Framleiðendur Westworld hrekktu aðdáendur hressilega Samúel Karl Ólason skrifar 10. apríl 2018 09:30 Vísir/HBO Framleiðendur þáttanna Westworld tóku sig til og hrekktu aðdáendur sína í gær. Lisa Joy og Johnathan Nolan, höfundar þáttanna, sögðu á Reddit í gær að í stað þess að láta áhorfendur velta vöngum yfir því hvað myndi gerast í annarri þáttaröð, myndu þau segja fólki frá öllum helstu vendipunktum þáttaraðarinnar í myndbandi. Það er, ef færsla þeirra á Reddit fengi þúsund „like“.Í færslunni veltu þau vöngum yfir kenningum og vangaveltum áhorfenda og hvort þar væri um spennuspilla að ræða. Nefndu þau Game of Thrones þættina og hvernig þeir sem hefðu lesið bækurnar héldu því leyndu fyrir öðrum hvað myndi gerast í Westeros. Því ætluðu þau að sýna fólki á Reddit hvernig þættirnir myndu fara og þá gætu þeir sem vissu það, varið hina frá spennuspillum. Færslan fékk fljótt þúsund „like“ og eru þau nú tæplega þrjú þúsund, um fjórtán tímum eftir að hún var sett inn. Lisa og Johnathan stóðu við stóru orðin og birtu myndbandið. Þar má heyra rödd leikarans Jeffrey Wright, sem leikur Bernard, og segir hann þáttaröðina byrja á því að Bernard vakni á ströndu og viti ekki hvernig hann komst þangað. Spennan magnast í um mínútu og þá sjáum við þær Evan Rachel Wood og Angelu Sarafyan við píanó. Sarafyan spilar og Wood byrjar að syngja lagið Never Gonna Give You Up eftir Rick Astley. Þar á eftir má sjá hund sitja við píanó í um það bil 20 mínútur. Þeim tókst því að hrekkja þúsundir áhorfenda og aðdáenda Westworld. Hrekkur þessi gengur undir nafninu Rickrolling og snýr hann að því að plata fólk til að hlusta á umrætt lag. Myndbandið má sjá hér að neðan en það verður að segjast að þær Sarafyan og Wood flytja lagið einkar vel. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Comic-Con: Frumsýndu fyrstu stikluna úr annarri þáttaröð Westworld Stiklan var frumsýnd á Comic-Con ráðstefnunni sem nú fer fram í San Diego í Kaliforníu. 23. júlí 2017 11:17 Westworld: Spurningar og svör Farið yfir spurningar sem sitja eftir þegar við hefjum hina löngu bið eftir næstu þáttaröð. 7. desember 2016 15:00 Westworld og Saturday Night Live hlutu flestar Emmy-tilnefningar Leikararnir Anna Chlumsky og Shemar Moore lásu upp tilnefningarnar við hátíðlega athöfn í Los Angeles í dag. 13. júlí 2017 16:30 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Framleiðendur þáttanna Westworld tóku sig til og hrekktu aðdáendur sína í gær. Lisa Joy og Johnathan Nolan, höfundar þáttanna, sögðu á Reddit í gær að í stað þess að láta áhorfendur velta vöngum yfir því hvað myndi gerast í annarri þáttaröð, myndu þau segja fólki frá öllum helstu vendipunktum þáttaraðarinnar í myndbandi. Það er, ef færsla þeirra á Reddit fengi þúsund „like“.Í færslunni veltu þau vöngum yfir kenningum og vangaveltum áhorfenda og hvort þar væri um spennuspilla að ræða. Nefndu þau Game of Thrones þættina og hvernig þeir sem hefðu lesið bækurnar héldu því leyndu fyrir öðrum hvað myndi gerast í Westeros. Því ætluðu þau að sýna fólki á Reddit hvernig þættirnir myndu fara og þá gætu þeir sem vissu það, varið hina frá spennuspillum. Færslan fékk fljótt þúsund „like“ og eru þau nú tæplega þrjú þúsund, um fjórtán tímum eftir að hún var sett inn. Lisa og Johnathan stóðu við stóru orðin og birtu myndbandið. Þar má heyra rödd leikarans Jeffrey Wright, sem leikur Bernard, og segir hann þáttaröðina byrja á því að Bernard vakni á ströndu og viti ekki hvernig hann komst þangað. Spennan magnast í um mínútu og þá sjáum við þær Evan Rachel Wood og Angelu Sarafyan við píanó. Sarafyan spilar og Wood byrjar að syngja lagið Never Gonna Give You Up eftir Rick Astley. Þar á eftir má sjá hund sitja við píanó í um það bil 20 mínútur. Þeim tókst því að hrekkja þúsundir áhorfenda og aðdáenda Westworld. Hrekkur þessi gengur undir nafninu Rickrolling og snýr hann að því að plata fólk til að hlusta á umrætt lag. Myndbandið má sjá hér að neðan en það verður að segjast að þær Sarafyan og Wood flytja lagið einkar vel.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Comic-Con: Frumsýndu fyrstu stikluna úr annarri þáttaröð Westworld Stiklan var frumsýnd á Comic-Con ráðstefnunni sem nú fer fram í San Diego í Kaliforníu. 23. júlí 2017 11:17 Westworld: Spurningar og svör Farið yfir spurningar sem sitja eftir þegar við hefjum hina löngu bið eftir næstu þáttaröð. 7. desember 2016 15:00 Westworld og Saturday Night Live hlutu flestar Emmy-tilnefningar Leikararnir Anna Chlumsky og Shemar Moore lásu upp tilnefningarnar við hátíðlega athöfn í Los Angeles í dag. 13. júlí 2017 16:30 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Comic-Con: Frumsýndu fyrstu stikluna úr annarri þáttaröð Westworld Stiklan var frumsýnd á Comic-Con ráðstefnunni sem nú fer fram í San Diego í Kaliforníu. 23. júlí 2017 11:17
Westworld: Spurningar og svör Farið yfir spurningar sem sitja eftir þegar við hefjum hina löngu bið eftir næstu þáttaröð. 7. desember 2016 15:00
Westworld og Saturday Night Live hlutu flestar Emmy-tilnefningar Leikararnir Anna Chlumsky og Shemar Moore lásu upp tilnefningarnar við hátíðlega athöfn í Los Angeles í dag. 13. júlí 2017 16:30