sem John H. Burden spilaði á. Hann var einn af aðalhornleikurunum í London á sínum tíma og spilaði í öllum James Bond myndum til 1978 og einnig með Bítlunum á Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band,“ segir Kjartan Ólafsson, lektor og formaður félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri sem og hornleikari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hljómsveitin stendur á tímamótum en loksins getur hún boðið sömu laun og fyrir sambærilegt starf í Sinfóníuhljómsveit Íslands, eitthvað sem þótti fjarlægur draumur þegar hún var stofnuð árið 1993. Fyrir utan að hafa í hávegum flutning á klassískri tónlist hefur hljómsveitin á síðustu árum sérhæft sig í upptökum á kvikmyndatónlist og stuðlað að frumflutningi á nýrri íslenskri sinfónískri tónlist. Á yfirstandandi starfsári hefur verið uppselt á 14 tónleika sem hljómsveitin hefur tekið þátt í. Sveitin hefur á sama tíma jafnframt leikið fyrir ríflega 14.000 tónleikagesti,bæði á Íslandi og í Færeyjum.Bítlarnir nýttu hæfileika Johns H. Burden á 8. plötu sinni, Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band.Vísir/gettyÞó því marki hafi nú verið náð að geta boðið hljóðfæraleikurum sömu laun og fyrir sambærileg störf við Sinfóníuhljómsveit Íslands er enn margt ógert og opinber framlög til starfseminnar enn langt frá því eðlilega viðmiði að vera ekki lægri en sem nemur tíunda hluta þess sem varið er til sambærilegrar starfsemi á höfuð- borgarsvæðinu. Kjartan hefur einmitt verið í hljómsveitinni frá upphafi. „Ég hef séð hljómsveitina vaxa og dafna. Þegar ég var ungur og að byrja var ekki til neitt hentugt húsnæði. Til að spila í íþróttaskemmunni þurfti að fara um bæinn á heyvagni og safna stólum úr grunnskólum. Nú erum við með Hof sem er frábært. Þegar við spiluðum til dæmis í Akureyrarkirkju þá þurfti að taka allt til ef það var brúðkaup eða eitthvað álíka og setja inn aftur eftir athöfn,“ segir hann og getur varla haldið aftur af hlátrinum þegar hann rifjar upp hvernig tímarnir hafa breyst. Birtist í Fréttablaðinu James Bond Tónlist Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
„É g er með alls konar hljóðfæri í mínum fórum en eitt er hljóðfæri sem John H. Burden spilaði á. Hann var einn af aðalhornleikurunum í London á sínum tíma og spilaði í öllum James Bond myndum til 1978 og einnig með Bítlunum á Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band,“ segir Kjartan Ólafsson, lektor og formaður félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri sem og hornleikari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hljómsveitin stendur á tímamótum en loksins getur hún boðið sömu laun og fyrir sambærilegt starf í Sinfóníuhljómsveit Íslands, eitthvað sem þótti fjarlægur draumur þegar hún var stofnuð árið 1993. Fyrir utan að hafa í hávegum flutning á klassískri tónlist hefur hljómsveitin á síðustu árum sérhæft sig í upptökum á kvikmyndatónlist og stuðlað að frumflutningi á nýrri íslenskri sinfónískri tónlist. Á yfirstandandi starfsári hefur verið uppselt á 14 tónleika sem hljómsveitin hefur tekið þátt í. Sveitin hefur á sama tíma jafnframt leikið fyrir ríflega 14.000 tónleikagesti,bæði á Íslandi og í Færeyjum.Bítlarnir nýttu hæfileika Johns H. Burden á 8. plötu sinni, Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band.Vísir/gettyÞó því marki hafi nú verið náð að geta boðið hljóðfæraleikurum sömu laun og fyrir sambærileg störf við Sinfóníuhljómsveit Íslands er enn margt ógert og opinber framlög til starfseminnar enn langt frá því eðlilega viðmiði að vera ekki lægri en sem nemur tíunda hluta þess sem varið er til sambærilegrar starfsemi á höfuð- borgarsvæðinu. Kjartan hefur einmitt verið í hljómsveitinni frá upphafi. „Ég hef séð hljómsveitina vaxa og dafna. Þegar ég var ungur og að byrja var ekki til neitt hentugt húsnæði. Til að spila í íþróttaskemmunni þurfti að fara um bæinn á heyvagni og safna stólum úr grunnskólum. Nú erum við með Hof sem er frábært. Þegar við spiluðum til dæmis í Akureyrarkirkju þá þurfti að taka allt til ef það var brúðkaup eða eitthvað álíka og setja inn aftur eftir athöfn,“ segir hann og getur varla haldið aftur af hlátrinum þegar hann rifjar upp hvernig tímarnir hafa breyst.
Birtist í Fréttablaðinu James Bond Tónlist Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira