Lærisveinar Heimis Guðjónssonar í HB eru komnir örugglega áfram í 8-liða úrslit færeysku bikarkeppninnar í fótbolta eftir sigur á B68.
HB er í öðru sæti í úrvalsdeildinni en B68 er í 1. deild og því var búist við nokkuð öruggum sigri HB.
Sú varð raunin, gestirnir í HB fóru með 4-0 sigur þar sem síðustu þrjú mörk leiksins voru skoruð á loka korterinu.
Adrian Justinussen átti tvö mörk fyrir HB, Magnus Egilsson og John Frederiksen sitt markið hvor.
Sigurinn var fimmti útisigur HB í röð sem er eins og áður segið komið áfram í 8-liða úrslit.
