Hanna Rún fékk matareitrun: „Ég hélt að ég myndi deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. apríl 2018 14:00 Hanna Rún og Bergþór hafa farið á kostum í þáttunum Allir geta dansað. vísir/atli „Ég er aðeins skárri í dag,“ segir dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir sem fékk matareitrun í gær. Hún gat því lítið sem ekkert æft fyrir næsta þátt í Allir geta dansað. „Ég er mætt upp í World Class til að reyna klár að semja lotuna okkar,“ segir Hanna en hún og Bergþór Pálsson hafa unnið hug og hjörtu þjóðarinnar í skemmtiþáttunum Allir geta dansað sem eru á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. „Við erum að labba rútínuna saman í gegn núna. Ég hef ekkert kastað upp í dag, enda er ekki dropi eftir en ég er með rosalega mikla beinverki og orkulaus. Þetta kom upp í gær og þá vaknaði ég með rosalega þaninn maga. Ég og Bergþór byrjum daginn á því að taka æfingu og það gekk bara rosalega vel. Síðan var planið að taka aukaæfingu, en hún stóð bara yfir í tuttugu mínútur og þá varð ég að hlaupa inn á klósett og byrjaði strax að kasta upp þar.“ Eignmaður Hönnu, Nikita Bazev, er staddur erlendis og því fór hún í foreldrahús með einkasoninn. „Ég varð að fara til mömmu og pabba með litla strákinn. Þau voru svona að hjálpa mér að mata hann, koma honum í háttinn og á leikskólann og svona. Ég gat bara ekki labbað og var með mikinn krampa og ótrúlega mikla beinverki. Ég hélt að ég myndi deyja, þetta var algjört ógeð.“ Hún segist hafa kastað upp linnulaust í sex klukkustundir. „Við náðum ekki að klára að semja sporin í gær og núna erum við að labba í gegnum þetta, svo Bergþór geti allavega tekið þetta upp á myndband og æft sig sjálfur.“ Parið dansar saman Quick-Step á sunnudagskvöldið og er það talin einn erfiðasti dansinn í keppninni. Allir geta dansað Dans Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
„Ég er aðeins skárri í dag,“ segir dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir sem fékk matareitrun í gær. Hún gat því lítið sem ekkert æft fyrir næsta þátt í Allir geta dansað. „Ég er mætt upp í World Class til að reyna klár að semja lotuna okkar,“ segir Hanna en hún og Bergþór Pálsson hafa unnið hug og hjörtu þjóðarinnar í skemmtiþáttunum Allir geta dansað sem eru á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. „Við erum að labba rútínuna saman í gegn núna. Ég hef ekkert kastað upp í dag, enda er ekki dropi eftir en ég er með rosalega mikla beinverki og orkulaus. Þetta kom upp í gær og þá vaknaði ég með rosalega þaninn maga. Ég og Bergþór byrjum daginn á því að taka æfingu og það gekk bara rosalega vel. Síðan var planið að taka aukaæfingu, en hún stóð bara yfir í tuttugu mínútur og þá varð ég að hlaupa inn á klósett og byrjaði strax að kasta upp þar.“ Eignmaður Hönnu, Nikita Bazev, er staddur erlendis og því fór hún í foreldrahús með einkasoninn. „Ég varð að fara til mömmu og pabba með litla strákinn. Þau voru svona að hjálpa mér að mata hann, koma honum í háttinn og á leikskólann og svona. Ég gat bara ekki labbað og var með mikinn krampa og ótrúlega mikla beinverki. Ég hélt að ég myndi deyja, þetta var algjört ógeð.“ Hún segist hafa kastað upp linnulaust í sex klukkustundir. „Við náðum ekki að klára að semja sporin í gær og núna erum við að labba í gegnum þetta, svo Bergþór geti allavega tekið þetta upp á myndband og æft sig sjálfur.“ Parið dansar saman Quick-Step á sunnudagskvöldið og er það talin einn erfiðasti dansinn í keppninni.
Allir geta dansað Dans Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira