Í myndbandinu má sjá söngvarann og bróður hans, Friðrik Dór Jónsson, bregða á leik í húsakynnum Ríkissjónvarpsins í Efstaleiti.
Ekki aðeins sjást þeir skarta hárkollu og skalla heldur eru þeir bræður sagðir hafa æft nútímadans í 4 daga til þess að geirnegla réttu sporin. Jón Jónsson hefur núna rakað af sér allt hárið og er í dag snoðaður eftir að hafa gert þetta myndband.
Myndbandinu er leikstýrt af Frey Árnasyni og Erla Rut Mathiesen aðstoðaði Jón og Friðrik við dansinn.
Myndbandið má sjá hér að neðan.