Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Benedikt Bóas skrifar 25. apríl 2018 06:00 Gítargoðsögnin Slash og leðurbarkinn Axl Rose á tónleikum í Madison Square Garden í fyrra. Þeir byrjuðu að túra árið 2016 og hefur túrinn þegar rakað inn um 475 milljónum dollara. Vísir/getty „Eigi að prófa að halda svona tónleika, núna þegar á að fara að breyta vellinum, þá held ég að það sé ekki til betri prófsteinn en þessir tónleikar,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn af þeim sem standa að stórtónleikum Guns N' Roses í júlí. Þetta verða síðustu tónleikar sveitarinnar í Not in This Lifetime tónleikatúrnum en hann er orðinn fjórði stærsti tónleikatúr allra tíma. Túrinn hefur halað inn meira en 475 milljónir dollara en írsku poppprinsarnir í U2 eiga stærsta tónleikatúr allra tíma. 360° túr þeirra árin 2009-2011 halaði inn 736 milljónir dollara. Ellismellirnir í Rolling Stones höluðu inn 558 milljónir dollara á Bigger Bang túrnum og Coldplay er í þriðja sæti með A Head Full of Dreams sem rakaði inn 523 milljónum dollara samkvæmt Billboard. Þegar Guns N' Roses slær lokatóninn á Íslandi lýkur um tveggja ára túr hljómsveitarinnar um heiminn. Jón segir að þeir sem standa að tónleikunum hafi bent hljómsveitinni á að hér sé lón, hér séu fossar og hér sé góður staður til að slaka á og hvíla lúin bein. „Við reiknum með því að þeir verði áfram hér á landi. Þetta eru síðustu tónleikarnir á um tveggja ára túr og það er kannski eðlilegt að þeir vilji slaka á. Kíkja jafnvel í einhver lón. En við sjáum ekki um það.“ Hann segir að Laugardalsvöllurinn einn og sér rúmi um 20 þúsund áhorfendur fyrir utan stúkurnar sem taki um 10 þúsund manns. Ekki verði selt í nokkur hólf þar sem þeir sem sitja í þeim sætum sjá ekki sviðið sem verður þar sem vallarklukkan er. Sviðið kemur í 15 gámum en alls munu koma um 35 gámar til landsins vegna tónleikanna. Hann boðar frekari tilkynningu um skipulag og annað síðar í vikunni. „Völlurinn þolir 20 þúsund manns en við förum ekki þangað út af öryggi og fleiru auk þess sem við erum að gera þetta í fyrsta sinn. En ef það eru einhverjir sem geta gert þetta þá erum það við. Hljómsveitin er svo með um 150 manna teymi sem er vant því að setja upp og taka niður svona tónleika,“ segir hann.Hafliði Breiðfjörð á tónleikunum í París.Þriggja klukkustunda prógramm Hafliði Breiðfjörð, ritstjóri fótbolti.net, er forfallinn aðdáandi hljómsveitarinnar og segir að frá því að þeir Slash, Axl Rose og Duff McKagan komu aftur í bandið hafi það orðið stórkostlegt á ný. Hann sá sveitina spila í París í fyrra og spilaði hún í sleitulaust í rúma þrjá klukkutíma. „Það var geggjað. Gjörsamlega geggjað,“ segir Hafliði og brosir út að eyrum. Hann getur varla leynt spenningnum og þó að hann sé að fara á HM í Rússlandi þá er hann fullur tilhlökkunar. „Kannski verða þetta síðustu tónleikar þeirra. Hver veit. Ég ætlaði að fara til Óslóar eða Gautaborgar að sjá þá en nú bíð ég bara eftir þeim á mínum heimavelli.“Kröfur hljómsveitarinnar baksviðs Eins og venjan er eru hljómsveitarmeðlimir með ýmsar kröfur fyrir sig og sína fyrir og eftir tónleika. Þegar tilkynnt var um tónleika Guns N' Roses í Slane-kastalanum í maí í fyrra komst baksviðslistinn í fréttirnar. Ástæðan var að þegar hljómsveitin spilaði þar árið 1992 var listinn töluvert frábrugðinn. Þá var orðspor hljómsveitarinnar frekar slæmt. Árið 1992 vildi hljómsveitin meðal annars fá kassa af Jack Daniel’s-viskíi og kassa af vodka ásamt alls konar óhollustu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og á tónleikunum í fyrra var baksviðið allt án áfengis. Þá vilja stjörnurnar, Axl Rose, Slash og Duff McKagan, fá sitt búningsherbergið hver. Í staðinn fyrir áfengið voru komnar kröfur um steik og pasta og almenna hollustu. Þá vildi McKagan fá aðstöðu til að iðka Bikram-jóga. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Guns N' Roses koma með mikilli viðhöfn Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N' Roses er væntanleg hingað til lands í sumar og kemur fram á tónleikum á Laugardalsvelli þann 24. júlí. Um verður að ræða síðustu tónleikana í hljómleikaferð rokkbandsins og stærstu tónleika sem haldnir hafa verið á Íslandi, fullyrðir Friðrik Ólafsson tónleikahaldari. 24. apríl 2018 05:30 Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
„Eigi að prófa að halda svona tónleika, núna þegar á að fara að breyta vellinum, þá held ég að það sé ekki til betri prófsteinn en þessir tónleikar,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn af þeim sem standa að stórtónleikum Guns N' Roses í júlí. Þetta verða síðustu tónleikar sveitarinnar í Not in This Lifetime tónleikatúrnum en hann er orðinn fjórði stærsti tónleikatúr allra tíma. Túrinn hefur halað inn meira en 475 milljónir dollara en írsku poppprinsarnir í U2 eiga stærsta tónleikatúr allra tíma. 360° túr þeirra árin 2009-2011 halaði inn 736 milljónir dollara. Ellismellirnir í Rolling Stones höluðu inn 558 milljónir dollara á Bigger Bang túrnum og Coldplay er í þriðja sæti með A Head Full of Dreams sem rakaði inn 523 milljónum dollara samkvæmt Billboard. Þegar Guns N' Roses slær lokatóninn á Íslandi lýkur um tveggja ára túr hljómsveitarinnar um heiminn. Jón segir að þeir sem standa að tónleikunum hafi bent hljómsveitinni á að hér sé lón, hér séu fossar og hér sé góður staður til að slaka á og hvíla lúin bein. „Við reiknum með því að þeir verði áfram hér á landi. Þetta eru síðustu tónleikarnir á um tveggja ára túr og það er kannski eðlilegt að þeir vilji slaka á. Kíkja jafnvel í einhver lón. En við sjáum ekki um það.“ Hann segir að Laugardalsvöllurinn einn og sér rúmi um 20 þúsund áhorfendur fyrir utan stúkurnar sem taki um 10 þúsund manns. Ekki verði selt í nokkur hólf þar sem þeir sem sitja í þeim sætum sjá ekki sviðið sem verður þar sem vallarklukkan er. Sviðið kemur í 15 gámum en alls munu koma um 35 gámar til landsins vegna tónleikanna. Hann boðar frekari tilkynningu um skipulag og annað síðar í vikunni. „Völlurinn þolir 20 þúsund manns en við förum ekki þangað út af öryggi og fleiru auk þess sem við erum að gera þetta í fyrsta sinn. En ef það eru einhverjir sem geta gert þetta þá erum það við. Hljómsveitin er svo með um 150 manna teymi sem er vant því að setja upp og taka niður svona tónleika,“ segir hann.Hafliði Breiðfjörð á tónleikunum í París.Þriggja klukkustunda prógramm Hafliði Breiðfjörð, ritstjóri fótbolti.net, er forfallinn aðdáandi hljómsveitarinnar og segir að frá því að þeir Slash, Axl Rose og Duff McKagan komu aftur í bandið hafi það orðið stórkostlegt á ný. Hann sá sveitina spila í París í fyrra og spilaði hún í sleitulaust í rúma þrjá klukkutíma. „Það var geggjað. Gjörsamlega geggjað,“ segir Hafliði og brosir út að eyrum. Hann getur varla leynt spenningnum og þó að hann sé að fara á HM í Rússlandi þá er hann fullur tilhlökkunar. „Kannski verða þetta síðustu tónleikar þeirra. Hver veit. Ég ætlaði að fara til Óslóar eða Gautaborgar að sjá þá en nú bíð ég bara eftir þeim á mínum heimavelli.“Kröfur hljómsveitarinnar baksviðs Eins og venjan er eru hljómsveitarmeðlimir með ýmsar kröfur fyrir sig og sína fyrir og eftir tónleika. Þegar tilkynnt var um tónleika Guns N' Roses í Slane-kastalanum í maí í fyrra komst baksviðslistinn í fréttirnar. Ástæðan var að þegar hljómsveitin spilaði þar árið 1992 var listinn töluvert frábrugðinn. Þá var orðspor hljómsveitarinnar frekar slæmt. Árið 1992 vildi hljómsveitin meðal annars fá kassa af Jack Daniel’s-viskíi og kassa af vodka ásamt alls konar óhollustu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og á tónleikunum í fyrra var baksviðið allt án áfengis. Þá vilja stjörnurnar, Axl Rose, Slash og Duff McKagan, fá sitt búningsherbergið hver. Í staðinn fyrir áfengið voru komnar kröfur um steik og pasta og almenna hollustu. Þá vildi McKagan fá aðstöðu til að iðka Bikram-jóga.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Guns N' Roses koma með mikilli viðhöfn Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N' Roses er væntanleg hingað til lands í sumar og kemur fram á tónleikum á Laugardalsvelli þann 24. júlí. Um verður að ræða síðustu tónleikana í hljómleikaferð rokkbandsins og stærstu tónleika sem haldnir hafa verið á Íslandi, fullyrðir Friðrik Ólafsson tónleikahaldari. 24. apríl 2018 05:30 Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
Guns N' Roses koma með mikilli viðhöfn Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N' Roses er væntanleg hingað til lands í sumar og kemur fram á tónleikum á Laugardalsvelli þann 24. júlí. Um verður að ræða síðustu tónleikana í hljómleikaferð rokkbandsins og stærstu tónleika sem haldnir hafa verið á Íslandi, fullyrðir Friðrik Ólafsson tónleikahaldari. 24. apríl 2018 05:30