Rakel Tomas með fyrstu sýninguna: „Kvenlíkaminn er ótrúlega áhugavert viðfangsefni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2018 14:30 Rakel opnar sína fyrstu einkasýningu. Fyrsta einkasýning Rakelar Tomas opnar í Norr11 á Hverfisgötu fimmtudaginn 12. apríl klukkan 18:00. Rakel hefur vakið athygli fyrir blýantsteikningar sýnar á Instagram en hún teiknar myndir af kvenlíkamanum á súrrealískan hátt. Rakel útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 úr grafískri hönnun og hefur síðan unnið sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour auk annarra verkefna. „Ég hef alltaf verið að teikna, sama hvað annað ég er að gera í lífinu, ég byrjaði þegar ég var nógu gömul til að halda á blýanti og hef varla stoppað síðan. Kvenlíkaminn er ótrúlega áhugavert viðfangsefni, ég hef líka mjög mikinn áhuga á svipbrigðum og líkamstjáningu og markmiðið er að áhorfandinn tengi við tilfinninguna sem líkamstjáningin í myndunum vísar í. Það sem veitir mér mestan innblástur séu náin samskipti og þessi augnablik sem vekja upp sterkar tilfinningar, góðar eða slæmar, og fá mann til að hugsa. Ég teikna minn raunveruleika og mínar upplifanir.” Rakel lýsir ferlinu á bakvið teikningarnar svona: „Ég safna saman fullt af ljósmyndum tek þær í sundur og blanda þeim saman í photoshop og bý til einhverskonar klippimynd. Síðan nota ég þá mynd sem fyrirmynd fyrir teikningu. Það sem er skemmtilegast við þetta allt er það að hver og einn getur túlkað myndirnar á sinn hátt og ég geri það meðvitað að búa til pláss fyrir túlkun. Ég hef beðið fylgjendur mína á Instagram um að senda mér sínar túlkanir á myndunum og þær eru eins ólíkar og þær eru margar, sama myndin þýðir sjálfsöryggi fyrir einum og streita fyrir öðrum. Hinsvegar verð ég með lauslegar útskýringar við myndirnar á sýningunni og leyfi fólki að skyggnast inn í mínar pælingar og sögur bak við myndirnar.“ Rakel notast mest við blýanta og kol til að teikna. „Ég lærði í Listaháskólanum hversu mikilvægt white-space er og mér finnst ótrúlega gaman að nota strokleður ekki bara til að leiðrétta mistök heldur einnig til að „teikna“ með, ég nota t.d. strokleður til að teikna hvíta hárið á myndunum. Ég elska að vinna með blýanta af því þeir veita manni svo mikla stjórn, maður getur algjörlega týnt sér í smáatriðunum. Það að teikna er eins og hugleiðsla fyrir mig, ég get setið og dundað mér við þetta í fleiri klukkutíma og algjörlega gleymt lífinu, símanum og sjálfri mér.“ Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fyrsta einkasýning Rakelar Tomas opnar í Norr11 á Hverfisgötu fimmtudaginn 12. apríl klukkan 18:00. Rakel hefur vakið athygli fyrir blýantsteikningar sýnar á Instagram en hún teiknar myndir af kvenlíkamanum á súrrealískan hátt. Rakel útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 úr grafískri hönnun og hefur síðan unnið sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour auk annarra verkefna. „Ég hef alltaf verið að teikna, sama hvað annað ég er að gera í lífinu, ég byrjaði þegar ég var nógu gömul til að halda á blýanti og hef varla stoppað síðan. Kvenlíkaminn er ótrúlega áhugavert viðfangsefni, ég hef líka mjög mikinn áhuga á svipbrigðum og líkamstjáningu og markmiðið er að áhorfandinn tengi við tilfinninguna sem líkamstjáningin í myndunum vísar í. Það sem veitir mér mestan innblástur séu náin samskipti og þessi augnablik sem vekja upp sterkar tilfinningar, góðar eða slæmar, og fá mann til að hugsa. Ég teikna minn raunveruleika og mínar upplifanir.” Rakel lýsir ferlinu á bakvið teikningarnar svona: „Ég safna saman fullt af ljósmyndum tek þær í sundur og blanda þeim saman í photoshop og bý til einhverskonar klippimynd. Síðan nota ég þá mynd sem fyrirmynd fyrir teikningu. Það sem er skemmtilegast við þetta allt er það að hver og einn getur túlkað myndirnar á sinn hátt og ég geri það meðvitað að búa til pláss fyrir túlkun. Ég hef beðið fylgjendur mína á Instagram um að senda mér sínar túlkanir á myndunum og þær eru eins ólíkar og þær eru margar, sama myndin þýðir sjálfsöryggi fyrir einum og streita fyrir öðrum. Hinsvegar verð ég með lauslegar útskýringar við myndirnar á sýningunni og leyfi fólki að skyggnast inn í mínar pælingar og sögur bak við myndirnar.“ Rakel notast mest við blýanta og kol til að teikna. „Ég lærði í Listaháskólanum hversu mikilvægt white-space er og mér finnst ótrúlega gaman að nota strokleður ekki bara til að leiðrétta mistök heldur einnig til að „teikna“ með, ég nota t.d. strokleður til að teikna hvíta hárið á myndunum. Ég elska að vinna með blýanta af því þeir veita manni svo mikla stjórn, maður getur algjörlega týnt sér í smáatriðunum. Það að teikna er eins og hugleiðsla fyrir mig, ég get setið og dundað mér við þetta í fleiri klukkutíma og algjörlega gleymt lífinu, símanum og sjálfri mér.“
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira