„Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2018 16:30 Baltasar Kormákur leikstýrði Adrift.. Vísir/Vilhelm „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur í viðtali sem birtist á YouTube frá CinemaCon-ráðstefnunni í Las Vegas. Um er að ræða ráðstefnu þar sem leikstjórar og leikara mæta og kynna sín verkefni. Adrift er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Í fjórða stigs fellibyl nær vindhraði 68 til 80 metrum á sekúndu. Leikkonan Shailene Woodley fer með aðalhlutverkið en hún er 26 ára gömul og eflaust þekktust fyrir hlutverk sitt í myndunum The Fault in our Stars. „Ég held að þetta sé reyndar erfiðasta mynd sem ég hef gert. Hversu margar sögur eru til þar sem konur komast af í erfiðum aðstæðum? Nánast engar. Þetta snýst alltaf um menn og úlfa, menn sem sigrast á náttúrunni. Staðreyndin er samt sem áður að konur hafa þurft að ganga í gegnum sömu hluti og menn í sögunni.“ Baltasar segir að myndin sýni hversu sterkar konur geti verið. „Þetta heillaði mig rosalega mikið þegar ég var að skoða þetta verkefni. Þetta snýst síðan einnig um einn mesta storm sem mælst hefur í Kyrrahafinu öllu. Það er ekki hægt að setja það bara í sjónvarp, það verður að fá að vera á risatjaldið.“ Hér að neðan má sjá viðtalið. Tengdar fréttir Slysamorð í kjallara myndi ekki halda í tíu þætti Baltasar Kormákur fer yfir farinn veg í viðtali við Vísi þar sem hann ræðir Adrift, Ófærð 2 og umræðuna um Ófærð 1 hér á landi, ásamt því að spjalla um væntanleg verkefni og Weinstein-málið. 20. október 2017 13:45 Fyrstu myndirnar úr milljarðamynd Baltasars Aðalleikonan Adrift lærði að sigla seglskútu sérstaklega fyrir myndina. 14. mars 2018 07:56 Sjáðu fyrstu stikluna úr nýjustu mynd Baltasars Kormáks Myndin Adrfit verður frumsýnd hér á landi 1. júní næstkomandi. 14. mars 2018 17:32 Baltasar fær einn af virtari kvikmyndatökustjórum til liðs við sig Baltasar Kormákur hefur fengið Robert Richardson til liðs við sig við gerð kvikmyndarinnar Adrift 17. júlí 2017 10:48 Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur í viðtali sem birtist á YouTube frá CinemaCon-ráðstefnunni í Las Vegas. Um er að ræða ráðstefnu þar sem leikstjórar og leikara mæta og kynna sín verkefni. Adrift er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Í fjórða stigs fellibyl nær vindhraði 68 til 80 metrum á sekúndu. Leikkonan Shailene Woodley fer með aðalhlutverkið en hún er 26 ára gömul og eflaust þekktust fyrir hlutverk sitt í myndunum The Fault in our Stars. „Ég held að þetta sé reyndar erfiðasta mynd sem ég hef gert. Hversu margar sögur eru til þar sem konur komast af í erfiðum aðstæðum? Nánast engar. Þetta snýst alltaf um menn og úlfa, menn sem sigrast á náttúrunni. Staðreyndin er samt sem áður að konur hafa þurft að ganga í gegnum sömu hluti og menn í sögunni.“ Baltasar segir að myndin sýni hversu sterkar konur geti verið. „Þetta heillaði mig rosalega mikið þegar ég var að skoða þetta verkefni. Þetta snýst síðan einnig um einn mesta storm sem mælst hefur í Kyrrahafinu öllu. Það er ekki hægt að setja það bara í sjónvarp, það verður að fá að vera á risatjaldið.“ Hér að neðan má sjá viðtalið.
Tengdar fréttir Slysamorð í kjallara myndi ekki halda í tíu þætti Baltasar Kormákur fer yfir farinn veg í viðtali við Vísi þar sem hann ræðir Adrift, Ófærð 2 og umræðuna um Ófærð 1 hér á landi, ásamt því að spjalla um væntanleg verkefni og Weinstein-málið. 20. október 2017 13:45 Fyrstu myndirnar úr milljarðamynd Baltasars Aðalleikonan Adrift lærði að sigla seglskútu sérstaklega fyrir myndina. 14. mars 2018 07:56 Sjáðu fyrstu stikluna úr nýjustu mynd Baltasars Kormáks Myndin Adrfit verður frumsýnd hér á landi 1. júní næstkomandi. 14. mars 2018 17:32 Baltasar fær einn af virtari kvikmyndatökustjórum til liðs við sig Baltasar Kormákur hefur fengið Robert Richardson til liðs við sig við gerð kvikmyndarinnar Adrift 17. júlí 2017 10:48 Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Slysamorð í kjallara myndi ekki halda í tíu þætti Baltasar Kormákur fer yfir farinn veg í viðtali við Vísi þar sem hann ræðir Adrift, Ófærð 2 og umræðuna um Ófærð 1 hér á landi, ásamt því að spjalla um væntanleg verkefni og Weinstein-málið. 20. október 2017 13:45
Fyrstu myndirnar úr milljarðamynd Baltasars Aðalleikonan Adrift lærði að sigla seglskútu sérstaklega fyrir myndina. 14. mars 2018 07:56
Sjáðu fyrstu stikluna úr nýjustu mynd Baltasars Kormáks Myndin Adrfit verður frumsýnd hér á landi 1. júní næstkomandi. 14. mars 2018 17:32
Baltasar fær einn af virtari kvikmyndatökustjórum til liðs við sig Baltasar Kormákur hefur fengið Robert Richardson til liðs við sig við gerð kvikmyndarinnar Adrift 17. júlí 2017 10:48
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein