Bíó og sjónvarp

Börkur Sigþórsson leikstýrir spennuþáttum fyrir BBC

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Börkur Sigþórsson er leikstjóri myndarinnar Vargur sem frumsýnd verður í næstu viku.
Börkur Sigþórsson er leikstjóri myndarinnar Vargur sem frumsýnd verður í næstu viku. Lilja Jóns
Leikstjórinn Börkur Sigþórsson mun leikstýra þremur þáttum í nýrri spennuþáttaröð fyrir BBC. Sagt er frá þessu í Menningunni á RÚV. Börkur leikstýrir fyrstu þremur þáttunum af sex en þættirnir nefnast Baptiste. 

Þáttaröðin Babtiste er afleggjari af þáttunum vinsælu The Missing. „Þetta eru glæpaþættir, gerast í Amsterdam og þarna fylgjumst við með lífi og störfum Julian Baptiste,“ segir Börkur í samtali við RÚV. Hann segir að það hafi meðal annars verið fyrir tilstilli Ólafs Darra Ólafssonar leikara að hann fékk þetta spennandi verkefni. 

Í næstu viku verður spennumyndin Vargur frumsýnd en þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Börkur leikstýrir. Börkur er þó enginn nýgræðingur og hefur áður getið sér gott orð fyrir verðlaunastuttmyndir sínar og sem einn af leikstjórum Ófærðar en hann vinnur þessa dagana að annarri þáttaröð.


Tengdar fréttir

Frumsýning: Fyrsta stikla úr Vargi ógnvekjandi

RVK Studios og Baltasar Kormákur ætla frumsýna spennumyndina Vargur eftir leikstjórann Börk Sigþórsson í byrjun næsta mánaðar og frumsýna því í tilefni af því fyrstu stikluna úr kvikmyndinni hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.