50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2018 13:30 Kokhraustur Diego Maradona, líklega besti leikmaður í heimi árið 1990, leiðir sína menn út á völlinn í Mílanó. Vísir/Getty Þann 16. júní verður flautað til leiks á Otkritie Arena í Moskvu og leikurinn er sögulegur. Ísland spilar sinn fyrsta leik í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu og andstæðingurinn er nautsterkur. Argentína með allar sínar stórstjörnur innanborðs og tvo heimsmeistaratitla í safni. Verkefnið virðist við fystu sýn ómögulegt en ef litið er til sögunnar hafa Argentínumenn áður mætt kokhraustir til leiks í fyrsta leik á HM gegn minni spámönnum. Árið var 1990 og mótherjinn var mun lægra skrifaður en strákarnir okkar. Kamerúnar höfðu reyndar reynslu af einni lokakeppni heimsmeistaramóts. Þeir gerðu þrjú jafntefli í riðlakeppninni á Spáni 1982 og komust ekki upp úr riðlinum. Á Ítalíu 1990 áttu þeir eftir að slá í gegn og fyrstir til að kenna á þeim voru Argentínumenn. Maradona liggur á vellinum eftir ein af fjölmörgum viðskiptum sínum við Kamerúna á San Siro.Vísir/Getty Basl frá byrjun Argentínumenn áttu titil að verja árið 1990. Árið 1986 var nefnilega árið hans Diego Armando Maradona. Líklega má fullyrða að hvorki fyrr né síðar hafi nokkur leikmaður „átt“ heimsmeistaramót með húð og ári. Með gæði sín að vopni í annarri hönd og viljann að gera allt til að vinna í hinni stýrði hann liðinu erfiða leið í úrslitaleikinn sem vannst á dramatískan hátt gegn Vestur-Þjóðverjum 3-2. Fjórir þeirra sem byrjuðu úrslitaleikinn í Mexíkó 1986 voru í byrjunarliðinu á San Siro í Mílanó. Flestir áttu von á upprúllun en eins og oft er tilfellið í opnunarleikjum HM, þar sem ríkjandi heimsmeistarar mæta eðli málsins samkvæmt minni spámönnum, áttu Argentínumenn í miklu basli. Leiksins hefur annars vegar verið minnst fyrir hina grófu Kamerúna og hins vegar hina skemmtilegu léttleikandi Kamerúna. 74 þúsund áhorfendur sáu tvo Afríkumenn fjúka útaf með rauð spjöld en það kom ekki að sök.Að neðan má sjá samantekt frá HM 1990. Umfjöllun um leikinn hefst á fjórðu mínútu. Rauð spjöld og klaufalegt mark Kamerúnar fengu besta færi fyrri hálfleiksins þegar Argentínumenn björguðu því sem næst á línu. Argentínumenn voru lengi að ná áttum og skipti Carlos Bilardo framherjanum Claudio Caniggia inn á í hálfleik fyrir varnarmanninn Oscar Ruggeri. Lítið gerðist en brúnin á heimsmeisturunum léttist eftir kortersleik í seinni hálfleik þegar miðjumanninum André Kana-Biyik var vikið af velli með rautt spjald fyrir heldur litlar sakir. En eftirleikurinn, 11 gegn 10, reyndist Argentínu ekki þægilegur. Um miðjan síðari hálfleikinn fengu Kamerúnar aukaspyrnu úti á kanti. Eftir loftfimleikaflikk í teignum barst boltinn í áttina að François Omam-Biyik. 24 ára gamli framherjinn tók svakalegt stökk, já rosalegt stökk, og náði þokkalegum skalla sem alla daga hefði átt að vera skylduvarsla fyrir reynsluboltann Nery Pumpido í marki Argentínu. En ekki þennan dag. Boltinn lak í netið og allt ætlaði um koll að keyra. Þetta var svo sannarlega ekki mótið hans Pumpido sem fótbrotnaði í næsta leik og spilaði ekki meira í keppninni. 8. júní 1990 var gaman að vera frá Kamerún. Liðið átti eftir að fara í átta liða úrslit þar sem liðið tapaði í spennutrylli gegn Englandi, 3-2.Vísir/Getty Hrottalegt brot Massing Í hönd fóru æsilegar 25 mínútur þar sem Argentínumenn reyndu að bjarga andlitinu á meðan Kamerúnar sáu möguleika á að landa einhverjum óvæntustu úrslitum í sögu keppninnar. Caniggia tók á mikinn sprett mínútu fyrir leikslok og hoppaði upp úr hverri tæklingunni á fætur öðrum áður en varnarmaðurinn Benjamin Massing mætti á svæðið. Brot hans á Caniggia verðskuldaði eldrautt spjald þótt hann hafi aðeins fengið seinna gula. Missti hann skóinn af fætinum í brotinu og gekk af velli hinn vandræðalegasti.Aðdragandann og brotið má sjá hér að neðan. En það er allt saman aukaatriði. Staðreyndin er sú að Argentínumenn, heimsmeistararnir sjálfir, voru brotnir. Þeir áttu reyndar eftir að skríða saman og gott betur en það enda komust þeir í úrslitaleikinn þar sem Þjóðverjar hefndu fyrir ófarirnar fjórum árum fyrr. Í ár mæta Argentínumenn með fullt lið af stórstjörnum en kannski ekki jafn kokhraustir og oft áður. Þeir tryggðu ekki sæti sitt í lokakeppninni fyrr en í síðasta leik riðlakeppninnar. Sóknarleikurinn er byggður upp af snillingum á borð við Sergio Aguero og Lionel Messi. En varnarleikurinn er ekki þeirra sterkasti. 6-1 tap í æfingaleik gegn Spánverjum er til marks um það. Hvort að úrslitin verði óvænt í Moskvu þann 16. júní verður að koma í ljós.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Þann 16. júní verður flautað til leiks á Otkritie Arena í Moskvu og leikurinn er sögulegur. Ísland spilar sinn fyrsta leik í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu og andstæðingurinn er nautsterkur. Argentína með allar sínar stórstjörnur innanborðs og tvo heimsmeistaratitla í safni. Verkefnið virðist við fystu sýn ómögulegt en ef litið er til sögunnar hafa Argentínumenn áður mætt kokhraustir til leiks í fyrsta leik á HM gegn minni spámönnum. Árið var 1990 og mótherjinn var mun lægra skrifaður en strákarnir okkar. Kamerúnar höfðu reyndar reynslu af einni lokakeppni heimsmeistaramóts. Þeir gerðu þrjú jafntefli í riðlakeppninni á Spáni 1982 og komust ekki upp úr riðlinum. Á Ítalíu 1990 áttu þeir eftir að slá í gegn og fyrstir til að kenna á þeim voru Argentínumenn. Maradona liggur á vellinum eftir ein af fjölmörgum viðskiptum sínum við Kamerúna á San Siro.Vísir/Getty Basl frá byrjun Argentínumenn áttu titil að verja árið 1990. Árið 1986 var nefnilega árið hans Diego Armando Maradona. Líklega má fullyrða að hvorki fyrr né síðar hafi nokkur leikmaður „átt“ heimsmeistaramót með húð og ári. Með gæði sín að vopni í annarri hönd og viljann að gera allt til að vinna í hinni stýrði hann liðinu erfiða leið í úrslitaleikinn sem vannst á dramatískan hátt gegn Vestur-Þjóðverjum 3-2. Fjórir þeirra sem byrjuðu úrslitaleikinn í Mexíkó 1986 voru í byrjunarliðinu á San Siro í Mílanó. Flestir áttu von á upprúllun en eins og oft er tilfellið í opnunarleikjum HM, þar sem ríkjandi heimsmeistarar mæta eðli málsins samkvæmt minni spámönnum, áttu Argentínumenn í miklu basli. Leiksins hefur annars vegar verið minnst fyrir hina grófu Kamerúna og hins vegar hina skemmtilegu léttleikandi Kamerúna. 74 þúsund áhorfendur sáu tvo Afríkumenn fjúka útaf með rauð spjöld en það kom ekki að sök.Að neðan má sjá samantekt frá HM 1990. Umfjöllun um leikinn hefst á fjórðu mínútu. Rauð spjöld og klaufalegt mark Kamerúnar fengu besta færi fyrri hálfleiksins þegar Argentínumenn björguðu því sem næst á línu. Argentínumenn voru lengi að ná áttum og skipti Carlos Bilardo framherjanum Claudio Caniggia inn á í hálfleik fyrir varnarmanninn Oscar Ruggeri. Lítið gerðist en brúnin á heimsmeisturunum léttist eftir kortersleik í seinni hálfleik þegar miðjumanninum André Kana-Biyik var vikið af velli með rautt spjald fyrir heldur litlar sakir. En eftirleikurinn, 11 gegn 10, reyndist Argentínu ekki þægilegur. Um miðjan síðari hálfleikinn fengu Kamerúnar aukaspyrnu úti á kanti. Eftir loftfimleikaflikk í teignum barst boltinn í áttina að François Omam-Biyik. 24 ára gamli framherjinn tók svakalegt stökk, já rosalegt stökk, og náði þokkalegum skalla sem alla daga hefði átt að vera skylduvarsla fyrir reynsluboltann Nery Pumpido í marki Argentínu. En ekki þennan dag. Boltinn lak í netið og allt ætlaði um koll að keyra. Þetta var svo sannarlega ekki mótið hans Pumpido sem fótbrotnaði í næsta leik og spilaði ekki meira í keppninni. 8. júní 1990 var gaman að vera frá Kamerún. Liðið átti eftir að fara í átta liða úrslit þar sem liðið tapaði í spennutrylli gegn Englandi, 3-2.Vísir/Getty Hrottalegt brot Massing Í hönd fóru æsilegar 25 mínútur þar sem Argentínumenn reyndu að bjarga andlitinu á meðan Kamerúnar sáu möguleika á að landa einhverjum óvæntustu úrslitum í sögu keppninnar. Caniggia tók á mikinn sprett mínútu fyrir leikslok og hoppaði upp úr hverri tæklingunni á fætur öðrum áður en varnarmaðurinn Benjamin Massing mætti á svæðið. Brot hans á Caniggia verðskuldaði eldrautt spjald þótt hann hafi aðeins fengið seinna gula. Missti hann skóinn af fætinum í brotinu og gekk af velli hinn vandræðalegasti.Aðdragandann og brotið má sjá hér að neðan. En það er allt saman aukaatriði. Staðreyndin er sú að Argentínumenn, heimsmeistararnir sjálfir, voru brotnir. Þeir áttu reyndar eftir að skríða saman og gott betur en það enda komust þeir í úrslitaleikinn þar sem Þjóðverjar hefndu fyrir ófarirnar fjórum árum fyrr. Í ár mæta Argentínumenn með fullt lið af stórstjörnum en kannski ekki jafn kokhraustir og oft áður. Þeir tryggðu ekki sæti sitt í lokakeppninni fyrr en í síðasta leik riðlakeppninnar. Sóknarleikurinn er byggður upp af snillingum á borð við Sergio Aguero og Lionel Messi. En varnarleikurinn er ekki þeirra sterkasti. 6-1 tap í æfingaleik gegn Spánverjum er til marks um það. Hvort að úrslitin verði óvænt í Moskvu þann 16. júní verður að koma í ljós.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira