Stigagjöf dómnefnda í Eurovision breytt Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 22:45 Salvador Sobral söng sig inn í hjörtu Evrópubúa í fyrra þegar Portúgal sigraði keppnina í fyrsta skipti. VISIR / EPA Tilkynnt hefur verið um breytingar á því hvernig stigagjöf dómnefnda verða reiknuð út í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. „Að hverri keppni lokinni metum við hvaða skref er hægt að taka til að styrkja kosningakerfið,“ sagði Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri keppninnar, um breytinguna. „Með þessari breytingu á því hvernig stigagjöf dómnefndarinnar er reiknuð út tryggjum við að þau lög sem náðu efstu sætum á blöðum dómaranna fái viðurkenningu í samræmi við það og að skoðun dómnefndarinnar sem heildar vegi meira en skoðanir einstaka dómara.“ Atriði á úrslitakvöldi Eurovision eru alls 26 en það eru aðeins tíu efstu í vali hverrar dómnefndar sem fá stig. Eins og kerfið hefur verið getur einstaka dómari haft gífurleg áhrif á lokaniðurstöðu dómnefndarinnar. Sú staða hefur getað komið upp að einn dómari getur dregið atriði gífurlega mikið niður í stigagjöf með því að setja það neðarlega á sinn lista þó svo hinir fjórir dómararnir hafi verið tiltölulega sammála og sett lagið ofarlega á sinn lista. Með fyrirhuguðum breytingum verður breytt vægi uppröðunar dómaranna þannig að þau lög sem dómari setur ofarlega hafa meira vægi en þau lög sem dómari setur neðarlega. Lögunum verður sem fyrr raðað upp á kvarða. Það lag sem dómari setur neðst mun fá gildið einn en eftir því sem ofar dregur á listanum mun vægi laganna vaxa með veldisvexti. Þetta mun tryggja efstu lögunum meira vægi á kostnað þeirra sem neðar eru. Á þetta kerfi þannig að gera niðurstöðuna sanngjarnari og skapa heildarjafnvægi milli dómara. Stigakerfi Eurovision er í stöðugri þróun. Sú breyting var gerð á stigagjöf í Eurovision árið 2008 að dómnefndir öðluðust helmings vægi í stigagjöf landa. Þar á undan hafði í fimm ár einungis verið notast við atkvæði greidd gegn um síma. Fyrstu áratugina sem keppnin var haldin var eingöngu notast við dómnefndir. Í dag er notast við blandað kerfi símaatkvæða og dómnefnda, líkt og fram hefur komið. Hópurinn í kring um atriði Íslands í keppninni í ár heldur af stað til Lissabon á morgun og á sína fyrstu æfingu strax á sunnudagsmorgun. Í dag var tilkynnt að Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, muni kynna stigagjöf Íslands í aðalkeppninni sem send verður út laugardaginn 12. maí. Eurovision Tengdar fréttir ABBA gefur út nýja tónlist Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982. 27. apríl 2018 11:57 Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. 27. apríl 2018 10:38 Conchita Wurst með HIV Conchita Wurst greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hún sé HIV smituð en Wurst vann Eurovision árið 2014. 16. apríl 2018 10:30 Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Kim féll Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um breytingar á því hvernig stigagjöf dómnefnda verða reiknuð út í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. „Að hverri keppni lokinni metum við hvaða skref er hægt að taka til að styrkja kosningakerfið,“ sagði Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri keppninnar, um breytinguna. „Með þessari breytingu á því hvernig stigagjöf dómnefndarinnar er reiknuð út tryggjum við að þau lög sem náðu efstu sætum á blöðum dómaranna fái viðurkenningu í samræmi við það og að skoðun dómnefndarinnar sem heildar vegi meira en skoðanir einstaka dómara.“ Atriði á úrslitakvöldi Eurovision eru alls 26 en það eru aðeins tíu efstu í vali hverrar dómnefndar sem fá stig. Eins og kerfið hefur verið getur einstaka dómari haft gífurleg áhrif á lokaniðurstöðu dómnefndarinnar. Sú staða hefur getað komið upp að einn dómari getur dregið atriði gífurlega mikið niður í stigagjöf með því að setja það neðarlega á sinn lista þó svo hinir fjórir dómararnir hafi verið tiltölulega sammála og sett lagið ofarlega á sinn lista. Með fyrirhuguðum breytingum verður breytt vægi uppröðunar dómaranna þannig að þau lög sem dómari setur ofarlega hafa meira vægi en þau lög sem dómari setur neðarlega. Lögunum verður sem fyrr raðað upp á kvarða. Það lag sem dómari setur neðst mun fá gildið einn en eftir því sem ofar dregur á listanum mun vægi laganna vaxa með veldisvexti. Þetta mun tryggja efstu lögunum meira vægi á kostnað þeirra sem neðar eru. Á þetta kerfi þannig að gera niðurstöðuna sanngjarnari og skapa heildarjafnvægi milli dómara. Stigakerfi Eurovision er í stöðugri þróun. Sú breyting var gerð á stigagjöf í Eurovision árið 2008 að dómnefndir öðluðust helmings vægi í stigagjöf landa. Þar á undan hafði í fimm ár einungis verið notast við atkvæði greidd gegn um síma. Fyrstu áratugina sem keppnin var haldin var eingöngu notast við dómnefndir. Í dag er notast við blandað kerfi símaatkvæða og dómnefnda, líkt og fram hefur komið. Hópurinn í kring um atriði Íslands í keppninni í ár heldur af stað til Lissabon á morgun og á sína fyrstu æfingu strax á sunnudagsmorgun. Í dag var tilkynnt að Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, muni kynna stigagjöf Íslands í aðalkeppninni sem send verður út laugardaginn 12. maí.
Eurovision Tengdar fréttir ABBA gefur út nýja tónlist Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982. 27. apríl 2018 11:57 Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. 27. apríl 2018 10:38 Conchita Wurst með HIV Conchita Wurst greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hún sé HIV smituð en Wurst vann Eurovision árið 2014. 16. apríl 2018 10:30 Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Kim féll Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
ABBA gefur út nýja tónlist Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982. 27. apríl 2018 11:57
Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. 27. apríl 2018 10:38
Conchita Wurst með HIV Conchita Wurst greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hún sé HIV smituð en Wurst vann Eurovision árið 2014. 16. apríl 2018 10:30