Stórt skref í átt að friði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. apríl 2018 10:00 Það var hátíðleg og söguleg stund þegar leiðtogar ríkjanna tókust í hendur á afvopnaðasvæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Vísir/getty Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, steig yfir landamærin og til Suður-Kóreu í gær og átti fund með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í Friðarhúsi landamæraþorpsins Panmunjom. Í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna hétu þeir því meðal annars að vinna að afkjarnorkuvæðingu skagans. Þetta var fyrsti leiðtogafundur ríkjanna tveggja frá því 2007 en þá, sem og árið 2000, funduðu leiðtogarnir í Pjongjang. Í þá daga var svokölluð sólskinsstefna höfð að leiðarljósi í Suður-Kóreu, stefna sem miðaði að bættum samskiptum við einræðisríkið, og má segja að hún sé nú snúin aftur eftir tíu ára fjarveru. Afrakstur þeirra funda var hins vegar lítill. Á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna sagði Kim þá hafa sammælst um að vinna að því að „hin óheppilega saga, þar sem árangur fjaraði út, endurtaki sig ekki“. „Það gæti komið bakslag. Við gætum lent í erfiðleikum og pirringi. En það er aldrei hægt að ná fram sigri án sársauka,“ sagði Kim. Hvorki voru gerðir samningar né sáttmálar í viðræðum gærdagsins, enda þær frekar hugsaðar sem fyrsta stóra skrefið í átt að bættum samskiptum á Kóreuskaga. Eftirtektarverðar greinar yfirlýsingarinnar eru þó fjölmargar, þótt ekkert hafi verið um útskýringar á útfærslum loforða. „Leiðtogarnir tveir lýsa því yfir, fyrir framan heimsbyggðina alla, að stríðinu á Kóreuskaga muni ljúka. Nú tekur við nýtt tímabil friðar,“ sagði í inngangi yfirlýsingarinnar. Var því heitið að ráðast í annaðhvort þríhliða viðræður, með Bandaríkjunum, eða fjórhliða, með Kína þar að auki, til þess að semja endanlega um frið. Við lok Kóreustríðsins árið 1953 var það ekki gert, þá var samið um vopnahlé. „Suður- og Norður-Kórea staðfesta sameiginlegt markmið sitt um kjarnorkulausan Kóreuskaga. Ríkin eru sammála um að skrefin sem Norður-Kórea hefur stigið séu þýðingarmikil fyrir afkjarnorkuvæðingarferlið,“ sagði enn fremur. Hinn skyndilegi vilji Kim til að losa sig við kjarnorkuvopn sín, sem miklum fjármunum og tíma hefur verið varið í að þróa, hefur komið heimsbyggðinni í opna skjöldu. Enn er þó ekkert ljóst í þessum efnum og ber að minna á að Norður-Kórea hefur áður gefið sams konar loforð, þó ekki með jafn afgerandi hætti. Þá komust mörg önnur smærri mál inn á borð leiðtoganna. Ætla ríkin að halda áfram að taka saman þátt á íþróttaleikum, sameina aðskildar fjölskyldur og bæta samgöngur yfir landamærin. Ljóst er að stórt skref hefur verið stigið í átt að friði á Kóreuskaga. Fjölmörg önnur skref eru fram undan. Viðræður sendinefnda ríkjanna tveggja, fundur Kim með Donald Trump Bandaríkjaforseta í sumar og svo mun Moon ferðast til Pjongjang í haust. thorgnyr@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, steig yfir landamærin og til Suður-Kóreu í gær og átti fund með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í Friðarhúsi landamæraþorpsins Panmunjom. Í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna hétu þeir því meðal annars að vinna að afkjarnorkuvæðingu skagans. Þetta var fyrsti leiðtogafundur ríkjanna tveggja frá því 2007 en þá, sem og árið 2000, funduðu leiðtogarnir í Pjongjang. Í þá daga var svokölluð sólskinsstefna höfð að leiðarljósi í Suður-Kóreu, stefna sem miðaði að bættum samskiptum við einræðisríkið, og má segja að hún sé nú snúin aftur eftir tíu ára fjarveru. Afrakstur þeirra funda var hins vegar lítill. Á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna sagði Kim þá hafa sammælst um að vinna að því að „hin óheppilega saga, þar sem árangur fjaraði út, endurtaki sig ekki“. „Það gæti komið bakslag. Við gætum lent í erfiðleikum og pirringi. En það er aldrei hægt að ná fram sigri án sársauka,“ sagði Kim. Hvorki voru gerðir samningar né sáttmálar í viðræðum gærdagsins, enda þær frekar hugsaðar sem fyrsta stóra skrefið í átt að bættum samskiptum á Kóreuskaga. Eftirtektarverðar greinar yfirlýsingarinnar eru þó fjölmargar, þótt ekkert hafi verið um útskýringar á útfærslum loforða. „Leiðtogarnir tveir lýsa því yfir, fyrir framan heimsbyggðina alla, að stríðinu á Kóreuskaga muni ljúka. Nú tekur við nýtt tímabil friðar,“ sagði í inngangi yfirlýsingarinnar. Var því heitið að ráðast í annaðhvort þríhliða viðræður, með Bandaríkjunum, eða fjórhliða, með Kína þar að auki, til þess að semja endanlega um frið. Við lok Kóreustríðsins árið 1953 var það ekki gert, þá var samið um vopnahlé. „Suður- og Norður-Kórea staðfesta sameiginlegt markmið sitt um kjarnorkulausan Kóreuskaga. Ríkin eru sammála um að skrefin sem Norður-Kórea hefur stigið séu þýðingarmikil fyrir afkjarnorkuvæðingarferlið,“ sagði enn fremur. Hinn skyndilegi vilji Kim til að losa sig við kjarnorkuvopn sín, sem miklum fjármunum og tíma hefur verið varið í að þróa, hefur komið heimsbyggðinni í opna skjöldu. Enn er þó ekkert ljóst í þessum efnum og ber að minna á að Norður-Kórea hefur áður gefið sams konar loforð, þó ekki með jafn afgerandi hætti. Þá komust mörg önnur smærri mál inn á borð leiðtoganna. Ætla ríkin að halda áfram að taka saman þátt á íþróttaleikum, sameina aðskildar fjölskyldur og bæta samgöngur yfir landamærin. Ljóst er að stórt skref hefur verið stigið í átt að friði á Kóreuskaga. Fjölmörg önnur skref eru fram undan. Viðræður sendinefnda ríkjanna tveggja, fundur Kim með Donald Trump Bandaríkjaforseta í sumar og svo mun Moon ferðast til Pjongjang í haust. thorgnyr@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira