Lewis Hamilton kominn á toppinn eftir dramatískan sigur Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. apríl 2018 13:57 Lewis Hamilton. Vísir/Getty Heimsmeistarinn Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í fjórða kappakstri tímabilsins í Formúla 1 sem fram fór í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan, í dag. Lokakaflinn var æsispennandi þar sem Daniel Ricciardo og Max Verstappen, samherjar hjá Red Bull, rákust saman og féllu báðir úr leik. Afskaplega svekkjandi fyrir Red Bull sem ætlar sér að berjast um titilinn í ár. Í kjölfarið tók við mikil keppni milli Mercedes ökumannanna Hamilton og Valtteri Bottas gegn ökumönnum Ferrari, þeim Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen. Vettel og Bottas lentu báðir í hremmingum þegar þrír hringir voru eftir og fór að lokum svo að Hamilton stóð uppi sem sigurvegari. Raikkonen hafnaði í öðru sæti og þriðji varð Sergio Perez. Hamilton hefur aldrei komist á verðlaunapall áður í Bakú og er þetta jafnframt fyrsti sigur Bretans á þessu keppnistímabili. Hann fleytir honum engu að síður upp í toppsætið í stigakeppni ökumanna. Formúla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í fjórða kappakstri tímabilsins í Formúla 1 sem fram fór í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan, í dag. Lokakaflinn var æsispennandi þar sem Daniel Ricciardo og Max Verstappen, samherjar hjá Red Bull, rákust saman og féllu báðir úr leik. Afskaplega svekkjandi fyrir Red Bull sem ætlar sér að berjast um titilinn í ár. Í kjölfarið tók við mikil keppni milli Mercedes ökumannanna Hamilton og Valtteri Bottas gegn ökumönnum Ferrari, þeim Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen. Vettel og Bottas lentu báðir í hremmingum þegar þrír hringir voru eftir og fór að lokum svo að Hamilton stóð uppi sem sigurvegari. Raikkonen hafnaði í öðru sæti og þriðji varð Sergio Perez. Hamilton hefur aldrei komist á verðlaunapall áður í Bakú og er þetta jafnframt fyrsti sigur Bretans á þessu keppnistímabili. Hann fleytir honum engu að síður upp í toppsætið í stigakeppni ökumanna.
Formúla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira